Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Búast má við hlaupi í Múlakvísl úr katlinum undir Mýrdalsjökli sem hlaup hófst úr rétt fyrir miðnætti þann 8. júlí í fyrra, fyrir rétt rúmu ári. Sennilega yrði hlaup nú ekki jafn stórt og hlaupið var í fyrra, að mati Magnúsar Tuma Guðmunds- sonar prófessors við jarðvísinda- deild Háskóla Íslands. Hann sagði talið að talsvert vatn hefði safnast fyrir í katlinum. Skjálftahrina varð í Mýrdalsjökli á sunnudaginn var. Magnús Tumi sagði ekki óalgengt að skjálftahrin- ur yrðu í jöklinum. Hann taldi ekki að hrinan á sunnudag boðaði nein sérstök tíðindi ein og sér. „Þetta var dálítið mikið af frekar litlum og grunnum skjálftum,“ sagði Magnús Tumi. „Katla er nú þannig að það koma fréttir þegar hún lætur á sér kræla.“ Jarðskjálftamælar Veðurstof- unnar sýndu að aukin virkni var í Mýrdalsjökli í júní síðastliðnum, einkum innan öskjunnar og smá- hlaup varð í Múlakvísl. Undir Mýr- dalsjökli mældust rúmlega 360 jarðskjálftar og þar af áttu 274 skjálftar upptök innan Kötluöskj- unnar í júní, að sögn Veðurstof- unnar. Jarðskjálftavirkni innan öskjunnar jókst verulega eftir 7. júní en þá um hádegisbilið varð jarðskjálfti rúmlega 3 að stærð með upptök í sunnanverðri öskjunni. Hlaupið í Múlakvísl í fyrra óx hratt og flæmdist víða yfir. Vatns- flaumurinn tók af brúna yfir ána. Um tíma voru stórir trukkar not- aðir til að ferja fólk og bíla yfir Múlakvísl. Ný 156 metra löng bráðabirgðabrú var smíðuð á 96 klukkustundum. Bráðabirgðabrúin, sem er einbreið, var opnuð umferð þann 16. júlí í fyrra. gudni@mbl.is Búast má við hlaupi undan jökli í Múlakvísl  Nýleg skjálftahrina í Mýrdalsjökli boðar ekki tíðindi ein og sér Ljósmynd/Reynir Ragnarsson Mýrdalsjökull Fagurblátt vatn í sigkatli skar sig úr öskugráum jöklinum þegar ljósmyndarinn flaug þar nýlega yfir. Líðan 12 ára stúlku sem hlaut alvarlega áverka þegar hún varð undir dráttarvél á fimmtudag er eftir atvikum samkvæmt upp- lýsingum frá lækni á Landspít- alanum í gær- kvöldi. Stúlkan er með meðvitund en alvarlega slösuð. Hún gekkst undir aðgerð á fimmtudagskvöld. Slysið átti sér stað þegar stúlkan varð undir sláttuvél sem var í eftir- dragi dráttarvélar á sveitabæ sem er skammt frá Sauðárkróki. Stúlkan sem slas- aðist fyrir helgi liggur enn á spítala Spítali Stúlkan er alvarlega slösuð. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hún er bara með ágætum, jökla- bráðnun er byrjuð fyrir austan inn í Hálslón,“ segir Eggert Guðjónsson, deildarstjóri vinnsluáætlana hjá Landsvirkjun. Hann vísar þar til vatnsstöðu miðlunarlóna Lands- virkjunar en búist er við að flest miðlunarlón fyrirtækisins verði orð- in full um næstu mánaðamót og er það nokkuð fyrr en í fyrra. „Staðan í lónunum var mjög góð í vor og þau fóru ekki mjög langt nið- ur en nú er jöklabráðnun að byrja og þá hækkar fljótt í þeim á nýjan leik.“ Fylling í tveimur fösum Vatnshæð Þórisvatns, sem er helsta miðlunarforðabúr fimm virkj- ana og liggur á milli Köldukvíslar og Hraunvatna, stendur í svipaðri hæð og í fyrra. Samkvæmt nýjustu mælingum Landsvirkjunar stendur vatnshæðin í 577,80 metrum yfir sjávarmáli en rúman metra vantar upp á svo miðlunarrýmið teljist vera fullnýtt. Eggert segir vatns- hæð Hálslóns, sem er miðlunarlón fyrir Kárahnjúkavirkjun, vera í 608,36 metrum yfir sjávarmáli en það er um tuttugu metrum hærra en á sama tíma í fyrra. Að sögn Eggerts tekur vanalega um tvo til þrjá mánuði fyrir lónin að fyllast. „Það eru tveir fasar í fyll- ingunni. Annars vegar er um að ræða vorleysingar sem fylla lónin að hluta en hins vegar er það jökla- bráðnunin sem kemur í júlí.“ Vel gengur að fylla lónin  Vatnsstaða miðlunarlóna Landsvirkjunar sögð með ágætum  Útlit fyrir að lónin fyllist um næstu mánaðamót  Vatnsstaða Hálslóns í rúmum 608 metrum Morgunblaðið/RAX Hálslón Uppistöðulón Kárahnjúka. