Helgafell - 01.01.1943, Page 32

Helgafell - 01.01.1943, Page 32
18 HELGAFELL af eiginmönnum sínum og það sama hlýzt jafnan af: dauÖi þess, sem veitti kinnhestinn. Það er líkt því þegar stef í tónlist er endurtekið aftur og aftur í ýmsum gervum, og hvert tilbrigðið er sem endurspeglun á öðru og eykur afl þess og eykst sjálfu afl. Nánari rannsókn á Njálu frá listrænu sjónarmiði mun sýna, að slíkar endurtekningar svipaðra atvika hafa alveg sérstaka þýðingu fyrir túlkun hennar. Annars vegar hefur atvikið eða , ,minnið‘‘ tákngildi, þannig að engin orsakatengsl eru á milli, og skýrist þá eitt at- vikið af öðru: svo er t. d. um frásagnir af því, þegar sérstakir dáleikar eru með mönnum, eða þegar menn tala hljótt, o. s. frv. Eða þá endurtekning atviksins bendir á samhengi, og svo mun vera hér. Þegar Hallgerður er að hefna kinnhests Gunnars, eru athafnir hennar mótaðar af afleiðingum hinna fyrri kinnhesta. Veit hún, að hún er þá um leið að hefna sín á Þorvaldi, fyrsta bónda sínum ? Eða veit hún það ekki ? Eða ríkir eitthvert hálfrökkur í vitund hennar ? Þegar lesandi eða áheyrandi fer að átta sig á mannlýsingu af þessu tagi, verður hann að viðhafa aðferð, sem minnir á ,,aðleiðslu“ (induction) rök- fræðinnar. Hann verður að draga mörg einstök dæmi saman, skapa heild úr sundurleitu og flóknu og breytilegu efni, skynja fjarlæg sambönd og duld- ar hræringar.1) II. En nú skulum við hverfa frá Hallgerði í Njálu og bregða okkur svo sem hálfa 18. öld aftur í tímann. Þá sýndi skáldið Æskhýlos á leiksviði Aþenu- borgar aðra konu, sem varð manni sínum að bana, Klýtæmestru (eða eins og Hómer kallar hana Klýtæmnestru) drottningu, konu Agamemnons kon- ungs, sem vegur hann með hjálp friðils síns, Ægisþosar, þegar konungur kemur úr Trójustríði. Það skiptir litlu máli hér, að þessi persóna hins risa- vaxna skálds er á marga lund ólík Hallgerði að skapferli og örlögum. Það er sjálfur háttur mannlýsingarinnar, sem við skulum gefa okkur að. Enginn, sem les „Agamemnon", gengur þess dulinn, að lýsing Klýtæm- estru í leikritinu er forkunnargóð, stórfelld og þó býsna hnitmiðuð. Hún sést í upphafi, þegar hún hefur fengið fréttir af því, að Trója sé unnin, og er hún að tala við kórinn. Það er gleðihreimur í rödd hennar — í brjósti hennar er vígamóður, sem hún dylur, en gefur augum hennar skærleik og hreyfingunum líf — hér er ekki að ræða um víghroll eða taugaspenning. Klý- tæmestra er ljónynjan, sem er til þess búin að ráðast á bráð sína. Nú kemur sendimaður konungs, og dylur Klýtæmestra sinn innra mann, og þegar I) Oswald Spengler hefur á einum stað dregið saman í fá orS aSalatriði þess, sem hér ræðir um. Hann talar um „Form einer bewegten Existenz, in welcher mit grösstmöglicher Variabilitat im einzelnen die höchste Konstanz im Grundsatzlichen erreicht wird.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.