Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Sjóferð Það var gott veður víða um land í gær, m.a. á Breiðafirði þar sem þessir erlendu ferðamenn slökuðu á, lygndu aftur augunum og nutu sólargeislanna í siglingu um fjörðinn. Ómar Í leiðara Morgunblaðsins í gær segir að nú á vordögum hafi Alþingi gerst brotlegt við stjórnarskrá. Þessi fullyrðing leiðarahöfundar er röng. Leiðarahöfundurinn vísar til álitsgerðar sem Björg Thor- arensen og Stefán Már Stef- ánsson, lagaprófessorar við Há- skóla Íslands, unnu fyrir þrjú ráðuneyti. Fjallar lögfræðiálitið um það hvort upptaka í EES- samninginn á reglugerð ESB um skráningarkerfi fyrir los- unarheimildir gróðurhúsa- lofttegunda væri annmörkum háð með tilliti til ákvæða stjórnarskrárinnar. Segir í leið- aranum að með nýsamþykktum lögum um loftslagsmál hafi þessi reglugerð ESB verið inn- leidd hér á landi, sem standist að mati prófessorana ekki stjórnarskrá. Eins og fram kemur í aðsendri grein Birgis Ármannssonar á sömu leið- araopnu er þetta ekki rétt: „Efnisatriði þeirrar reglugerð- ar eru ekki hluti frumvarpsins […] en munu engu að síður hafa veruleg áhrif á viðskiptakerfið þegar og ef þau verða hluti EES-réttarins.“ Það sem býr að baki orðum Birgis Ármannsonar kom raunar fram í Morgunblaðinu 7. júlí. Lögfræðiálitið snýr að reglugerð ESB sem ekki hefur verið tekin upp í EES- samninginn og í því er lýst hugsanlegri lausn á slíkri upp- töku og innleiðingu í íslenskan landsrétt þannig að ákvæða stjórnarskrárinnar sé gætt. Álitið hefur verið afhent Al- þingi, en það má einnig nálgast á heimasíðu utanríkisráðu- neytisins. Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki hugsað sér að leggja til nokkrar þær lagabreytingar sem fara í bága við stjórnarskrá Íslands. Það er býsna vel í lagt að saka Alþingi um að samþykkja lög sem brjóti stjórnarskrá. Þegar litið er til þess að leið- arahöfundur Morgunblaðsins virðist grípa þá fullyrðingu úr lausu lofti – m.a. þar sem staðhæfingin stangast bæði á við fréttir sem Morgunblaðið hefur sjálft flutt og aðsenda grein á sömu opnu og viðkomandi leiðari – þá liggur við að þurfi að spyrja: Les leiðarahöfundur Morgunblaðsins ekki eigið blað? Eftir Svandísi Svavarsdóttur » Vart þarf að taka fram að stjórnvöld hafa ekki hugsað sér að leggja til nokkrar þær lagabreytingar sem fara í bága við stjórnarskrá Íslands. Svandís Svavarsdóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Rangfærslur um bjartan dag Ef við höfum ekki framsýni og dug munu lífskjör afkom- enda okkar versna vegna þess að íbúum landsins fjölgar. Það verður minna til skiptanna á hvert mannsbarn. Þá munu ungir Íslendingar hasla sér völl erlend- is, en þarfir atvinnu- lífsins fyrir ódýrt vinnuafl ráða að- streymi útlendinga. Um miðja þessa öld verða þeir þriðjungur landsmanna skv. nýuppfærðri spá Hagstofunnar. Þessir íbúar munu kjósa til Alþingis og þeir munu hafa allt önnur áhrif á þróun Draumalandsins en hinir rómantísku vilja sjá. Virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru af þessum ástæðum óhjákvæmi- legar. Um leið og tímabundið starfs- leyfi vegna þeirra verður gefið út, e.t.v. til 100 ára, er eðlilegt að starfrækslu rafstöðvarinnar í Elliðaárdal verði hætt og stíflan við Árbæ fjarlægð. Þá ber að leggja Skeiðsfossvirkjun niður og fjar- lægja stífluna. Hvorug þeirra hefur lengur áhrif á raforkuverð í landinu. Kemur þá úr djúpinu ein fegursta sveit landsins sem færð var á kaf á sínum tíma. Þeim jörðum ber að skila til af- komenda þeirra sem þær voru teknar af, með þakklæti fyrir lánið, að lokinni uppgræðslu á vegum ríkisins. Þá ber að ákveða hvenær Steingrímsstöð verði lokað eða gerð að varaaflsstöð án dag- legs rekstrar. Hún mundi ekki standast umhverfismat í dag. Náttúran er fengin að láni, henni ber að skila að lokinni nýtingu. Fólk verður að sjá það gerast samhliða nýjum virkjunum. Fólk verður að geta treyst því að um sjálfbæra, tímabundna nýtingu verði að ræða. Annars verður ályktað að svo