Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 22
TORFl ÁSGEIRSSON:
Fyrsta skoðanakönnun á Islandi
Dr. Björn Björnsson og cand. polit. Klemenz Tryggvason hafa aSstoSaS viS orSalag
spurninga og ýmis skipulagsatriSi. Höfundur þessarar greinar hefur aS öSru leyti séS
um framkvœmdir.
Fyrsta könnun á vegum Skoðanakönnunarinnar var framkvæmd í Reykja-
vík í síðastliðnum janúarmánuði.1 Eins og skýrt var frá í blöðum og útvarpi,
var hér aðeins um tilraun að ræða. En tilraun þessi hefur að áliti þeirra, er
að könnuninni standa, tekizt svo vel, að ástæða þykir til þess að halda áfram
á sömu braut.
SkoSanakönnunin naut aðstoðar fimmtán samverkamanna, og kann hún
þeim beztu þakkir fyrir vel unnið verk.
Um 350 karlar og konur voru spurð, en aðeins 320 eyðublöð voru notuð
við hina endanlegu rannsókn. Þau, sem heltust úr lestinni, höfðu annað
hvort svarað svo fáum þeirra spurninga, sem fyrir lágu, eða bersýnilega mis-
skilið sumar þeirra svo mjög, að ekki þótti fært að taka svör þeirra til greina;
eða þá að upplýsingar um aldur, kyn, o. s. frv., voru ófullnægjandi.
SkoSanakönnunin hefur orðið vör við gagnrýni á orðalagi spurninganna,
og þykir því ástæða til þess að fara nokkrum orðum um þetta atriði. Okkur
var ljóst, að mikillar varúðar ber að gæta, þannig að spurningarnar verði
ekki átiirkar (,,suggestivar“) .2 Áður en þær voru endanlega ákveðnar, voru
gerðar tilraunir með mismunandi orðalag á þeim. Tilraunir okkar leiddu í
ljós, það sem raunar var áður vitað, að spurningarnar verða að vera stuttar,
lausar við allan hátíðablæ og orðalagið sem næst töluðu máli, enda var til
þess œtlazt, að spurningarnar tiœru munnlegar eins og stiörin.
Samverkamenn okkar öfluðu sér upplýsinga um aldur, kyn, hjúskapar-
stétt, árstekjur, stjórnmálaskoðun og atvinnu hinna spurðu. Eins og áður er
nefnt, voru notuð 320 eyðublöð við hina endanlegu rannsókn. Nú er það gefið
mál, þó að samverkamennirnir hafi haft fyrirmæli um að velja sín úrtök,
þannig að vænta mætti, að hópurinn yrði ekki of einlitur, þá getur heildar-
1) Um skoðanakönnun yfirleitt og framkvæmd hennar, vísast til greinar Torfa Ásgeirs-
sonar í jólahefti „Helgafells" og ritgerðar Alva Myrdal í þessu hefti.
2) Alþekkt dæmi um ávirkt orðalag er spurning sú, er kanzlari Austurríkis, dr. Schus-
schnigg ætlaði að leggja fyrir þjóð sína í marz 1938, er búizt var við innrás Þjóðverja. Hún
hljóðaði þannig: ,,Ertu hlynntur frjálsu og þýzku, sjálfstæðu og stéttarlega réttlátu, kristnu og
sameinuðu Austurríki; friði og atvinnu og jafnrétti allra, sem trúa á þjóð og ættjörð)" Þessari
spurningu áttu menn að svara játandi eða neitandi, eftir því hvort þeir vildu, að Austurríki
væri sjálfstætt framvegis, eða sameinaðist Þýzkalandi.