Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Ég ætla nú bara að hafa það gott með fjölskyldunni á afmæl-inu. Að vísu var ég reyndar búin að steingleyma því að égætti afmæli en mamma mín minnti mig á það,“ segir Þórunn Ása Þórisdóttir, þjónustufulltrúi hjá Póstdreifingu, en hún fagnar þrítugsafmæli sínu með grillveislu í dag. Vinahópnum verður svo síðar boðið í fögnuð sem ber yfirskriftina „Skinkan útrunnin“ en hann verður auglýstur síðar. Þórunn Ása er trúlofuð Birki Snæ Ein- arssyni og saman eiga þau drenginn Einar Karel sem er þriggja ára. Þrátt fyrir að hafa gleymt eigin afmælisdegi segist hún vera mik- ið afmælisbarn og njóta þess mjög að eyða deginum í faðmi fjöl- skyldu og vina. „Það er kannski vegna þess að þetta er talan þrjátíu sem ég gleymdi því. Maður er kannski búinn að loka á afmælið and- lega.“ Þórunn Ása heldur mikið upp á náttúru og útivist en eft- irminnilegustu afmælisdagarnir eru einkum þeir sem haldnir eru í sumarbústað fjölskyldunnar á Laugarvatni. „Það er alltaf voðalega gaman að halda upp á afmælið þar. Venjulega er það þannig að þeg- ar ég held upp á afmælið þá eru svo margir í sumarfríi að þetta er yndislegur staður til að halda upp á daginn.“ Fyrst og fremst segist hún ætla að njóta sumarsins með syni sín- um en að auki stefnir vinahópurinn á að ganga Fimmvörðuháls í ágúst. „Ekkert okkar hefur gengið hann áður og það eru margir í vinahópnum sem eru ekki miklir göngumenn en einn okkar er í slökkviliðinu svo hann ætti að koma að góðum notum.“ khj@mbl.is Þórunn Ása Þórisdóttir er 30 ára í dag Fjölskylda Þórunn Ása Þórisdóttir afmælisbarn ásamt unnusta sín- um, Birki Snæ Einarssyni, og drengnum þeirra, Einari Karel. Var búin að stein- gleyma afmælinu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Hanna Álfheiður Gunnarsdóttir, Björg Þórunn Gunnarsdóttir, Gabríela Ómars- dóttir og Emilía Ómarsdóttir héldu tombólu fyrir utan Hag- kaup í Garðabæ. Þær söfnuðu 5.998 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta Kópavogur Hildur Eldey fæddist 17. október kl. 13.58. Hún vó 3.480 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagný Atladóttir og Guðjón Sigur- sveinsson. Nýir borgarar E ysteinn fæddist í Æg- isgarði á Hjalteyri, lauk stúdentsprófi frá MT 1973 og verk- fræðiprófi frá HÍ 1979. Eysteinn var deildarverkfræð- ingur hjá Íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli 1979-2000, verkfræðingur hjá bandaríska sjó- hernum á Keflavíkurflugvelli 2000- 2006 og hefur verið bæjarverkfræð- ingur Garðabæjar frá 2006. Eysteinn sat í framkvæmdastjórn Verkfræðingafélags Íslands, í stjórn lífeyrissjóðs verkfræðinga og var stjórnarformaður um skeið. Eysteinn og fjölskylda hans hafa verið dyggir stuðningsmenn Stjörn- unnar í Garðabæ um árabil. Sjálfur æfði hann og keppti með Stjörnunni í knattspyrnu frá barnæsku, í öllum aldursflokkum og með meist- araflokki í nokkur ár. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar félagsins um árabil og var formaður unglinga- Eysteinn Haraldsson, bæjarverkfræðingur Garðabæjar, 60 ára Ný gatnamót Hjá Arnarnesvegi og Reykjanesbraut. Frá vinstri: Guðmundur Ólafsson, hjá Suðurverk hf; Björn Sig- urðsson, hjá Skrauta ehf; Dofri Eysteinsson, hjá Suðurverk; Hreinn Haraldsson vegamálastjóri; Kristján L. Möller samgönguráðherra; Gunnar Birgisson, fyrrv. bæjarstjóri í Kópavogi, og Eysteinn Haraldsson. Sturlungaöld í aðsigi? Fjölskyldan Frá vinstri: Kristinn Jón; Bjarki Páll; Eysteinn; Axel Þór; Eydís Lilja og Finnborg Laufey. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 12-36 mánaða binditími Engin útborgun Ábyrgðar- og kaskótrygging Bifreiðagjöld 20.000 km á ári Sumar- og vetrardekk Þjónustuskoðanir og smáviðhald Leigð´ann Eigð´ann Nýlegir bílar Allir í toppástandi Fara í gegnum gæðaskoðun AVIS Þriggja daga reynsluakstur www.avisbilar.is S. 5914000 ... og krækja sér í bíl á frábæru verði! til þess að fara inn á avisbilar.is 11ástæður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.