Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Allt benti til þess í gær að olíuvinnsla Noregs stöðvaðist á miðnætti þegar verkbann samtaka olíuframleiðenda átti að skella á. Tilraunir sáttasemjara til að finna lausn á kjaradeilunni hafa engum árangri skilað. „Eins og staðan er núna, bendir allt til að verkbann taki gildi á miðnætti,“ sagði Haakon Smith-Isaksen, orku- málaráðherra Noregs, í samtali við AFP. „Afleiðingar verkbanns verða þær að öll olíuvinnsla landsins og útflutningur olíu stöðvast.“ Verkbann á miðnætti? Ágætis þátttaka var í ríkisbréfaút- boði Lánamála ríkisins síðastliðinn föstudag á óverðtryggðu flokkunum RIKB14 og RIKB22. Jafnframt var um skiptiútboð að ræða þar sem eig- endum ríkisbréfaflokksins RIKB12, bauðst að kaupa bréf í flokkunum tveimur og greiða fyrir með bréfum sínum í RIKB12. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að áhugi fjárfesta var ívið meiri á RIKB22-flokknum en RIKB14. Þannig bárust alls 17 gild tilboð í RIKB22 að fjárhæð 4,35 ma.kr. að nafnverði. Ákváðu Lánamál að taka 2 tilboðum sem hljóðuðu upp á 2,2 ma.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,06%. Í RIKB14 bárust alls 7 gild tilboð að fjárhæð 2,0 ma.kr. að nafnverði og var þeim tekið fyrir 1,9 ma.kr. á 4,45% ávöxtunarkröfu. Erlendir aðilar voru langatkvæða- mestir meðal þeirra sem gátu tekið þátt í skiptiútboðinu. Í lok maí áttu þeir bréf í RIKB12-flokknum fyrir um 51 ma.kr. en heildarstærð hans að verðbréfalánum meðtöldum var þá rúmir 70 ma.kr. Greining Íslands- banka telur ólíklegt að þeir hafi verið atkvæðamiklir í útboðinu á lengri flokknum m.v. áhuga þeirra á flokknum hingað til, en í lok maí nam eignarhlutdeild þeirra í RIKB22 rétt rúmu 1%. Hingað til hafa lífeyris- sjóðir sýnt RIKB22-flokknum mest- an áhuga, enda um langan flokk að ræða, og í lok maí áttu þeir um 65% útistandandi bréfa í flokknum. Greining Íslandsbanka telur að þriðji ársfjórðungur hafi farið vel af stað hjá Lánamálum. Alls nam út- gáfan í útboðinu á föstudag 4,1 mö.kr. en áætluð útgáfa á fjórðungn- um er á bilinu 5-20 ma.kr. Útgáfan í útboðinu gæti þó farið upp í 4,5 ma.kr. þar sem aðalmiðlurum gefst kostur á að kaupa 10% af nafnverði þess sem selt var í útboðinu allt til kl. 14.00 í dag. Heildarútgáfa ríkisbréfa í almenn- um útboðum á að verða að lágmarki 40 ma.kr. á árinu, og eftir útboðið á föstudaginn hafa verið seld ný rík- isbréf fyrir 30 ma.kr. það sem af er ári. Útgáfa ríkisbréfa í tengslum við gjaldeyrisútboð nemur 22 mö.kr. og nemur því heildarútgáfan á árinu 52 mö.kr., eða hátt í 70% af ársáætl- uninni sem hljóðar upp á 75 ma.kr. Morgunblaðið/Ómar Seðlabankinn Heildarútgáfa ríkisbréfa í tengslum við gjaldeyrisútboð nemur nú 52 milljörðum króna, hátt í 70% af ársáætlun Seðlabankans. Ágætis þátttaka í ríkisbréfaútboði  Tilboðum fyrir 4,1 milljarð tekið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur af efna- hagslífi heimsins. Þeir spyrja sig í kjölfarið til hvaða aðgerða verður gripið varðandi peningamálastefnu ríkja. Helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu í gær. Í gærmorgun hafði evran ekki verið lægri í tvö ár en hækkaði síðan vegna fréttar Reu- ters um að það þyrfti ekki ríkis- ábyrgð til að endurfjármagna bank- ana á evrusvæðinu eftir að sameiginlegu bankaeftirlit hefur verið komið á fót, segir í frétt Fin- ancial Times. Stefnt er að því að 25 stærstu bankarnir á evrusvæðinu fari eftir sameiginlegu regluverki, sem nýtt bankaeftirlit hefur gætur