Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 6
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Álitsgerð lagaprófessoranna Stefáns Más Stefánssonar og Bjargar Thorarensen um hvort ný reglugerð um losunarkerfi ESB stæðist stjórnarskrá var ekki send þingmönn- um daginn sem hún var afhent, 12. júní, sök- um þeirrar óvissu sem var um túlkun hennar. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðu- neytisins en loftslagslög sem ryðja los- unarkerfinu braut voru samþykkt 19. júní. „Umrætt lögfræðiálit þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Bjargar Thorarensensnýr snýr að mögulegri upptöku reglugerðar ESB nr. 1193/2011 um sameiginlegt skráning- arkerfi fyrir losunarheimildir í EES- samninginn. Í lögfræðiálitinu er lýst leiðum til að bregðast við stjórnskipulegum annmörkum á innleiðingu reglugerðarinnar, ef til kæmi,“ segir í yfirlýsingunni og er svo vikið nánar að viðkomandi kerfum og afgreiðslu málsins. Ekki sami hluturinn „Lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 er ekki ætlað að innleiða reglugerðina, heldur tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins um viðskiptakerfi með loftslagsheimildir. Skráningarkerfið og viðskiptakerfið eru ekki það sama, heldur er skráningarkerfið ein- ungis afmarkaður hluti viðskiptakerfisins. Umhverfisráðuneytið og utanríkisráðuneytið töldu því ekki, og telja ekki, að þau stjórn- skipunarlegu álitaefni sem til staðar eru varð- andi reglugerð 1193/2011 hefðu þýðingu varð- andi afgreiðslu Alþingis á umræddu lagafrumvarpi. Niðurstöður lagaálits Stefáns Más og Bjargar gáfu ekki tilefni til að ætla að sér- staklega lægi á að upplýsa Alþingi um álitið, enda staðfesti álitið það mat ráðuneytanna tveggja að upptaka reglugerðarinnar í EES- samninginn væri vel möguleg, en jafnframt að hún kallaði á aðlögun gerðarinnar að tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Málinu verður fram haldið á vettvangi EES á þessum for- sendum og í fullu samræmi við lagaálitið; lagaálitið var nauðsynlegur áfangi í samn- ingaviðræðum á vettvangi EES þannig að ljóst væri hvaða svigrúm okkar samn- ingamenn hefðu varðandi þessa tilteknu gerð. Jafnframt er rétt að upplýsa að ráðuneytin töldu nauðsynlegt að fá nánari skýringar frá Stefáni Má og Björgu varðandi tillögur þeirra um aðlögun reglugerðarinnar að tveggja stoða kerfi EES-samningsins áður en minn- isblaðið yrði sent Alþingi, til að tryggt væri að skilningur ráðuneytanna á tillögum þeirra væri réttur. Fulltrúar ráðuneytanna tveggja, ásamt fulltrúa forsætisráðuneytisins, áttu því fund með Stefáni Má og Björgu þar sem þessi atriði voru skýrð, og minnisblaðið sent Al- þingi í kjölfarið. Þessi óvissa um túlkunina á álitinu og fundurinn með Stefáni Má og Björgu í kjölfarið, leiddu til þess að álitið var ekki sent strax til Alþingis, enda var sem áð- ur segir ekki talin sérstök ástæða til kynn- ingar málsins fyrir Alþingi á þessum tíma.