Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Óvíða má sjá jafn ólíka veiðimenn, og misgamla, reyna að krækja í lax hér á landi og í Elliðaánum. Góð veiði hefur verið í borgaránum síðustu daga, rúmlega tuttugu löxum landað á dag, og nú hafa ríflega 300 veiðst og yfir 500 farið um teljarann. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur undanfarið staðið fyrir veiði ungra félagsmanna, barna og unglinga, sem renna fyrir laxa í Elliðaánum og njóta aðstoðar reynslubolta, síðast seinnipartinn í gær. Algengt er líka að veiðimenn sem komnir eru á aldur og nenna ekki lengur að brölta vega- leysur, njóti þess að renna fyrir þann silfraða einn dagpart í borginni. Blaðamaður kom við í Elliðaánum í gærmorgun og sjá mátti laxa víða, enda veiddust fiskar jafn efst sem neðst í ánum; í Sjávarfossi og í Höf- uðhyl uppi við Elliðavatnsstíflu. Í hópi veiðimanna voru systurnar Kolka og Urður Heimisdætur sem þeyttust með ánni með foreldrum sínum og uppskáru vel, því sex laxar veiddust á stöngina auk væns urriða. Tvo fiska mátti hirða, eins og kvótinn leyfir, en hinum var sleppt. Fengu systurnar tvo fiska hvor, Urður báða á Arndilly Fancy-flugu en Kolka á hits og Green Butt-flugu númer tíu. Voru þær himinlifandi með árang- urinn en tóku fram að þetta hefðu þó ekki verið maríulaxar, þær hefðu nefnilega veitt laxa víðar. „Ég veiddi einu sinni einn sextán punda í Hnausastreng í Vatnsdal, það var hrygna,“ sagði Urður. „Það var rosalega heitt“ Þegar rætt er við veiðimenn sem farið hafa í laxveiði á Vesturlandi og Norðvesturlandi síðustu vikur, segja þeir gjarnan sömu söguna: talsvert af laxi er að ganga en hann tekur illa; oft verulega illa. Einn þeirra er Sig- mar B. Árnason byggingarfulltrúi sem veitt hefur í Laxá í Leirársveit í tvígang á síðustu vikum. „Í fyrri ferðinni var ekkert rosaleg veiði, sex eða sjö laxar á fjórar stangir. Það var þó slatti af fiski þá en hann var ekki mikið að sýna sig. Viku síðar var svo dauði og djöfull,“ segir hann. Þá var tveimur löxum landað á sex stangir. „Það var rosalega heitt og laxinn var ekki í neinu tökustuði. Þegar hann tók þá var það svo grannt að flugan lak úr honum. En það var greinilega meira gengið af laxi en á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Í Miðfjarðará hefur mikil ferð ver- ið á laxinum og hann lítið stoppað við. „Maður sér þá koma í suma hyl- ina og svo eru þeir bara farnir,“ sagði einn veiðimaður sem var þar í vikunni. Vesturáin var orðin æði vatnslítil en þegar nokkrar rigning- ardembur féllu óx svolítið í henni og takan glæddist á öllum svæðum; voru þá að veiðast um eða yfir tíu laxar á vakt. Afar rólegt mun hafa verið í Víði- dalsá í síðustu viku, hvert holl að ná örfáum löxum og þá einkum í Dals- árósi. Þó var eitthvað af fiski greini- lega komið í Fitjá en það fréttist af einum tuttugupundara sem var land- að þar. Stórir fyrir austan Jón Þór Júlíusson leigutaki Grímsár sagði að vissulega hefði veiðin verið erfið undanfarið og þurft að hafa fyrir hverjum fiski en í stór- streyminu fyrir fimm dögum hefðu fyrstu stóru göngurnar skilað sér í ána. Um leið byrjaði veisla hjá veiði- mönnum sem áttu Laxfoss að morgni og settu þeir í hvern laxinn á fætur öðrum. „Þetta er fallegur smá- lax og það virðist vera mikið af hon- um að ganga,“ sagði Jón Þór. Fyrir helgi greindum við frá stór- löxum sem voru að veiðast í Breið- dalsá og fleiri hefur verið landað, og þar á meðal mögulega þeim stærsta á landinu í sumar. Breskur veiðimað- ur, Sam Porter, veiddi þá 100 cm ný- genginn hæng sem vó 11 kíló, eða 22 pund. Tók laxinn appelsínugula Kröflutúpu. Veiðin er líka komin vel af stað á Jöklusvæðinu og þar veidd- ist 98 cm hrygna á túpuna Kolskegg. Systurnar fengu sitthvora tvo Ljósmynd/Heimir Barðason Kátar Systurnar Urður og Kolka Heimisdætur með lax sem sú síðarnefnda landaði í Hólmahlein í Elliðaánum í gær- morgun. Þær eru vanar veiðikonur og lönduðu tveimur hvor. Mörg ungmenni hafa veitt í Elliðaánum undanfarið. Morgunblaðið/Einar Falur Bjartur Sjóbirtingar gleðja veiði- menn í Vatnsdal þessa dagana.  Góður gangur í Elliðaánum og ungmennin veiða vel þessa dagana  Lax sagður ganga vel í ár á Vesturlandi en tekur illa í heitum ánum  „Dauði og djöfull“ í Leirársveit  22 punda lax úr Breiðdalsá Hraunsfjörður á Snæfellsnesi hefur á undanförnum árum notið sívax- andi vinsælda meðal silungsveiðimanna, og enn frekar eftir að vatnið kom á Veiðikortið. Veiðimenn sem kastað hafa þar upp á síðkastið hafa sagt misjafnar sögur, einhverjir hafa veitt vel eða aðrir ekki fengið neitt, eins og gengur. „Ég hef ekki heyrt að menn hef verið í moki en sumir hafa fengið góða veiði,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, en hann þekkir Hraunsfjörð vel. „Ég skrapp um daginn og tíndi upp nokkrar bleikjur, rétt í matinn,“ segir hann og bætir við að á dögunum hafi félagi hans veitt þar og fengið tvær og þær voru afar vænar og veiddust á „leyni- stað“. „Í næsta stóra straumi má síðan gera ráð fyrir góðri göngu og þá ætti hún að ganga alveg inn í botn, þar sem vatnið er farið að hlýna talsvert,“ segir hann. Syðst í vatninu má oft fá góða veiði á þeim tíma. Sumir fá góða veiði HRAUNSFJÖRÐUR NÝTUR SÍVAXANDI VINSÆLDA Tveir sjö ára gamlir drengir fundu sprautu með sprautunál við Fjöl- skyldugarðinn í Laugardal í gær. Engum varð þó meint af. Dreng- irnir eru nemendur í Sumarskóla Ármanns og Þróttar og skjót við- brögð starfsmanna skólans komu í veg fyrir að illa færi en drengirnir voru að handleika sprautuna þegar starfsmaður sá hvað var í gangi. Skólastjóri sumarskólans segist aldrei hafa orðið var við sprautu- nálar á þessum slóðum áður en hann hefur starfað hjá Þrótti í nokkur ár. Hann hafi þó heyrt sögusagnir um sprautunálar í Laugardalnum. Drengirnir fundu sprautuna eftir göngutúr. Þeir tóku hana upp og handléku báðir, en þó ekki nálina, að sögn Sigurðar Hlíðars Rúnars- sonar, skólastjóra Sumarskólans. Fundu sprautu með sprautunál í Laugardal Lagerrými Lagerbakkar Brettakerfi Smávörukerfi Árekstrarvarnir Milligólf Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.