Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Á rið 2005 setti Ásgeir Jónsson sér það mark- mið að klífa hæsta fjall hverrar heimsálfu. Hann hefur nú klifið fimm fjöll af sjö. Hið fyrsta var Elbrus hæsta fjall Evrópu árið 2006, Kilimanjaro hæsta fjall Afríku og Carstensz pýra- mídana í Eyjaálfu árið 2007 og tvö fjöll nú í ár eftir að hafa glímt við meiðsli og þurft frá að hverfa í fjögur ár. Beðið eftir næsta fjalli „Ég hef aldrei verið á því að gef- ast upp og fór aftur af stað nú í janúar. Þá fór ég til Argentínu og kleif þar, Aconcagua, hæsta fjall S-Ameríku og í maí hélt ég til Alaska og kleif þar Denali, hæsta fjall N-Ameríku. Nú á ég eftir suðurskautið og Everest sem ég vonast til að klífa árið 2014. Ég myndi fara núna ef ég ætti pening en það þarf að gefa sér tíma til að safna styrkjum enda er grunnkostnaður við þessi tvö fjöll um tíu milljónir. Um leið og maður er búinn með eitt fjall getur maður ekki beðið eftir því næsta en stundum þegar maður er í leiðangr- inum spyr maður sjálfan sig hvern fjandann maður er að gera. En ham- ingjan og þjáningin er svo samtvinnuð að eftir því sem þjáningin verður meiri verður hamingjan meiri. Þetta tvinnar vel saman það sem maður gengur í gegnum í slíkum ferðum,“ segir Ás- geir. Kaldasta fjall jarðar Denali, einnig þekkt sem Mount McKinley, er 6.196 metra hátt og er oft talað um það sem kaldasta fjall jarðar. Enda er það á 63. breidd- argráðu norður og ekki óalgengt að þar mælist 60-70 gráðu frost. Ásgeir hélt einn í ferðina héðan frá Íslandi en í hópnum hans voru níu manns auk þaulreyndra leiðsögumanna. Ferðin hófst þann 12. maí en þá var flogið inn á Kahiltna jökulinn í 2.200 metra hæð. Frá grunnbúðunum var síðan gengið á milli fyrirfram ákveðinna Ástríðan gefur manni tilgang Ásgeir Jónsson ætlar að klífa hæsta fjall hverrar heimsálfu. Hann hefur nú klifið fimm fjöll af sjö. Síðast kleif hann hæsta fjall N-Ameríku, Denali. Fjallið er 6.196 metra hátt og oft talað um það sem kaldasta fjall jarðar en Ásgeir segist yfirleitt kunna best við sig í kulda og hátt uppi í fjöllum. Hann einsetur sér að hafa jákvætt hugarfar á fjöllum og segir það skipta miklu máli. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á fullu Á sumrin hleypur Ásgeir og hjólar auk þess að stunda sjósund. Á vefsíðunni ferlir.is má lesa fróðleik ýmiskonar um Reykjanes og nálgast upplýsingar um gönguferðir sem farnar eru um svæðið. Ferlir stóð upphaflega fyrir „Ferðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík“ en öllum er frjálst að vera með í félagsskapnum og hafa áhuga- samir göngugarpar nú farið í rúmlega 1500 gönguferðir um Reykjanesskag- ann. Hópurinn vildi víkka sjóndeild- arhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi og hefur nú kynnt sér og rannsakað gaumgæfi- lega margvíslegar heimildir, bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar er tengjast svæðinu. Á síðunni má lesa sér til um fjölda skemmtilegra gönguferða á skaganum og glugga í þann fróðleik sem hópurinn hefur sankað að sér í gegnum árin. Vefsíðan www.ferlir.is Morgunblaðið/Ernir Fuglaskoðun Á Reykjanesinu er mikið fuglalíf og margar gönguleiðir. Fróðleikur og gönguferðir Ármannshlaupið er 10 km götuhlaup sem ræst verður hinn 11. júlí kl. 20. Hlaupið hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir flata braut þar sem margir hafa náð sínum besta tíma og verður engin undantekning þar á í ár. En munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrar. Ræsing og endamark er nú við Vöruhótel Eimskips við Sundahöfn. en allar nánari upplýsingar og kort af leiðinni má sjá á vefsíðunni hlaup.is. Þar fer forskráning einnig fram og er þátttökugjald 1.500 krónur í forskráningu. Endilega … … hlaupið Ár- mannshlaupið Morgunblaðið/Golli Hlaup Hressandi útivera í góðu veðri. Tamningamenn og glæsilegir reið- skjótar þeirra sjást hér sýna listir sínar í alþjóðlegri keppni í hesta- mennsku sem haldin var í Aachen í Vestur-Þýskalandi á dögunum. Er um síðasta slíkt stórmót að ræða fyrir Ólympíuleikana í Lond- on sem hefjast þann 27. júlí næst- komandi. Fyrsta slík keppni var haldin í borginni árið 1924 og hef- ur farið fram nærri óslitið síðan ef frá eru talin árin 1940-1946 þegar seinni heimsstyrjöldin geis- aði. Alþjóðleg keppni Knapar víðs vegar að keppa í hestamennsku í Aachen AFPKlapp Ánægður knapi þakkar reiðskjóta sínum fyrir hringinn. Stóð Suður-amerískir gæðingar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.