Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 11
Veðurblíða Í það heila var hópurinn afar heppinn með veður. staða og síðan beðið í nokkurra daga eftir að komast síðasta spölinn á toppinn. „Fyrstu þrjá dagana drógum við á eftir okkur sleða sem vó um 60-70 kg og um 40 kg bakpoka. Þetta voru erfiðustu dagarnir fyrir flesta þó við hækkuðum okkur ekki nema rétt um 1000 metra. Það tók á að draga sleð- ann og voru fyrstu dagarnir í móðu hjá okkur flestum. En eftir þetta var sleðanum lagt og þá fórum við alltaf fyrst með mat og skildum eftir og grófum í snjó það djúpt að krumminn kæmist ekki í hann. En krumminn var eina dýrið sem við sáum þarna. Svo fórum við niður og hvíldum okkur og fórum svo aftur upp og fluttum búðirnar og svona rúllaði þetta í gegn. Frá efstu búðum biðum við síð- an eftir góðu veðri og vorum ein- staklega heppin með veðrið þann dag sem haldið var á toppinn. Það eru miklir töfrar við þetta svæði og mað- ur var fullur lotningar að sjá fjöllin og jöklana sem þarna eru. Kuldinn fer misjafnlega í menn en ég kann ágæt- lega við kuldann og var heilsuhraust- ur allan tímann þó að þetta hefði auð- vitað tekið heilmikið á líkamann,“ segir Ásgeir. Datt ekki í kvartgírinn Ásgeir starfar sem markþjálfi og námskeiðshaldari hjá Takmarkalaust líf ehf. og notar mikið þá aðferð að sjá hluti fyrir sér. Fyrir ferðina skoðaði hann myndir af fjallinu og sá sjálfan sig fyrir sér ganga á hryggnum sem liggur á topp fjallsins. „Ég passaði mikið hvað ég hugs- aði og sagði. Í svona hóp getur keppn- isandinn orðið nokkuð mikill og því mikilvægt að tala aldrei sjálfan sig niður. Margir voru líka að kvarta og kveina yfir hinu og þessu allan tím- ann en ég passaði mig á að detta ekki í þann gír. Enda fær maður yfirleitt það í hausinn sem maður óttast. Lík- amlega reyndi þetta mest á bakið en mér leið eiginlega betur eftir því sem ofar dró. Mér líður í raun hvergi bet- ur og þegar ég er kominn hátt upp í fjöll og hef aldrei fundið fyrir há- fjallaveiki. Kannski er það líka að hluta til hugarfarið. Svona fjallganga snýst um miklu meira en að setja eina löppina fram fyrir aðra. Það þarf að passa að eiga vatn á morgnana sem er ekki freðið og búnaðurinn skiptir líka miklu máli. Ég var sérstaklega ánægður með dúnbuxurnar sem mér áskotnuðust frá 66° Norður fyrir ferðina. Það renndu margir í hópnum öfundaraugum til þeirra,“ segir Ás- geir og bætir við að mikilvægt sé að eiga sér einnig markmið við heim- komuna. Á fjöllum snúist lífið einfald- lega um að komast af og þannig þurfi fólk lítið að velta fyrir sér öðrum til- gangi sem sótt getur á í hinu daglega amstri. Dulbúið göngufólk Tindarnir sem Ásgeir hefur klif- ið eru jafn ólíkir og þeir eru margir og hið sama er að segja um umhverfi þeirra. Ásgeir segir ferðina á Carstensz pýramídann, sem er í Indónesíu, vera sérstaklega eft- irminnilega en þar fór hann um nokk- urra km löng jarðgöng til að komast í grunnbúðir dulbúinn sem námueft- irlitsmaður. „Af öllum fjöllunum er þetta fjall tæknilega erfiðast og erfitt að komast í grunnbúðir vegna ástandsins á svæðinu. Þarna búa margir frum- stæðustu ættbálkar veraldar og er enn stundað mannát á þessum slóð- um. En auk þess er ekki langt frá grunnbúðum starfrækt stærsta gull- og koparnáma veraldar. Það er bandarískt fyrirtæki sem rekur nám- una. En hún er gríðarstórt mannvirki sem sést frá tunglinu og verður spírallinn niður í göngin bráðlega orðinn þrír km á dýpt. Afleiðingarnar