verði ekki og eilíft ósætti ríkja. Jöklar munu eyða Náttúra Grænlands er einkum jökull. Hann geymir næst mesta ferskvatns- forða heims og um leið helsta forða grænnar orku. Að óbreyttu er talið að staðbundin og á valdi draumórafólks. Grænland og Ísland eru „grænorku- lönd“. Hagsmunir allra jarðarbúa munu leiða til þess að græn orka jökla verði nýtt. Síðar á þessari öld verða sverir kaplar lagðir yfir Grænlandssund. Iðju- verin verða mörg staðsett hér. Við get- um ákveðið að stýra þeirri þróun. Ef við látum okkur bara dreyma munu aðrir taka frumkvæðið. Fáeinir frum- byggjar verða þá engin fyrirstaða. Verum fyrirmynd Í tíð Svandísar Svavarsdóttur um- hverfisráðherra hefur þeirri skoðun vaxið fylgi að virkjun orku landsins sé lokið. Allt fer í verndar- eða biðflokk. Hún Svandís er svo dreymin. Flokk- unin er þó forgengileg eins og annað og verður breytt. Virkjun háhita þarf að bíða því að með gufunni berast ýmis efni sem þarf að fanga og farga. Þar er verk að vinna. Vatnsorka er hins vegar grænasta orkan. Veröldin þarf hana, hún dregur úr brennslu kola, olíu eða gass annars staðar. Ísland á að leggja heiminum lið, koma með lausnir og vera til fyrirmyndar í sjálfbærri nýt- ingu grænnar orku með afturkræfri landnotkun. Landið verður eftirsótt á þessum forsendum. Margir hafa undr- ast aðgerðaleysi stjórnvalda á sviði grænnar orku. Allir vita að atvinna er mesta velferðarmálið og að vatnsafl er hreinasta orka veraldarinnar. Um leið og við leggjum fram besta kost heims í umhverfismálum bætum við lífskjör af- komenda okkar til langframa. Með fjöl- breyttum iðnaði í tengslum við orku sköpum við áður óþekktan stöðugleika í atvinnulífinu. Íslendingar munu snúa heim frá námi og störfum erlendis og vilja búa hér. hann bráðni og hverfi að mestu á 7-800 árum. Á sama tíma mun ís Suðurskautsins bráðna. Við þetta hækkar yfirborð sjávar um tugi metra. Danmörk fer á kaf, Flórída hverfur og leigubíl- stjórar á Manhattan munu taka feneyska gondóla í notkun. Vonandi munu þeir þó ekki syngja, nógar verða hörmung- arnar. Margar stærstu borgir heimsins eru við ströndina. Verst er að öll óshólmasvæði heimsins, sem nú brauðfæða margar þjóðir, munu glatast. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og hreinlega tilvist landa á borð við Bangladesh. Heilu þjóðirnar munu fara á vergang og þeim munu landamæri ekki halda. Grænlandsjökull er „þurr jökull“ í þeim skilningi að hann nær upp í sífellt frost. Bráðnun hans er frá jöðrunum. Áhugavert er að reyna að fá jökla til að hækka og geyma meira vatn. Með því að gera hrygg í jökul þvert á ríkjandi úrkomuátt, t.d. með snjófoksgirðingum, má auka úrkomuna. Þá mundi þrýstingur að vísu vaxa og framrás skriðjökla með. Hugsanlegt er þó að seinka bráðnun á þennan hátt og vinna tíma. Þetta má prófa hér á landi. Auðveldlega má afla fjár til þessa í Danmörku, Flórída, á Manhattan og miklu víðar. Jöklar munu bjarga Þegar jöklar hopa leysist græn orka úr læðingi í áður óþekktu magni. Foss- ar Grænlands verða vatnsmiklir og fall- hæðin gríðarleg. Jökullinn geymir lang- stærsta tækifæri mannkyns til að draga úr losun koltvísýrings. Það tækifæri verður ekki látið fara forgörðum. Kín- versk og suðurkóresk fyrirtæki eru nú þegar á kreiki á Grænlandi og kapp- hlaup um landið er að hefjast. Fáeinir frumbyggjar eru engin fyrirstaða. Á Vestur-Grænlandi er víða undirlendi. Þar má nýta orkuna á staðnum og byggja upp samfélög. Við austurströnd- ina er nánast ekkert undirlendi. Unnt er að sprengja orku- og iðjuverum stæði inn í klettana, en samfélög manna verða varla byggð þannig. Nátt- úruvernd verður hnattræn, en ekki Eftir Ragnar Önundarson » Fólk verður að geta treyst því að um sjálf- bæra, tímabundna nýtingu verði að ræða. Annars verð- ur ályktað að svo verði ekki og eilíft ósætti ríkja Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur. Lífskjör afkomenda okkar ráðast af ákvörðunum sem við tökum núna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.