Helgafell - 01.01.1943, Page 40
26
HELGAFELL
brag. Um þetta farast enska fraeSimanninum W. P. Ker á einum staS orS
á þessa leiS: „Ennfremur má sjá, aS þessi dramatiska hneigS á upptök sín
í söguþræSinum, í atvikunum, efninu, sem mætti sýna í brúSuleik eSa þegj-
andaleik, og væri þó harmleikur. Enginn rýnandi eSa sálfræSilegur áhugi á
margvíslegum persónuleik . . . hefSi getaS sett fram ástríSu Brynhildar eSa
GuSrúnar. Aristóteles vissi, aS sálfræSileg rýni og siSferSileg mælska voru
ekki smiSir Klýtæmnestru eSa Oidipúsar“.
HetjukvæSin gáfu skáldunum þegar í upphafi meira svigrúm til mann-
lýsinga en vanaleg munnmælasögn. Þar mátti lýsa meira útliti, svip og hreyf-
ingum, en þar aS auki veitti samtaliS kost á aS sýna nokkuS hugsanir per-
sónanna. í elztu kvæSum fjallaSi þaS aS vísu mest um atburSina, en síSar
breyttist þaS.
ÞaS er ekki gott aS bera saman Hómer og EddukvæSin; EddukvæSin
eru á miklu fornlegra menningarstigi. HómerskvæSi hafa náS fullum þroska,
jafnvel ofþroska aS sumu leyti, EddukvæSin voru í vexti, sem af ýmsum
ástæSum staSnaSi. Manntegundir þessara kvæSa eru ekki mjög líkar, né
hinar minnisstæSustu mannlífsmyndir. Mannlýsingar Hómers eru mynd-
prúSar og um þær leikur dagsbirta. Hjá þeim má kalla mannlýsingar Eddu-
kvæSanna ,,expressionistiskar“, ljósiS er ókyrrt, svipbrigSult. En frá ein-
staklingsmyndum held ég mannlýsingar Hómers og eldri EddukvæSa séu
álíka langt.
Þegar tímar liSu ortu eddukvæSaskáldin fleiri og fleiri kvæSi um sömu
efni. Menn hlutu aS bera kvæSin saman, og kom þá í Ijós, aS blær og skiln-
ingur var oft annar. í AtlakviSu og HamSismálum er GuSrún Gjúkadóttir
hörS og athafnasöm, í Broti og GuSrúnarkviSu fornu óhörSnuS og þolandi.
SíSari skáld urSu eftir mætti aS stilla þessum andstæSum til nokkurs
samræmis.
SamhliSa þessu fer samtaliS í kvæSunum aS fá meira hlutverk aS
vinna. Þegar á líSur, líklega á II. öld og á íslandi, taka hetjukvæSin aS
breyta um svip. í staS atburSakvæSanna gömlu koma nú ljóS, sem útlista
tilfinningar og sálarlíf. MikiS kveSur aS saknaSarljóSum og öSrum kvæSum
meS angurblæ: þaS eru kvæSi eins og Oddrúnargrátur, GuSrúnarhvöt, dán-
aróSur Hjálmars í Hervararsögu. í GuSrúnarkviSu fyrstu er sagt frá litlu at-
viki í góSu tómi og meS nærfærni lýst skaplyndi kvenna. HelreiS Brynhildar
og SigurSarkviSa skamma taka aS sér aS verja mál konu, sem lét drepa
þann mann sem hún unni; í síSara kvæSinu er sálarlíf hennar útlistaS af
mestu snilld. SálarlífiS er hér orSiS viSfangsefni á allt annan hátt en áSur
hafSi veriS. ÞaS hafSi ýtt undir skáldin, aS sögur höfSu hér flækzt, og hafSi
þaS fært skáldunum nýjan vanda aS höndum. En þó er þaS ekki upphaf
þessarar stefnu kveSskaparins, heldur miklir hlutir, sem gerzt höfSu löngu
fyrr, ekki í mannheimum heldur goSheimum, þaS var þegar ÓSinn varS til.