Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012
Félagsstarf eldri borgara
! "#
$ %
% &'( )%"
'! ! * %
+
'' ,-%% % ' ! )
%
" '.
+ % +
%
' "# ' !
/# )%0 '&
1 % ((. &&. 222%
3
.( 4
'!'(
5
''
!
" % -%%
'.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
GARÐGEYMSLUR mikið úrval
Vandaðar geymslur úr sænskum
gæðavið.
Stærðir 4.6 - 15 m². Þessi 7.6 m²
geymsla er til á lager, gott verð.
Jabohús, Ármúla 36, Rvk.,
sími 5814070, www.jabohus.is
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Dömustígvél úr leðri,
nokkrar gerðir, stök númer.
TILBOÐSVERÐ: 4.900 kr.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Tveir glæsilegir
Teg 8015 - létt fylltur í BC skálum á
kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Teg 11001 - frábært snið, fæst í
C,D,E,F skálum á kr. 5.500,- buxur
við kr. 1.995,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-föst. 10-18,
Lokað laugardaga í sumar.
Þú mætir - við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
- vertu vinur
Bílar
Mercedes Benz 230 SLK
árg 1997. Ekinn aðeins 73 þús km.
Uppl í s. 8201070 og 5444333
Til sölu Mercedes Benz ML 320
Góður bíl, sjálfskiptur, topplúga,
leðursæti. Árg. 2000 - ekinn 175 þús.
km. Verð 1.200 þús. kr.
Upplýsingar í síma 898 6042.
Jeep Grand Cherokee Limited
Diesel, 2006, ekinn 48 þús km. á vél.
Eyðsla um 10 l/100 km. Með öllum
fáanlegum búnaði.
Verð: 4.790 þús.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar, verðlaunagripir,
Smiðjuvegi 6, rauðri götu, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími 551 6488.
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
og auk annarra, starfa hjá
félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum upp á einka-
tíma. Upplýsingar um félagið,
starfsemi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Félagsstarf
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Kenni á BMW 116i
Snorri Bjarnason,
sími 892 1451.
Bilaskoli.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur, laga
ryðbletti, hreinsa garða og
tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Sími 847 8704,
manninn@hotmail.com
Óska eftir
✝ IngigerðurÞóranna Mel-
steð Borg fæddist í
Reykjavík, 27. nóv-
ember 1933. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 22. júní
2012.
Inga var dóttir
hjónanna Páls Mel-
steð, stórkaup-
manns, f. 28.10.
1894, d. 4.1. 1961, og Elínar
Jónsdóttur, húsmóður, f. 14.3.
1898, d. 14.9. 1976. Bróðir Ingu
var Bogi Th. Melsteð, geðlæknir
og yfirlæknir í Svíþjóð, f. 10.6.
1930, d. 26.4. 2008, eftirlifandi
eiginkona hans er Ingibjörg
Þorláksdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 9.10. 1934.
23. júní 1956 giftist Inga
Ragnari Borg, forstjóra G.
Helgason & Melsteð, f. 4.4. 1931,
d. 15.6.2011. Foreldrar hans
voru Óskar Jóhann Borg, lög-
maður, f. 10.12. 1896 í Reykja-
Hrund Benediktsdóttir, nemi, f.
5.6. 1987. 3) Óskar Borg, hag-
fræðingur og MBA, f. 31.8. 1963,
m. Berglind Hilmarsdóttir,
kennari, f. 10.3. 1964, börn
hennar eru Aron Sigurvinsson,
nemi, f. 2.7. 1998 og Hilmar
Loftsson, margmiðlunarfræð-
ingur, f. 14.5. 1986. Fyrri kona
Óskars er Ingibjörg Ólafsdóttir,
kynningafulltrúi, f. 25.5. 1962,
dóttir þeirra er Inga Borg,
nemi, f. 14.6. 1996. 4) Páll Borg,
viðskiptafræðingur f. 30.3. 1971,
m. Ingunn Ingimarsdóttir, kerf-
isfræðingur, f. 14.12. 1975.
Inga stundaði nám við
Kvennaskólann í Reykjavík
1947-1951 og í Holte Husholdn-
ingskole í Danmörku 1952. Hún
lauk námi við Hjúkrunarskóla
Íslands í apríl 1956. Lengst af
var Inga húsmóðir og starfaði
einnig í hlutavinnu sem hjúkr-
unarfræðingur, m.a. á sótt-
hreinsunardeild Borgarspít-
alans, skurðstofu göngudeildar
Landspítalans og á dagspít-
alanum í Hátúni. Inga tók þátt í
félagsstarfi kvenfélags Dóm-
kirkjunnar og Hringsins um
árabil.
