Helgafell - 01.01.1943, Page 15

Helgafell - 01.01.1943, Page 15
HELGA FELL TlMARIT UM BÖKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMAu II. ÁRG. JANÚAR — MARZ 1943 1—3. HEFTI UMHORF OG VIÐHORF HEILSAÐ Helgafell flytur nú öllum OG ÞAKKAÐ lesendum sínum og öðrum samverkamönnum nýárs- kveðjur og sumaróskir í senn, eftir langa, en þó ekki ýkja harða, útivist á leið til raannabyggða. Það færir alúðarþakkir öll- um þeim kaupendum, sem beðið hafa komu þess með þögn og þolinmæði, en þó mestar og beztar hinum, er sýnt hafa því minnst langlundargeð og borið þyngstan hug til ritstjóranna undanfarna tvo mánuði fyrir undandrátt og tómlæti, því að á slíkum lesendum reisir það öruggustu vonir sínar um langlífi og framtíðargengi. Helgafell telur enga ástæðu til að taka hér til endurskoðunar þá stefnuskrá sína, sem fram kom í forspjallsorðum að fyrsta árgangi í marzmánuði í fyrra. Hins veg- ar þykir rétt að láta þess getið, að örlað hefur á stöku stað á þeim misskilningi, að „hlutleysi“ Helgafells hafi ekki ávallt ver- ið í samræmi við þá greinargerð þess um markmið sín og leiðir. Menn munu þó gera sér ljóst við nánari athugun, að hvorki þarf óháð tímarit að vera hlutlaust, né heldur hefur tímarit um bókmenntir og önnur menningarmál ávallt ráð eða rétt á slíkum munaði. Óháð tímarit hlýtur að telja sér það til helztu yfirburða að þurfa aldrei að gæta hlutleysis um þau mál, sem það lætur til sín taka, fremur en því sjálfu þykir við eiga. Það skal því fús- lega viðurkennt, að Helgafell hefur frem- ur litlar hneigðir til að fara dult með skoð- anir sínar, en þó enn minni til að miða þær við ákveðna hagsmuni eða geðsmuni, og gildir einu, hver í hlut á. Nú fyrir skömmu hefur dregið til þeirrar nýlundu í eftirlætisblaði voru, Tímanum, að Helgafell hefur verið sakað þar um of mikið hlutleysi. Er þetta orðað á þann prúðmannlega hátt, að Helgafell viti sjald- an, í hvora löppina það eigi að stíga í nokkru máli. Má blaðið trútt um tala, ef satt væri, þar sem það sjálft hefur orðið að hafa minnst tvær skoðanir á flestum efnum að undanförnu, af alkunnum heim- ilisástæðum. Helgafelli þykir sjálfsagt að koma þessari umsögn á framfæri við les- endur sína, þeim til fróðleiks og skemmt- unar, án þess að sinna henni nánar, enda er nauturinn að henni meinlítill nartari, sem hvergi hæfir rúm á fremsta blaði. í sambandi við þetta þykir Helgafelli vel við eiga að láta þess getið, að það kann hugheilar þakkir öllum þeim ágætu blöðum vorum, sem látið hafa það njóta sannmælis, stundum ríflega, en fyrirgefur hinum. Þó vill það taka fram um leið, að sjaldgefnu tilefni, að það telur sig eiga nokkurn rétt til þeirrar kurteisi af þeim blöðum, sem það verður sent framvegis, að útkomu þess og helzta efnis verði laus- lega getið í hvert sinn, án þess að mælast til meiri sanngirni af neinu þeirra, að öðru leyti, en þar er hversdagslega fyrir að fara. LISTAMENN Helgafell hefur ver- OG LÖGGJAFAR ið ^agnafærra um fyrsta Listamanna- þingið til þessa en sæmir tímariti, er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.