Helgafell - 01.01.1943, Page 30
EINAR ÓL. SVEINSSON:
Tvær kvenlýsingar
Þœttir um gris\ar og norrœnar mannlýsingar.
I.
Allir, sem lesiÖ hafa Njálssögu, kannast við hve mikið kveður þar að
persónum, sem eru á einn eða annan veg torskildar. í fljótu bragði kann
það að vekja furðu, að svo er einmitt háttað sumum söguhetjunum, sem
einna vandlegast er lýst, svo sem Njáli, Skarphéðni og Hallgerði.
Allar þessar persónur hafa hlotið heldur misjafna dóma. Þó hygg ég,
ef lesið er með nærfærni og gaumgæfni, að hver þeirra reynist þverbresta-
laus heild. Þær eru að vísu torráðnar og geyma í brjósti ærnar andstæður,
en það er þá að öllum líkindum af því að þær eiga að vera það, eins og
t. d. Hamlet. Það er eins og sagan segi: þannig eru sumir menn, fullir
andstæðna og innri baráttu, skap þeirra er sem dulrúnir. Það eru að vísu
ekki nándar nærri allar persónur sögunnar með þessu marki brenndar, enda
væri það hæpin listaraðferð, ekki sízt að því er snertir aukapersónur, sag-
an fengi þá á sig bragandi ókyrrleika, svo að ekki yrði auga á neitt fest.
En hitt dylst ekki, að sagan sýnir alveg sérstakt yndi af að lýsa samsett-
um og tvíræðum mönnum.
Við höfum alveg ágætt dæmi um samsetta skapshöfn þar sem er Njáll
eða Skarphéðinn. Hjá Njáli sjáum við annars vegar vitsmuni, reiknimeistara-
gáfu, köngulóareðli, hins vegar óvenjulega góðvild. Hjá Skarphéðni járn-
vilja og karlmennsku, samfara eftirtakanlegri viðkvæmni. Ég býst við, að
þetta séu mjög mikilvæg einkenni á skapferli þeirra, en allir vita þó,
að það nær skammt til að lýsa þeim. Því að hér koma óteljandi smáatriði
til og fylla myndina og afmarka og gera hana sérstaka. Þetta eru einstakl-
ingsmyndir, sem svo eru kallaðar.
Gefum nú ögn nánari gætur að lýsingu Hallgerðar.
Það er sama hvort byrjað er á óstillingu hennar eða harðlyndi eða
blendni (svo að farið sé sem næst lýsingarorðum sögunnar sjálfrar), hvergi
getur að líta neinn miðdepil, sem allir eiginleikarnir greinist út frá. Þvert
á móti er hér að ræða um kerfi eiginleika, sem standa í áhrifasambandi hver
við annan (kerfi er skilið hér á aflræna vísu, um krafta sem eru í starfi og
hreyfingu). Enginn þeirra er því óháður, en enginn er heldur drottnandi yfir
hinum. Sálarlífið er margbrotið, margslungið, flækt, hvikult, torráðið. Eig-
mleikarnir, sem mynda þetta kerfi, eru margir og sundurleitir, geta verið
fullir af andstæðum, en þeir eru einhvern veginn í sama stíl, eins og þegar