“ Óvissa skýrði töf á afhendingu álitsins  Umhverfisráðuneytið sendir frá sér yfirlýsingu vegna álitsgerðar um losunarkerfi ESB 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar iðnaðarráðuneytisins hafa að undanförnu unnið að þarfa- greiningu fyrir tölvukerfi sem yrði notað fyrir styrkjakerfi Evrópu- sambandsins, komi til aðildar. Kerfið heitir á ensku Manage- ment Information System, MIS, og er jafnframt einskonar gæðakerfi sem Evrópusambandið notast við vegna styrkjakerfisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þarf að taka upp ákveðna verkferla í íslenska stjórnkerfinu til að sýna fram á að Ísland geti mætt öllum skilyrðum sambandsins um undirbúning, áætlanir og fram- kvæmd á styrkjum ESB til landbún- aðar, byggðamála og fiskveiða. Skýrt þykir að ef ekki liggur fyrir samþykkt áætlun um notkun þess- ara fjármuna hér á landi muni Ís- land ekki fá þá styrki sem landið fengi, komi til aðildar. Lagað að íslensku stjórnkerfi Styrkjakerfið er mikið að vöxtum og gerir Evrópusambandið kröfu um að aðildarríkin notist við tölvu- kerfi á borð við það sem starfsmenn iðnaðarráðuneytisins vinna nú frumkönnun á svo leggja megi mat á hvernig það rímar við íslenskar aðstæður. Er þá horft til þess að ís- lenska stjórnkerfið er mun minna í sniðum en gengur og gerist hjá að- ildarríkjum Evrópusambandsins og kann kostnaður við uppsetningu og notkun kerfisins því að verða minni hér en víða annars staðar. Engu að síður er talið að kostn- aðurinn verði umtalsverður og margfaldur á við það sem hann er í dag, enda er kerfið ekki einfalt í sniðum. Þá hafa sérfræðingar í huga að uppsetning kerfisins hefur vafist fyrir sérfræðingum fjölmenn- ari umsóknarríkja og er sá vari því hafður á að verkið geti tekið sinn tíma og er undirbúningurinn talinn kosta nokkur mannár í vinnu. Á vef samninganefndar Íslands við ESB er vikið að tölvukerfinu. „Tekið verður til athugunar hvort hanna skuli nýtt upplýs- ingastjórnunarkerfi á vegum stjórnunaryfirvalds og einnig skal lagt mat á hagkvæmni þess að reka eitt upplýsingastjórnunarkerfi fyr- ir alla sjóði ESB. Þarfagreining verður framkvæmd varðandi eftir- lit og matsgerðir og kerfi og verk- lag áður en kaflanum verður lokað. Þessi vinna mun fela í sér heildar- þarfagreiningu á upplýsinga- stjórnunarkerfunum og að þarfir verði kortlagðar. Á þessum grund- velli verður þjálfunaráætlun gerð í samvinnu við framkvæmda- stjórnina og valin aðildarríki.“ Leggja drög að tölvukerfi fyrir styrkjakerfi ESB  Forvinna í iðnaðarráðuneytinu  Kallar á nokkur mannár í vinnu Reuters Fánaborg Við höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel. Fram kemur á vefnum vidraedur.is að undirbúningur upplýsinga- stjórnunarkerfisins sem hér er gert að umtalsefni sé hafinn. „Þarfagreining verður framkvæmd vegna upplýsingastjórnunar- kerfisins og mun bráðabirgða- hönnun fylgja í kjölfarið sem hefur að markmiði skjóta uppsetningu kerfisins. Áætlun og þarfagreining fyrir uppsetningu upplýsinga- stjórnunarkerfisins verður tilbúin áður en samningaviðræðunum lýk- ur. Vinna þessi mun byggjast á reynslu aðildarríkjanna … Meðal annars hefur verið farið í heim- sóknir til aðildarríkja í því skyni að læra af reynslu þeirra. Uppsetning á nauðsynlegu upplýsingastjórn- unarkerfi mun eiga sér stað í öðr- um áfanga,“ segir á vef samninga- nefndarinnar. Tryggi skjóta uppsetningu HEIMSÓKNIR TIL AÐILDARRÍKJA Skúli Hansen skulih@mbl.is Fullyrðingar þingmanna um að þrýstingur frá stóriðjufyrirtækjum hafi leitt til þess að frumvarp um loftslagsmál hafi verið afgreitt í flýti eru alrangar. