Helgafell - 01.01.1943, Page 41

Helgafell - 01.01.1943, Page 41
TVÆR KVENLÝSINGAR 27 VIII. Um Óðin eru ekki til fullkomnar heimildir nema frá Norðurlöndum, en það sem um hann er vitað frá öðrum germönskum þjóðum, kemur alveg heim við þær, svo langt sem það nær. Norrænu heimildirnar sýna persónu- mynd, sem er fram úr öllu hófi margbrotin og margræð, en um leið ákaflega eftirminnileg. Þýzki guðfræðingurinn Rudolf Otto heldur því fram í bók sinni, Das heilige, að það sem heilagt er og fyllt guðdómlegum krafti, hafi fyrst og fremst tvenns konar áhrif á mennska menn: það sé ,,fascinans“ og ,,tremendum“ í einu, svást og óttalegt, dregur að sér og yfirþyrmir. Óðinn hefur mikið af hvorutveggja, og ekki síður þó af hinu uggvænlega, en af- stöðu þeirra er svo farið, að ótal spurningar vakna hjá átrúendum hans. Og þetta eru þó ekki einu andstæðurnar í mynd hans. Óðinn er alfaðir, aldafaðir; goðin eru börn hans, og mennirnir eru að minnsta kosti í skjóli hans, hann vakir yfir heiminum með umhyggju og áhyggju. En í aðra röndina er hann ævintýramaður, sem hefur gaman af að leggja á tæpasta vaðið. Umhyggja hans fyrir heiminum og sjálfselska hans verða ekki sundur greindar, hann er svo fortakslaust höfuð allrar heimsbyggðarinnar, og er því ógerningur að segja hvort það er fyrir sjálfan sig eða aðra, að hann leggur á sig mikil meinlæti og raunir til að öðlast vizku, rúnaspeki og skáldskaparlist (fjölhæfnin er óþrjótandi), eða hverj- um í hag hann, hinn dýrðlegi konungur veraldarinnar, leggst svo lágt að iðka seið. Óðinn bregzt á ferðum sínum og ævintýrum í allskonar hami. Hann er Grímnir, hinn grímuklæddi. Hann er Þekkr, fascinans, en líka Yggr, væntanlega sá er veldur ugg, tremendus; hann er kallaður Saðr, hinn sanni, en líka Glapsviðr, sá sem er fimur að glepja, og hann hælist um að hafa látið Hlébarð jötun gefa sér gambantein, en svipt hann síðan vit- inu. Hann heitir Þrór, af því að hann lætur málin þróast, en hann er líka Bölverkr. Hann er fjöllyndur í kvennamálum og ævintýramaður í ástum, hann leikur sér að því að fá með vélum og svikum vilja kvenna, en hann er líka ver Friggjar, og með þeim er slíkur trúnaður, að hún veit öll örlög með honum og kann með honum galdraljóð, sem enginn kann annar. Hann er jafnt guð kaldra hygginda og guðdómlegs æðis. Hann er herguð og val- faðir; hann veitir óskasonum sínum heill, sigra í orustum og frama, en hann getur hvenær sem er að geðþótta sínum rænt menn sigri og lífi. Og þó að menn hljóti þá vist hjá honum í Valhöll, er mönnum gjarnt að líta á þessa hluti frá sjónarmiði þessa lífs, og þá þykir þeim hann brigðlyndur, tvísýnn, jafnvel illúðugur. Varla held ég að sé til annað ólíkara Óðni en Seifur eða Apollón. Mynd Óðins er svo einkennileg, margbreytt og andstæðufull, að óvíða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.