Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Samfylkingarvefurinn Eyjan ger-ir því skóna að Stefán Ólafsson prófessor svermi fyrir því að verða formaður Samfylkingarinnar.    Stefán bloggarmikið um þess- ar mundir og finnur ímynduðum og raunverulegum andstæðingum Sam- fylkingar allt til for- áttu og upphefur Jóhönnu svo minnir á Norður-Kóreu.    Sjálfur tekur Stefán fram aðhann sé óflokksbundinn og er ástæðulaust að trúa því ekki.    Hann er vafalítið ekki minnaóflokksbundinn en Óðinn Jónsson og lunginn af fréttastofu RÚV og Samfylkingarinnar, Ólafur Harðarson, Gylfi Arnbjörnsson og þeir hinir pótentátarnir sem aldrei bregðast málstað Samfylkingar, jafnvel þegar hann er sem allra aumkunarverðastur.    Gæti flokkurinn vel við unað efþeir sem streitast af vanefnum við að greiða fyrir flokksskírteinið sitt fylgdu sínum foringjum jafn undantekningarlaust og fast eftir og af slíkri blindni og fylgispekt og þeir sem sitja í lávarðadeild óflokksbundinna samfylkingar- manna.    Og flokksmennirnir gætu á hinnbóginn einnig vel við unað ef sposlurnar féllu þeim jafn ómældar í skaut og sumum ofantöldum flokksleysingjum.    En það hefur aldrei verið gerðkrafa um að sannir eðalkratar þyrftu að hafa skírteini upp á vas- ann. Þau hefur þessi jafnaðar- flokkur bara fyrir litlu karlana. Hinir fá bitlinga í stað skírteina. Stefán Ólafsson Ó! Flokksbundinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.7., kl. 18.00 Reykjavík 15 heiðskírt Bolungarvík 11 heiðskírt Akureyri 10 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 skýjað Vestmannaeyjar 9 skýjað Nuuk 15 skýjað Þórshöfn 10 skúrir Ósló 15 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 23 léttskýjað Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 16 skúrir London 17 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skúrir Berlín 22 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Moskva 28 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Róm 32 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 27 heiðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 29 léttskýjað Orlando 31 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:29 23:38 ÍSAFJÖRÐUR 2:47 24:31 SIGLUFJÖRÐUR 2:27 24:16 DJÚPIVOGUR 2:48 23:18 Fyrstu úthlutun úr Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur fyrir haustönn árið 2012 er lokið. Fimmtán konur sóttu um styrk úr sjóðnum og þar af fengu þrettán styrk til greiðslu skólagjalda og námsbóka fyrir samtals 1,5 milljónir króna. Tilgangur sjóðsins er að styrkja tekjulágar konur til náms, svo þær geti fengið betri vinnu og um leið bætt lífskjör sín. „Við erum mjög ánægðar með undirtektirnar. Í ár gátum við styrkt þrettán konur og það er greinilegt að þetta er mjög þungur pakki fyrir marga,“ segir Elín Hirst, formaður menntunarsjóðs Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Greinilegt er af fjölda umsókna og viðtökum öllum, að mikil þörf er fyrir menntunarsjóðinn. Mikil þörf fyrir sjóðinn „Nú er bara næsta markmið að afla fjár í sjóðinn svo við getum styrkt fleiri konur fyrir vorönn 2013. Vonandi náum við að styrkja jafn stóran hóp,“ segir Elín, en hún skor- ar á alla að leggja sjóðnum lið. Þeir sem vilja leggja sitt af mörk- um til starfs sjóðsins geta lagt beint inn á reikning 0515-14-406906, kennitala: 470269-1119. pfe@mbl.is Úthlutuðu styrkjum fyrir haustönn 2012 Morgunblaðið/Kristinn Styrkir Elín Hirst er formaður menntunarsjóðsins.  Fimmtán konur sóttu um styrk í ár  Þungur pakki fyrir marga „Ég fagna þessu bara mjög. Þetta er mikilvægur hluti af sögu Reykjavíkur og tæknisögu lands- ins og er alveg sjálfsagt mál. Það hefði kannski átt að vera búið að þessu fyrir löngu en Orkuveitan hefur alltaf hugsað um þessi mann- virki nánast eins og þau væru frið- uð svo það þarf ekki að fara að gera þau neitt upp. Þau hafa kannski verið friðuð í huga fólks,“ sagði Pétur Ármannsson, arkitekt þegar blaðamaður leitaði álits hans á frið- un ýmissa virkjanamannvirkja í El- liðaárdal sem mennta- og menning- armálaráðherra friðaði nýlega. Um er að ræða Rafstöðvarhúsið, Elliðavatnsstíflu, Árbæjarstíflu og þrýstivatnspípu, stöðvarstjórahús Elliðaárvirkjunar, smiðju/fjós, hlöðu og aðveitustöð í Elliðaárdal ásamt þremur spennistöðvum við Bókhlöðustíg, Vesturgötu og Klapparstíg. Húsin eru talin hafa mikið gildi fyrir menningar- og byggingasögu Reykjavíkur og sýna framfarahug þjóðarinnar í upphafi tuttugustu aldar. ipg@mbl.is Friðanir í Elliðaárdal  Ráðherra friðaði virkjanamannvirki Pétur Ármannsson Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.