Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.2012, Blaðsíða 31
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Sögurnar fjalla allar um samskipti aðallega á milli para. Þetta við- fangsefni hefur loðað við mig alla tíð, kannski má lesa þroskasögu mína í gegnum það,“ segir Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur um ný- útkomið verk sitt, sagnasveiginn Ást í meinum sem Uppheimar gefa út. Sögurnar eru ólíkar að forminu til, sögumaðurinn er ýmist í fyrstu persónu eða þriðju persónu, ungur eða aldinn. Verkið skipar sér meðal bókmennta sem endurspegla reynsluheim kvenna eins og hann er gjarnan skilgreindur. Hvað gerist eftir brúðkaupið? „Verkið hefst þar sem róm- antískum sögum lýkur, við brúð- kaupið. Fyrsta sagan heitir Brúð- kaupið. Þær eru um hnapphelduna, gerast í einkarými sem við fáum ekkert alltof mikið að kíkja inn í og karlkynshöfundar eru ekkert endi- lega mjög uppteknir af. Sumir álíta að það sé frátekið fyrir kvenhöf- unda, samanber titil bókarinnar, hann gæti verið eftir Guðrúnu frá Lundi. Hann er rækilega spyrtur við þessa kvenkynsveröld. Ég vildi reyna að endurvinna þetta orða- samband og fá fólk til að skoða þetta í öðru samhengi, t.d. orðin ást og mein,“ segir Rúnar Helgi sem setur spurningar við viðteknar venjur og hlutverk í samfélaginu. „Sumar sögurnar er líka um það þegar við hættum að sjá fegurðina í maka okkar, jafnvel þótt aðrir sjái hana. Aðrar eru einnig um það þeg- ar fólk vex hvert frá öðru, stundum eru það áhugamálin, stundum ytri aðstæður,“ segir Rúnar aðspurður um efnivið sagnanna. Einmanaleik- ann eiga sögurnar sameiginlegan og sögupersónurnar upplifa hann þrátt fyrir að hafa bundið trúss sitt við aðra manneskju. Kyngervi karlmannsins Kyngervið er Rúnari hugleikið, hvernig það birtist, hvernig við nálgumst það og hvernig mismun- andi menningarsamfélög taka á því. Hann telur að það sé að miklu leyti tillært: „Okkur er kennt að haga okkur á ákveðinn hátt sem karlar og konur eins ég kem inn á í sögunni Villimennska. Ég er gagnkynhneigður en líður þó ekki alltaf vel í því hlutverki sem mér er ætlað sem íslenskum karlmanni og bind vonir við að jafnréttisbaráttan losi þá karla sem það vilja úr prísund hefð- arinnar karlmennsku. Mér finnst krafan um að vera hefðbundinn verða háværari eftir því sem ég eldist. Manni er þröngvað æ meira inn í fyrirfram skrifaða ímynd. En kannski er ég bara lengi að læra hlutverkið, sumir af mínum gömlu félögum eru búnir að læra það fyr- ir löngu og það miklu betur en ég,“ segir Rúnar. Hvað er það sem ýtir þér inn í þetta hefðbundna hlutverk? „Aðrir karlar sem lært hafa rull- una en líka konur í og með og stundum ómeðvitað. Þótt þær séu að berjast fyrir auknu rými handa konum almennt þá finnst mér stundum gleymast að vinna með þeirra eigin væntingar gagnvart karlmanninum. Ég held að í því þurfi að vinna samhliða. Til dæmis var ég heimavinnandi rithöfundur í 15-20 ár og ég fann að mér var ekki hleypt inn í rými sem var skilgreint sem rými kvenna. Ég fann mjög oft fyrir því þegar ég fór í leikskólann að ég fékk oft ekki miklar upplýs- ingar en horfði á mæðurnar í hrókasamræðum við leikskólakenn- arana. Skólar stíla bréf sín iðulega á mæðurnar eingöngu. Ég ímynd- aði mér að þarna væri munur, að þær ættu auðveldara með að tala saman á sínu tungumáli og yrðu hálf feimnar þegar ég kom. Mér fannst ég oft finna eitthvað svona sambærilegt, að mér væri ætlað hlutverk sem ég var ekki sáttur við.“ Lifir í heimi kvenna „Ég lifi og hrærist í heimi þar sem konur eru í meirihluta. Ég starfa sem háskólakennari og þar eru konur tveir þriðju í nem- endahópnum. Ég ímynda mér að ég verði fyrir áhrifum af öllum þeim ágætu konum sem eru í kringum mig í menningarlífinu og finnst það spennandi. Stundum er ég að grín- ast með það að ég hefði frekar vilj- að vera kvenkynshöfundur; ekki síst í ljósi áhuga míns á að skrifa um náin samskipti.“ Rúnar Helgi kveður kvenkyns kollega sína oftar telja betra að vera karlkynshöf- undur. „Margir karlmenn eru mjög næmir og alveg jafn miklar tilfinn- ingaverur og konur og hafa gaman af að pæla í tilfinningalegum efnum en fá ekki alltaf leyfi til þess. Þarna mætti opna landamærin betur.