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Spor sem sáust í fjöru neðan við bæ- inn Geitafell á Vatnsnesi og voru tal- in sanna heimsókn hvítabjarnar kunna sum hver a.m.k. að hafa verið eftir tvo kajakræðara. Hjónin Árni Björn Stefánsson og Gunnhildur Stefánsdóttir áðu í vík- inni, þar sem sporin fundust, aðfara- nótt 27. júní og tóku þar upp kajaka sína. Þau voru í neoprenskóm og mörkuðu talsvert djúp spor í fjöru- sandinn þegar þau drógu kajakana upp. Fréttir bárust af meintum sporum eftir hvítabjörn í fjörunni á Vatnsnesi í síðustu viku, réttri viku eftir að hjónin áðu í víkinni. Árni hafði strax samband við lög- regluna á Blönduósi, sl. fimmtudag, og sagði henni frá ferðum þeirra hjóna. Þegar Árni sá svo mynd- skeið í fréttatíma sjónvarps úr fjörunni um kvöldið var hann sannfærður um að um væri að ræða sömu fjöruna og þau hjónin áðu viku fyrr. Hann þekkti ekki aðeins fót- sporin í sandinum heldur sá hann einnig kjölfar eftir kajak þar sem honum hafði verið brýnt upp. „Við drógum upp bátana og svona spor verða þegar mað- ur stígur djúpt ofan í sand- inn,“ sagði Árni. Hann hafði aftur samband við lögregluna á Blönduósi á föstudagsmorgun, sendi henni myndir af víkinni og lét einnig vita af gömlum útsel á þessum slóðum. „Við sáum fáeina útseli og einn þeirra var gamall og orðinn grár í framan.“ Gunnhildur, kona Árna, sagðist telja líklegt að í víkinni við Geitafell hefði ekki verið hvítabjörn heldur „bara Árni Björn!“ „Við rérum yndislegan túr frá Blönduósi og inn allan Hrútafjörð. Við tjölduðum í fjörunni og sáum heim að Geitafelli,“ sagði Gunnhildur. Hún sagði að þau hefðu virt fyrir sér útselina sem þau réru hjá við Vatnsnesið. Gunnhildur sagðist vitanlega hafa velt því fyrir sér hvort ísbjörn kynni mögulega hafa fundið mannaþef eft- ir veru þeirra í fjörunni og því farið þarna upp. „Auðvitað verður maður að bera fullkomna virðingu fyrir því ef ís- björn er á svæðinu. En við teljum að þetta hafi ekki verið ísbjörn. Þetta voru spor eftir okkur,“ sagði Gunn- hildur um sporin sem fréttamyndirnar sýndu. Ljósmynd/Árni B. Stefánsson Fjaran Kajakar hjónanna Árna Björns og Gunnhildar sjást hér í fjörunni nálægt Geitafelli. Viku síðar sáust þar spor sem talin voru vera eftir hvítabjörn. Hjónin sáu útseli við Vatnsnes, þar á meðal einn sem var orðinn gamall og grár. Kajakræðarar mörk- uðu spor í fjörunni  Könnuðust við meint ísbjarnarspor sem sáust í fréttum „Við skoðuðum förin og þá lágu þau út í sjó. Svo fórum við daginn eftir og þá voru þau horfin,“ sagði Kristján Þorbergsson, yfirlög- regluþjónn á Blönduósi, um förin í fjörunni við Geitafell sem voru talin vera eftir hvítabjörn. Hann sagði förin hafa legið eftir fjörunni, ofan við fjöruborðið, og þaðan út í sjóinn. Kristján kannaðist vel við frásögn hjónanna Árna Björns og Gunn- hildar. Þau áðu í fjörunni í kajakferð viku áður en tilkynnt var um hvíta- björn við Vatnsnes. Hann sagði útilokað annað en að sjórinn hefði sléttað út för kajakræðaranna næst sjónum á vikutíma. Kristján sagði förin öll hafa verið fremur hringlaga. „Við gátum ekki bjargað okkur á því. Við reyndum,“ sagði Kristján um frásögn hjónanna. Ekki hafa borist fleiri vísbendingar um hvítabjörninn aðrar en sporin og frásagnir ítalskra ferðamanna og stúlku á Hvammstanga sem töldu sig hafa séð hvítabjörn í sjónum sama morguninn. Sporin lágu út í sjóinn LÖGREGLAN Á BLÖNDUÓSI SEGIR SJÓINN HAFA AFMÁÐ SPORIN Hrammur á Hótel Rangá. Neytendastofa hefur bannað Nova að birta fjórar fullyrðingar sem birtast í auglýsingum fyrirtækisins. Í auglýsingunum lofaði Nova fyr- irtækjum minnst 20% lægri sím- kostnaði á mánuði og sagðist selja „vinsælustu, ódýrustu og snjöll- ustu“ farsímana og ódýrustu og vinsælustu 3G farsímana. Kvörtunin til Neytendastofu barst frá Símanum. Neytendastofa taldi Nova sýna fram á með fullnægjandi hætti að félagið gæti lækkað símkostnað fyrirtækja um 20%. Þó gerði Neyt- endastofa athugasemdir við að ekki kæmi fram að um mismun á þjónustu gæti verið að ræða. Samanburðurinn væri því villandi og ósanngjarn gagnvart keppi- nautum Nova. Þá taldi Neyt- endastofa Nova ekki hafa sannað fullyrðingar um að félagið byði ódýrustu, vinsælustu og snjöllustu farsímana. Fullyrðingarnar voru því bannaðar. Neytendastofa hefur bannað fjarskiptafyr- irtækinu Nova að birta fjórar fullyrðingar Bannað Mega ekki birta 4 fullyrðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.