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, en að hans sögn kom þrýst- ingurinn allur frá umhverfisráðu- neytinu. „Það er raunverulega komið frá umhverfisráðuneytinu að það þyrfti að ljúka þessari lagasetningu núna á vorþingi til þess að við værum þá yfirhöfuð inni í einhverjum úthlut- unum fyrir næsta ár,“ segir Þor- steinn og bætir við: „Sé það rétt þá var náttúrlega mikilvægt að klára þetta núna en við höfum svo sem ekkert í hendi um það annað en yf- irlýsingar ráðuneytisins í þá veru. Við settum í sjálfu sér spurningar- merki við vinnubrögðin og lögðum til við nefndina að menn reyndu þá að innleiða algjört lágmark, það er það sem nauðsynlegt væri og annað ekki, þannig að það gæfist þá betri tími til þess að vinna málið betur.“ Algjörlega innistæðulaust Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær þá skil- aði Samál inn umsögn við loftslagsfrumvarpið, ásamt m.a. SA og SI, þar sem gagnrýnd voru vinnu- brögð umhverfisráðu- neytisins við gerð frum- varpsins sem og samráðsleysi ráðuneytisins við hagsmunaaðila. „Þannig að það er algjörlega inni- stæðulaust að það hafi verið einhver sérstakur þrýstingur frá stórnot- endum í þessa veru,“ segir Þor- steinn. Samráð mætti vera miklu betra Aðspurður út í samráð ráðuneytis- ins við hagsmunaaðila segir Þor- steinn að það mætti vera miklu betra. „Málin hafa verið að koma seint fram, til dæmis í þessum lofts- lagsmálum. Sama var uppi á ten- ingnum fyrir ári síðan, á vorþingi, þegar það þurfti að innleiða með hraði frumvörp til þess að hægt væri að gera fyrirtækjum kleift að sækja um svokölluð losunarleyfi,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það átti sér mjög skamman aðdraganda með litlu samráði. Þetta eru mál af slíku um- fangi að það væri æskilegt að þau kæmu miklu fyrr fram, að það væri betri tími til þess að vinna þau og að það væri nánara samráð haft við alla hagsmunaaðila.“ Hann segir allan þrýsting um að flýta þessu máli hafa komið frá um- hverfisráðuneytinu. „Það er í raun og veru ráðuneytið sem tilkynnir að það sé nauðsynlegt að keyra þetta mál núna í gegn og er að þrýsta á þingið að ljúka því. Við vorum fyrir okkar parta ekki í neinni aðstöðu til þess að leggja dóm á hvort það þyldi ein- hverja bið eða ekki,“ segir Þorsteinn. Morgunblaðið/Júlíus Loftslagsmál Að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka álframleiðenda, kom þrýstingur um að flýta loftslagsfrumvarpinu frá umhverfisráðuneytinu en ekki frá fyrirtækjum. Settu spurningar- merki við vinnubrögð  Ummæli um þrýsting frá stórnotendum innistæðulaus „Eina aðkoma okkar að þessu gagnvart þinginu var einfaldlega þessi um- sögn sem að við stóðum að ásamt Samtökum atvinnulífsins og fleirum. Svo mættum við á einn fund hjá umhverfisnefnd, snemma í maí, þar sem við fylgdum eftir umsögninni okkar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda (Samál), og bætir við: „Þannig að það er af og frá að það hafi verið einhver sérstakur þrýstingur frá stóriðnaði.“ Aðspurður hvort Samál hafi fengið einhverjar nánari upplýsingar um það af hverju drífa þurfti málið í gegn, segir Þorsteinn: „Þær upplýsingar sem við fengum voru munnlegar og í þá veru að ef þetta yrði ekki leitt í lög hér fyrir um það bil mitt þetta ár þá myndu umsóknir um losunarheimildir héðan ekki fá neina afgreiðslu úti.“ skulih@mbl.is Fengu munnlegar upplýsingar ENGINN ÞRÝSTINGUR FRÁ STÓRIÐNAÐI Þorsteinn Víglundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.