Helgafell - 01.01.1943, Side 36
22
HELGAFELL
hreyfingu, ekki eitt orSstef í rænsæjum anda eða eðlilegt. Allt var list og
tilbúið . . . En um það er ekki nema eitt að segja: það var undursamlegt. . .“
í þessari rannsókn má láta sér í litlu rúmi liggja, hvort skýring Rostrups
á uppruna grísku harmleikanna er rétt. Miklu meira máli skiptir, að hann
dregur fram fjölmargt, sem sýnir, að þar var alls ekki sótzt eftir veruleika-
brag á leiksviðinu. Aristóteles telur eitt aðalatriði þessarar listar (eins og
annarra) ,,mímesis“ eða eftirlíkingu, en það á auðsjáanlega ekkert skylt
við sýndarlíkinguna á leiksviðum nútímans. Ég skal nefna nokkur dæmi,
sem sýna það. Kór og leikarar kváðust á, en kórinn stóð á gólfi og leikarar
á 10—12 feta háum palli. Búningur leikaranna var prestshempa (klæði
Elevsispresta), þeir höfðu grímur fyrir andliti (og gátu því engin svipbrigði
sýnt) ; þeim er hrósað fyrir raddstyrk og handfimi. Á alvarlegum stöðum í
leikritunum er hljóðfall, sem bendir á dans; m. ö. o. kvöl manns er sett
fram eða öllu heldur umrituð með dansi. í grísku skýringarriti (skolion) er
sagt dálítiS fyrir um framsögn í harmleik og gamanleik.
,,ÞaS á aS lesa hið ,,heróiska“ (þ. e. tragiska) með styrkri en ekki veikri
rödd, en hið hversdagslega, þ. e. hiS kómiska, eins og það gerist, þ. e. stæla
ungar konur og gamlar, hrædda menn og reiða, svo sem við á fyrir þá sem
leika. — Hann segir, að leikarinn eigi að lesa þennan sorgarleik heróiskt,
þ. e. með hárri röddu. — Þennan gamanleik á að lesa meS hversdagslegum
hætti, þ. e. eins og í lífinu, stæla persónuna, sem sýnd er, herma eftir eðli
hennar.“
IV.
AS sjálfsögSu eru ekki öll harmleikaskáldin grísku eins, og jafnvel með-
al verka hvers einstaks þeirra töluverður munur. í Fíloktetes eftir Sófókles,
sem mun vera eitt af síðustu verkum hans, er merkileg lýsing á Neóptólemos,
saklausum manni, sem fenginn er til þess, móti eðli sínu, að beita annan
mann brögðum, hann á í mikilli innri baráttu, sem lýst er mjög nærfærnis-
lega, og lýkur henni með því að hann gengur í liS meS þeim manni, sem
hann átti aS véla. Almennt er taliS, aS Sófókles sé hér undir áhrifum frá
Evrípídesi, en hann er meS mestum nútíðarbrag þeirra þriggja höfuðskálda
í harmleikagerS. Hjá honum kemur fyrir sjálfum sér sundurþykkur hugur
eða innri barátta (t. d. þegar Medeia drepur börn sín til aS hefna sín á
Jasoni), eins og helst mátti vænta af því marglynda skáldi. En hvernig
taka þá landar hans nýjungum hans ? Aristófanes lætur dynja á honum
spottiS fyrir aS láta leikarana klæðast lörfum, þegar þeir leika betlara (hinn
lítilfjörlegasta vott af sýndarlíkingu á leiksviðinu). Aristóteles segir í Skáld-
skaparmálum sínum (Peri poietikes), aS persónur sorgarleiksins séu og eigi
aS vera betri en menn gerast, en Evrípídes lýsi þeim ver en efni standa til