Útför Ingu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 10. júlí 2012,
kl. 15.
vík, d. 6.4. 1978, og
Elísabet Flygenr-
ing, tungumála-
kennari, f. 15. 11.
1901 í Hafnarfirði,
d. 13.6. 1983. Börn
Ingu og Ragnars
eru 1) Anna El-
ísabet Borg, leik-
kona og kennari í
Svíþjóð, f. 26.6.
1957, m. Rein Nor-
berg, rithöfundur
og listmálari, f. 20.3. 1943. 2) El-
ín Borg, hjúkrunarfræðingur og
húsmóðir í Reykjavík, f. 22.5.
1959, m. Benedikt Hjartarson,
bakarameistari, f. 9.7. 1957,
börn þeirra eru a) Eva Dögg
Benediktsdóttir, sagnfræð-
ingur, f. 8.6. 1980, m. Stefán
Þórhallur Björnsson, endur-
skoðandi, f. 12.9. 1979, dætur
þeirra eru Hildur Emma Stef-
ánsdóttir, f. 20.5. 2007 og Elín
Ósk Stefánsdóttir, f. 22.1. 2010,
b) Rakel Björk Benediktsdóttir,
nemi, f. 29.10. 1982, c) Thelma
Það var mikil tilhlökkun hjá
okkur þegar við Páll, yngsti
sonur Ingu og Ragnars, komum
í heimsókn til að tilkynna trú-
lofun okkar eftir fimm ára sam-
band. Við komum inn í hlýlega
stofuna þar sem Inga og Ragn-
ar sátu og færðum þeim frétt-
irnar, brosandi út að eyrum.
Við þær rauk Inga upp, þessi
rólynda og dagfarsprúða kona,
fram hjá okkur út úr stofunni
og hvarf án nokkurra skýringa.
Eftir stóðum við ringluð í það
sem virtist óralangur tími.
Hvað gat verið, komum við
henni í uppnám, var hún ekki
samþykk ráðahagnum, ætlaði
konan ekkert að koma inn aft-
ur? Brosið fór að síga og við
urðum vandræðalegri með
hverju andartaki. Að endingu
kom hún aftur, enn í mikilli
geðshræringu, og afhenti Páli
öskju sem hún sagði ljómandi
að hann ætti að gefa mér. Í ljós
kom hringur sem Inga hafði
geymt handa okkur – í líklega
of langan tíma að hennar mati,
sem skýrði þetta undarlega
uppþot. Slíkar móttökur
tengdafjölskyldu eru ómetan-
legar og hefur það verið gæfa
bæði í lífi mínu og hjónabandi
að eiga slíka tengdaforeldra
sem tóku mér frá fyrsta degi
með opnum faðmi.
Inga var heimakær og bjó
fjölskyldu sinni fallegt heimili
sem var ávallt opið gestum í
fjögurra íbúða húsinu á Freyju-
götu. Öll börnin hafa búið þar á
mismunandi tímum ásamt fjór-
um barnabörnum sem sóttu
mikið til ömmu og afa. Heimili
Ingu og Ragnars var griðastað-
ur okkar allra, eftir skóla, eftir
vinnu, eftir próf- og vinnutarnir
og í algerri ró og vel kyntri
stofunni fuðruðu allar heimsins
áhyggjur upp. Fjölskyldan var
henni allt og greiddi hún götu
barna sinna í hvívetna og skap-
aði ró og gleði í kringum sig.
Heimilið var ávallt snyrtilegt
þrátt fyrir að litlu væri hent í
gegnum árin og var það hin
mesta skemmtun að sjá Ingu
sveigja sig og beygja inn í
skápa, skúffur og hirslur og
draga upp einmitt það sem
mann vanhagaði um, hvort sem
það voru sárasmyrsl, grímu-
búningar eða furðuleg verk-
færi.
Með svuntuna og blístrandi í
eldhúsinu við lög úr útvarpinu,
Ninu Hagen eða eitthvað örlítið
klassískara, töfraði Inga fram
dýrindis máltíðir. Hún var
listakokkur, menntuð úr dönsk-
um húsmæðraskóla, og án
nokkurrar fyrirhafnar og með
hvaða hráefni sem var, bar hún
fram hvern réttinn á fætur öðr-
um. Ég afþakkaði þó kjötrétt-
ina en hún spurði þá hvort ég
vildi örugglega ekki örlítið, það
væri jú bara skinka í réttinum?