“ Raunaleg staða smásögunnar Rúnar Helgi telur stöðu smásög- unnar hér á landi raunalega, ekki sé nægilega mikil gróska í útgáfu þeirra. Honum telst til að á síðustu árum hafi sjaldnast komið út fleiri en fimm ný íslensk smásagnasöfn á ári. Þau séu mun færri en ljóða- söfn. Hann staldrar við þá hug- mynd, sem sé á sveimi í brans- anum, að smásögur séu „óseljanlegar“: „Við verðum að losna við þá fordóma ef við ætlum að halda lífi í þessari bókmennta- grein og þar með fjölbreytni í sagnagerð.“ Þess ber þó að geta að þónokkrir íslenskir höf-undar hafa náð í gegn með því að leggja rækt við smásagnagerð og má þar nefna Svövu Jakobsdóttur og Gyrði Elías- son. „Þegar best lætur rígheldur smá- sagan lesandanum og upplifunin verður einskonar blossi. Smásagan er þannig að maður getur lesið hana í einni lotu og hinn ytri heim- ur flækist því ekkert fyrir manni á meðan – kynngimögnuð upplifun þegar vel tekst til.“ Smásagan líkt og dægurlag  Rými kvenna Rúnari hugleikið  Kyngervi og karlmennska  Smásagna- sveigurinn Ást í meinum veltir m.a. upp spurningum um samskipti para Morgunblaðið/Sigurgeir S. Samskipti „Þetta viðfangsefni hefur loðað við mig alla tíð, kannski má lesa þroskasögu mína í gegnum þetta,“ segir Rúnar Helgi um Ást í meinum. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 Eins og eldur nefnist fjögurra þátta útvarpsþáttaröð sem hefur göngu sína á Rás 1 í dag kl. 13. Þættirnir eru lokaverkefni Bjargar Magn- úsdóttur í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Ís- lands en hún er auk þess stjórn- málafræðingur. Í þáttum sínum fjallar Björg um netið, börn og ung- linga og þá frá ýmsum hliðum. Í fyrsta þætti mun hún m.a. taka fyrir hversu auðvelt er að falsa fæð- ingarár á Facebook en þann vef mega þeir ekki nota sem eru undir 13 ára aldri. Þó láta mörg börn það ekki aftra sér frá því að stofna síðu. Í þættinum lýsa börn og unglingar, í 5.-10. bekk grunnskóla, netnotkun sinni og er einnig rætt við sérfræð- inga. Leikir og samskiptasíður eru þar áberandi. Þá fjallar Björg um það hvernig fyrirsagnir yngsta kynslóðin smelli á, á vefsíðum og að börn kunni að eyða gögnum um netnotkun sína, ásamt fleiru. Starfsmenn fé- lagsmiðstöðva, sérfræðingar og kennari eru teknir tali í þættinum og eru þeir sammála um að int- ernetkennsla þurfi að hefjast mun fyrr hjá íslenskum börnum en hún gerir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Björgu. Frekari upplýsingar um þáttinn má finna á vef RÚV, undir slóðinni ruv.is/einsogeldur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frumskógur Netið er ekki hættu- laust og fræða þarf börn um það. Eins og eldur  Þættir um netið, börn og unglinga Drones & Viola, önnur smáskífan af þremur með heitinu Drones eftir tónskáldið Nico Muhly, verður gefin út á vef Bedroom Community 16. júlí en sú fyrsta, Drones & Piano, kom út í maí sl. Drones & Viola hefur að geyma fjögur lög og var hún tekin upp af Paul Evans í Gróðurhúsinu, hljóðveri Valgeirs Sigurðssonar en hann sá einnig um hljóðblöndun og -jöfnun. Um flutning laganna sér samstarfskona Nicos til margra ára, Nadia Sirota, og píanóleikarinn Bruce Brubaker sem lék á Drones & Piano. Skífan nýja fer í almenna sölu á tónlistarveitum 23. júlí næstkom- andi. Önnur Drones-skífa Skífan Umslag hinnar nýju Drones- skífu Muhly, Drones & Viola. Kvartett saxófónleikarans Hauks Gröndal heldur tónleika í kvöld á KEX Hosteli að Skúlagötu 28 og eru þeir hluti af djasstónleikaröð stað- arins sem staðið hefur yfir í sumar með mikilli sveiflu. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Auk Hauks eru í kvartettinum þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, bassaleikarinn Tómas R. Einarsson og trommuleikarinn Matthías Hem- stock. Munu fjórmenningarnir leika af fingrum fram og þá „sígræn lög úr Amerísku söngbókinni“, eins og því er lýst í tilkynningu. Tónleikarn- ir verða um tveggja klukkustunda langir og aðgangur ókeypis. Kvartett á KEX Djass Haukur þenur saxinn. ARMANI D&G STENSTRÖMS BALDESSARINI SCHUMACHER T BY ALEXANDER WANG CAMBIO ROCCO P PEDRO GARCIA PAOLO DA PONTE 40%-50% afsláttur útsalan e r hafinn HVERFISGÖTU 6 • S. 551 3470

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.