af þessu eru stanslausar erjur á milli hers og lögreglu þar sem barist er um mútufé frá fyrirtækinu. Þegar við komum út var planið að fljúga í grunnbúðir með þyrlu en þá brutust út óeirðir á milli ættbálka svo það var ekki hægt að lenda. Þá leit út fyrir að við þyrftum frá að hverfa en við brugðum þá á það ráð að múta og fórum í skjóli myrkurs í gegnum námuna dulbúin sem námu- eftirlitsmenn. Þetta var mikið stress og spenna að komast þarna í gegn og að keyra í gegnum þessa námu var eins og að vera komin í umhverfi vís- indaskáldsögu. Þetta var þó skásti valkosturinn en sá þriðji var að ganga í gegnum frumskóginn í tvær til þrjár vikur og hætta á að rekast á mann- ætur. Í grunnbúðunum sáum við ein- mitt minnisplatta á steini um þrjá mannfræðinema í háskólanum í Jak- arta sem voru drepnir þarna og étnir árið 1987,“ segir Ásgeir. Frumkvæði og frumleiki Ásgeir hefur alla tíð lagt stund á hreyfingu af einhverju tagi og klífur reglulega fjöll innanlands. Þá stundar hann hot yoga og þannig fundið bót sinna meina eftir að hafa leitað til lækna bæði hérlendis og erlendis. Á sumrin hleypur Ásgeir líka og hjólar og syndir sjósund. Á ferðum sínum hefur Ásgeir punktað niður atburði hvers dags og segir gott að geta gluggað í slíkt síðar meir enda gleymi menn mörgu þegar mikið gengur á. Þessa dagana vinnur Ásgeir að bók sem á að hjálpa fólki að láta drauma sína ræta og setja sér markmið út frá því að vita hvað fólk vill fá út úr lífinu. „Ég heyrði í útvarpinu fyrir mörgum árum að aðeins 2% fólks ynnu við það sem það hefði ástríðu fyrir. Hægt er að hafa gaman af fullt af hlutum en það er ástríðan sem gef- ur manni tilgang. Maður hugsar oft af hverju við mannfólkið höfum ekki meiri kjark til að elta draumana okk- ar. Frumkvæði, frumleiki og ímynd- unaraflið er verðmætast en ótti stoppar okkur of oft í dag og það er sorglegt. Það má spyrja sig hvort þetta hafi eitthvað með uppeldi að gera. Hvort við ölum börnin okkar upp þannig að það sé þægilegast fyrir okkur eða með það í huga hvað nýtist þeim best í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Ánægðir Alls voru níu manns í hópnum sem kleif Denali nú í vor.66° Norður Vel búinn til göngu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Tamningakona Kristina Sprehe á hinum glæsilega fáki sínum Martini. Vinningshafar Hinar þýsku Helen Langehanenberg og Kristina Sprehe. Ásgeir hélt dagbók á meðan á leiðangrinum stóð og er hér grip- ið niður í hluta hennar: Það er þessi stanslausa vinna og hugsun sem maður þarf stanslaust að hafa að leiðarljósi hvort sem við erum að labba eða taka hvíldardaga. Hvað get ég gert akkúrat núna til að búa í haginn fyrir seinni tíma? Tryggja að hafa alltaf nóg af ófreðnu vatni, hugsa vel um fæturna, klippa neglur, halda fótunum mjúkum, nota hverja stund til að fara yfir búnaðinn sinn og tryggja að allt sé í standi. Í raun er þetta svipað og þú sért að fara í stríð á hverjum morgni. Ef búnaðurinn þinn er ekki all- ur í toppstandi og við höndina, klár í slaginn, er óvíst að þú snú- ir á lífi aftur í tjaldið þitt. Borða og næra sig rétt og svona er lengi hægt að halda áfram. Að hugsa vel um sig ÚR DAGBÓK ÁSGEIRS Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN! LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR. STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR. Efnalaug - Þvottahús SVANHVÍT EFNALAUG - NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.