Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 staklega vinsæll meðal samkyn- hneigðra vestra. „Mér datt í hug að hafa samband við hann (Ross), taka upp heimildarmynd um hann og hans föðurhlutverk og hvernig það spilar inn í hans vinnu.“ Björn Flóki segir Ross, eða Tyru, hafa keppt í annarri þáttaröð og sigrað en hann var þá nýbyrjaður í draginu, 21 árs. „Hann á að baki ótrúlega áhuga- verða ævi. Hann var heimilislaus þegar hann var 17 ára og besta vin- kona hans sú eina sem hann átti að. Hann var samkynhneigður, lagður í einelti í skóla og var í sjálfsvígs- hugleiðingum. Hún bjargaði honum og þau áttu barn saman – veit ekki hvort það var slysabarn eða ekki – en þau allavega eignuðust barn og ákváðu að setja það alltaf í forgang. Síðan byrjaði hann að vinna fyrir sér sem dragdrottning, 19 ára gamall, til að sjá fyrir heimilinu og 21 árs tók hann þátt í raunveruleikaþættinum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Björn Flóki Björnsson hlaut nýverið MA-gráðu í kvikmyndagerð frá The New School í New York og leitar nú fjárframlaga til að geta lokið við verkefni sem hann hóf að vinna að undir lok námsins, heimildarmynd- ina Drag Dad sem fjallar um dragd- rottninguna Tyru Sanchez, réttu nafni James William Ross IV. Ross er 24 ára, sér fyrir sér með því að troða upp sem dragdrottn- ing og telur það hafa bjargað lífi sínu að hafa eign- ast barn 17 ára gamall, soninn Jeremiah. Ross varð allþekktur í Bandaríkjunum árið 2010 þegar hann fór með sigur af hólmi í raun- veruleikaþætti dragdrottning- arinnar RuPaul, RuPaul’s Drag Race. Fjáröflun fyrir myndina fer fram á vefnum Kickstarter og geta þeir sem vilja styrkja gerð myndarinnar lagt fram upphæð að eigin vali og sett á kreditkort. Ákveðin verðlaun eru í boði fyrir styrkveitendur og gerast þau veglegri eftir því sem upphæðin er hærri, m.a. munir úr eigu Ross. Myndin hefur verið valin í sérflokk af stjórnendum síðunnar, „Staff Picks“ í flokki kvikmynda og myndbanda. Áhugaverð ævi „Þetta er fyrsta verkefnið mitt eftir skólann,“ segir Björn Flóki um myndina. Hann hafi byrjað að taka hana upp í heimildarmyndaáfanga en ekki átt beinlínis von á því að dragdrottningin Tyra vildi taka þátt. Hún hafi hins vegar verið afar spennt fyrir verkefninu. „Ég er mikill aðdáandi þáttanna, RuPaul’s Drag Race, þetta er einn skemmtilegasti raunveruleikaþátt- urinn í dag, finnst mér,“ segir Björn Flóki og bætir við að hann sé sér- og er orðinn hálfgerð ofurstjarna í þessum dragdrottningabransa,“ segir Björn Flóki. Ross sé ein- hleypur í dag og deili forræði yfir syninum með barnsmóður sinni. Björn Flóki segir hugmyndina að baki myndinni að „brjóta niður þá viðteknu skoðun að það sé bara til einhver sérstök uppskrift að góðum pabba“. Að gagnkynhneigðir for- eldrar séu sjálfkrafa æskilegri for- eldrar eingöngu vegna kynhneigðar sinnar. „Staðreyndin er sú að sam- kynhneigðir foreldrar eru ekki svo frábrugðnir gagnkynhneigðum for- eldrum þegar kemur að uppeldi,“ segir Björn Flóki, vonandi takist honum að brjóta niður staðal- ímyndir og vinna á hinni órökréttu hræðslu margra Bandaríkjamanna gagnvart samkynhneigðum for- eldrum. Cinema verité „Ég og kærastinn minn Pétur er- um búnir að vera saman í níu ár og við höfum verið að spá í þá mögu- leika sem samkynhneigðir hafa til að eignast börn. Það er ótrúlega flókið og ekki margir raunhæfir mögu- leikar fyrir okkur,“ segir Björn Flóki. „Þetta verður heimildarmynd í „cinema verité“-stíl, þ.e. áhersla lögð á natúralisma – engin uppstill- ing heldur einlæg og óstílfærð inn- sýn í líf föður og sonar. Hvernig er það fyrir James að halda uppi þess- um tveimur ólíku lífsstílum og hvernig er það fyrir son hans að eiga pabba sem er stundum karl og stundum kona?“ spyr Björn Flóki og segir Ross mikinn fyrirmyndar- föður. Til að gera myndina þarf að safna 16.000 dollurum en í gærmorgun námu framlög 2.489 dollurum. Ná þarf heildarupphæðinni fyrir 27. júlí. Kostnaður við myndina er marg- víslegur, tökulið þarf m.a. að fara til Atlanta þar sem Ross býr. Björn Flóki segir söfnunina fara vel af stað enda saga Ross merkileg. Tyra Ross í gervi dragdrottningarinnar Tyru. Ross fór með sigur af hólmi í raunveruleikaþætti dragdrottningarinnar RuPaul árið 2010. Fyrirmyndarfaðir og dragdrottning  Björn Flóki leitar framlaga fyrir heimildarmynd sína Drag Dad  Myndin fjallar um ungan föður sem framfleytir sér sem dragdrottning og fór með sigur af hólmi í raunveruleikaþætti RuPaul Björn Flóki Björnsson Feðgar Ross með son sinn, Jeremiah, nýfæddan. kickstarter.com bjornfloki.com Biophiliu tónlistar- og vísinda- smiðjur fyrir börn hófust í Child- ren’s Museum of Manhattan, barna- safni í New York föstudaginn sl. og nk. fimmtug hefjast slíkar smiðjur í bókasafni borgarinnar, New York Public Library. Smiðjurnar verða starfræktar allt til ársloka og hefur mikið verið fjallað um þær í fjöl- miðlum vestra, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Smiðjurnar eru hluti af viðamiklu og einstöku verki Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophi- liu, hljómplötu og smáforritum fyr- ir iPad-spjaldtölvur en með þeim eru börn frædd um vísindi og tón- list með margvíslegu sköpunar- starfi. Hvert lag af plötunni veitir aðgang að gagnvirkum leikjum, list og abstrakt hreyfimyndum. Björk dvaldi í mánuð í New York í byrjun árs og voru smiðjurnar þar í borg kynntar til sögunnar á vor- mánuðum, kennsluverkefni sem hún þróaði m.a. með kennurum í Reykjavík og vísindamönnum við Háskóla Íslands. Biophiliu-smiðjur hafa m.a. verið settar upp í Buenos Aires og til stendur að setja slíkar smiðjur upp í Noregi og San Franc- isco í haust. Frekari fróðleik um Biophiliu- verkefnið má finna á vef Bjarkar, bjork.com. Gaman Börn í Biophiliu-smiðju í Buenos Aires, djúpt sokkin í iPad- spjaldtölvur sem hafa að geyma sérhönnuð Biophiliu-smáforrit. Smiðjur vekja athygli Skráðu bílinn þinn frítt inn á diesel.is Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 þegar þú ætlar að selja bílinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.