Helgafell - 01.01.1943, Síða 15
HELGA FELL
TlMARIT
UM BÖKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMAu
II. ÁRG. JANÚAR — MARZ 1943 1—3. HEFTI
UMHORF OG VIÐHORF
HEILSAÐ
Helgafell flytur nú öllum
OG ÞAKKAÐ lesendum sínum og öðrum
samverkamönnum nýárs-
kveðjur og sumaróskir í senn, eftir langa,
en þó ekki ýkja harða, útivist á leið til
raannabyggða. Það færir alúðarþakkir öll-
um þeim kaupendum, sem beðið hafa komu
þess með þögn og þolinmæði, en þó mestar
og beztar hinum, er sýnt hafa því minnst
langlundargeð og borið þyngstan hug til
ritstjóranna undanfarna tvo mánuði fyrir
undandrátt og tómlæti, því að á slíkum
lesendum reisir það öruggustu vonir sínar
um langlífi og framtíðargengi.
Helgafell telur enga ástæðu til að taka
hér til endurskoðunar þá stefnuskrá sína,
sem fram kom í forspjallsorðum að fyrsta
árgangi í marzmánuði í fyrra. Hins veg-
ar þykir rétt að láta þess getið, að örlað
hefur á stöku stað á þeim misskilningi, að
„hlutleysi“ Helgafells hafi ekki ávallt ver-
ið í samræmi við þá greinargerð þess um
markmið sín og leiðir. Menn munu þó gera
sér ljóst við nánari athugun, að hvorki
þarf óháð tímarit að vera hlutlaust,
né heldur hefur tímarit um bókmenntir
og önnur menningarmál ávallt ráð eða rétt
á slíkum munaði. Óháð tímarit hlýtur að
telja sér það til helztu yfirburða að
þurfa aldrei að gæta hlutleysis um þau
mál, sem það lætur til sín taka, fremur en
því sjálfu þykir við eiga. Það skal því fús-
lega viðurkennt, að Helgafell hefur frem-
ur litlar hneigðir til að fara dult með skoð-
anir sínar, en þó enn minni til að miða
þær við ákveðna hagsmuni eða geðsmuni,
og gildir einu, hver í hlut á.
Nú fyrir skömmu hefur dregið til þeirrar
nýlundu í eftirlætisblaði voru, Tímanum,
að Helgafell hefur verið sakað þar um of
mikið hlutleysi. Er þetta orðað á þann
prúðmannlega hátt, að Helgafell viti sjald-
an, í hvora löppina það eigi að stíga í
nokkru máli. Má blaðið trútt um tala, ef
satt væri, þar sem það sjálft hefur orðið
að hafa minnst tvær skoðanir á flestum
efnum að undanförnu, af alkunnum heim-
ilisástæðum. Helgafelli þykir sjálfsagt að
koma þessari umsögn á framfæri við les-
endur sína, þeim til fróðleiks og skemmt-
unar, án þess að sinna henni nánar, enda
er nauturinn að henni meinlítill nartari,
sem hvergi hæfir rúm á fremsta blaði.
í sambandi við þetta þykir Helgafelli
vel við eiga að láta þess getið, að það
kann hugheilar þakkir öllum þeim ágætu
blöðum vorum, sem látið hafa það njóta
sannmælis, stundum ríflega, en fyrirgefur
hinum. Þó vill það taka fram um leið, að
sjaldgefnu tilefni, að það telur sig eiga
nokkurn rétt til þeirrar kurteisi af þeim
blöðum, sem það verður sent framvegis,
að útkomu þess og helzta efnis verði laus-
lega getið í hvert sinn, án þess að mælast
til meiri sanngirni af neinu þeirra, að öðru
leyti, en þar er hversdagslega fyrir að fara.
LISTAMENN Helgafell hefur ver-
OG LÖGGJAFAR ið ^agnafærra um
fyrsta Listamanna-
þingið til þessa en sæmir tímariti, er