Kenjum mínum var þó tekið af
rósemi og svo hrósuðu þau
Ragnar tengdadótturinni sem
væri svona billeg í drift.
Inga var yndisleg kona, blíð
og góð, með brosandi blik í
augum og hafði ávallt tíma til
að hlusta á börnin sín og fjöl-
skyldu. Hún var bóngóð og
sóttist ég óspart eftir visku
hennar og ráðleggingum um
hvaðeina – betri tengdamóður
eignast maður ekki.
Að endingu vil ég þakka El-
ínu mágkonu minni fyrir
umönnun Ingu síðustu árin,
hjálpsemi hennar eru engin
takmörk sett.
Ingunn Ingimarsdóttir,
tengdadóttir.
Þegar fréttir berast um lát
náinna skyldmenna eru við-
brögðin oftast á þann veg að
minningarnar fara á flug.
Þannig var það, þegar fréttin af
andláti Ingu frænku eins og
hún var ætíð kölluð í minni fjöl-
skyldu barst mér. Minningarn-
ar koma fram í huga mér og
leiða mig að Freyjugötunni, þar
var ein af miðstöðvum ættar-
innar og þar voru oft haldnir
fjölskyldufundir. Húsbóndinn
var einn af umsvifamestu heild-
sölum landsins og þar var
glæsibragur ríkjandi á heim-
ilinu, málverk á veggjum og
tónlistin var í heiðri höfð, Bogi
bróðir Ingu lék „svörtu augun“
með miklum tilþrifum, með eig-
in útsetningu, seinna kom ég að
Ingu þar sem hún lék með álík-
um tilþrifum meistara Chopin,
en þegar betur var að gáð kom
í ljós að píanóið var sjálfspil-
andi, sennilega það eina á land-
inu. Var Ingu skemmt þegar
hún sá undrunarsvipinn á mér.
Jólaboðin voru stórkostleg,
íbúðin skreytt með litfögru
pappírsskrauti og tréð var lýst
með rafljósum sem var ekki al-
gengt á stríðsárunum, allt þetta
var framandi í augum barns
sem byrjaði sína ævi á tímum
hafta og stríðsátaka.
Inga var hrókur alls fagn-
aðar og man ég hana varla á
annan veg en með bros á vör,
Ingigerður amma hennar tók
mig að sér þegar á þurfti að
halda og naut ég þess, þar sem
snáðinn hafði aldrei upplifað
nálægð ömmu, sameiginleg
amma okkar Ingu var látin fyr-
ir nokkru.
Þegar árin liðu var sam-
bandið einskorðað við stórvið-
burði, Inga stofnar sitt heimili
og Ragnar kemur inná sviðið.
Ragnar var fljótur að aðlagast
fjölskyldunni, hann átti sér-
staklega gott með að laða börn-
in að sér, var hrókur alls fagn-
aðar, ræðinn, fræðandi og
skemmtilegur. Við Inga vorum
í reglubundnum samskiptum
um árabil varðandi hagsmuna-
mál fjölskyldunnar. Og sýndi
hún mér mikið traust sem ég
þakka hér fyrir.
Það var eðlilegt að Inga færi
í hjúkrunarnám, eiginleikar
hennar voru á því sviði, hlý,
gefandi, og glaðlynd, hún náði
vel til eiginkonu minnar þar
sem þær voru kollegar og gátu
þær rætt margt saman. Á ung-
lingsárunum var hún uppörv-
andi, dró mig útá gólf ef dans
var í boði og neyddi feiminn
táning til þátttöku og að vera
með, ekki vera í neinni fýlu
sem var algengt ástand á erf-
iðustu árum ævinnar.
Með þessum línum er kyn-
slóð númer tvö á Freyjugötu
kvödd, Bogi bróðir hennar
kvaddi vorið 2008, var hann
jarðsettur í Svíþjóð. Bogi var
öðlingur og er hans minnst með
hlýju, sérstaklega þegar hann
bauð unglingi á Bergþórugötu í
langan flugtúr um Suðurlandið.
Komið er að leiðarlokum og við
hjónin sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til barna
og fjölskyldna þeirra.
Blessuð sé minning Ingileif-
ar Þórönnu Melsteð Borg.
Sveinbjörn Matthíasson.
Ingigerður Þór-
anna Melsteð Borg