á. Smærri bankar myndu heyra undir reglur eigin landa. Þetta eftirlit á að heyra undir Seðlabanka Evrópu. Þýska- land lagði á það ríka áherslu að þessu eftirliti yrði komið á áður en landið samþykkti frekari lánveiting- ar til björgunaraðgerða á evrusvæð- inu. Lántökukostnaður Spánar og Ítalíu, sem glíma við mikinn efna- hagsvanda, hefur aftur aukist en hann lækkaði í kjölfar yfirlýsingar um björgunaraðgerðir frá leiðtogum Evrópusambandinu í lok síðasta mánaðar. Vextir á tíu ára spænsk ríkisskuldabréf eru komnir yfir 7% en eru 6,1% á ítölskum. Talið er að Spánn standi ekki undir vöxtum sem eru yfir 7% til lengri tíma, segir í frétt BBC. Seðlabanki Frakklands spáir því að efnahagslíf landsins hafi dregist saman um 0,1% á öðrum ársfjórð- ungi þessa árs. Ef þetta verður nið- urstaðan er þetta í fyrsta skipti síð- an vorið 2009 sem samdráttur verður í Frakklandi. Hagtölur sýna að samdráttur er í mörgum löndum Evrópu. Þetta á við efnahagslíf Bretlands, Grikklands, Ítalíu, Portú- gals og Spánar, segir í frétt AFP Útflutningur Þýskalands jókst meira en búist var við í maí, sem vekur einhverja von í brjósti varð- andi evrusvæðið sem glímir við mik- inn vanda, en svæðið treystir mjög á Þýskaland. Útflutningurinn jókst um 3,9% á meðan innflutningur jókst um 6,3%. Þetta er meira en bú- ist var við, að því er segir í frétt Fin- ancial Times. Sameiginlegt eftirlit með bönkum sent til bjargar  Evran hækkaði vegna fréttar um sameiginlegt eftirlit með 25 stærstu bönkunum Áhyggjur Fjárfestar hafa áhyggjur af efnahagslífi heimsins. Lántökukostn- aður Spánar hefur aukist. Á myndinni rýnir maður í gengisþróun í Ástralíu. AFP Vodafone á Ís- landi hefur ráðið Fyrirtækjaráð- gjöf Íslands- banka til að vinna að undirbúningi skráningar Vodafone í kaup- höllina Nasdaq OMX Iceland. Í tilkynningu kem- ur fram að stefnt er að skráningu fyrir árslok. „Í tengslum við fyrirhugaða skráningu er gert ráð fyrir að fram fari almennt hlutafjárútboð þar sem fjárfestum og almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir hlutum í félaginu. Markmiðið með skráning- unni er að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins,“ segir í tilkynningunni. Samhliða hefur verið samið um að Íslandsbanki annist sölu á þeim bréfum Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) sem seld verða í útboðinu, en sjóð- urinn er aðaleigandi Vodafone í dag. Vodafone á markað á árinu Vodafone Stefnir á markað á árinu.  Íslandsbanki ann- ast undirbúninginn Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 29. júní til og með 5. júlí var 92. Þar af voru 72 samningar um eignir í fjölbýli og 17 samningar um sérbýli. Heild- arveltan var 2.745 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,8 milljónir króna. Á sama tíma var 10 kaupsamn- ingum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 5 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eign- ir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 202 milljónir króna og með- alupphæð á samning 20,2 milljónir. 92 kaupsamn- ingar gerðir                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.-/ +-0.,/ +,1.23 ,+.+3/ ,4.-3, +0.,+- +5+.+5 +.340 +-,.23 +1/.2/ +,0.,0 +-0./1 +,1.05 ,+.,,- ,+.4,2 +0.,/, +5+.1 +.3+,/ +-5.45 +1/.-+ ,+-.-4+/ +,0.1- +--.,5 +,3., ,+.,-+ ,+.403 +0.5,1 +5+.0/ +.3+/2 +-5.3 +10.51 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Pönnusteiktur skötuselur með humri og humarsósu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.