Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 42

Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 42
28 HELGAFELL verður fundið nokkuð, sem nefnt verði í sömu andránni, en þar dettur mér þó helzt í hug Jahve fyrir daga spámannanna og þó einkum Síva, guð Indíalands, hinn blíði og hræðilegi, hinn mildi og grimmi, lífgari og tor- tímandi. En Síva hefur fjögur andlit og tíu handleggi, og Jahve er hafinn langt yfir allt mannlegt, og vald þeirra er meira en nokkur maður geti hug- um leitt. En Óðinn er eins og maður í öllu sínu hátterni, þó að hann sé gæddur guðlegri vizku, valdi og dýrð, en hann er engan veginn almáttugur. Hinir hrinda frá sér mannlegum einstaklingseinkennum, Óðinn dregur þau að sér, hann er einsýnn, Síðskeggr, Síðhöttr, Báleygr, og hver saga af hon- um leggur til nýjan drátt í mynd hans. Það verður að telja líklegt, að Tacitus eigi við Óðin, þegar hann talar um Mercurius guð Germana, og hann var vissulega kunnur meðal allrar Goðþjóðar. Allir trúðu á hann, fjöldi manna dýrkaði hann, skáld ortu um hann. Hann fyllti því vitund og undirvitund þeirra. Menn komust ekki hjá að glíma við hann. Óðinn var ekki, eins og Jahve eða Síva, í eitt skipti fyrir öll handan við gott og illt. Trúarhrifningin stefndi að því, en siðferðisvitundin, sprottin af sambúð manna, kom óaflátanlega með kröfur sínar, og af því að Óðinn stendur svo nærri mönnunum og er svo mannlegur, verður siðakröfunum ekki vísað frá fyrir fullt og allt, hér verður því eilíf glíma og eilíf hreyfing, og er ekki gott að vita, hver endir hefði orðið á þessu, ef kristnin hefði ekki komið. Það má sjá mynd Óðins blasa hvarvetna við, og hún er svo marg- breytt og stórfelld, að hver einstakur maður spannar ekki nema eitt og eitt atriði í einu. Óðinn er sakaður um að etja mönnum saman, jafnvel námág- um: einn veldur Óðinn öllu bölvi, þvíat með sifjungum sakrúnar bar. Menn saka hann um brigðlyndi, þykja hann gefa hinum ,,slævurum“ sigur, menn óttast huga hans, en í aðra röndina kemur fram sú skoðun, að hann kjósi menn til Valhallar, af því að hann sé að safna liði til hins síðasta bar- daga, og er það guðfræði, þ. e. eftiráskýring. Gletta er gerð um siðferði Óðins í Hárbarðsljóðum, en þó þannig, að skáldið virðist því sem næst sama sinnis. í 2. og 3. kafla Hávamála (um Billings mey og Gunnlöðu) lýsir einhver heimsmaður fjöllyndi hans x kvennamálum með sýnilegri vel- þóknun og talar um eiðrof hans með kynlegri rýnigjarnri nautn. í Loka- sennu er honum brigzlað um seið. En í Baldursdraumum er hann alfaðir, sem fer á helveg og vekur upp völvu til að ráða hina hættulegu drauma Baldurs, og í 5. þætti Hávamála er með mikilli alvöru lýst meinlætum hans, þegar hann er að öðlast vitneskju um leyndardóma tilverunnar. Ennþá nokkrum áratugum eftir kristnitökuna yrkir skáld erfidrápu um fóstra sinn og lofar hann fyrir það, að ,,hann kom mér oft hollr at helgu fulli Hrafn- ásar“ — það skáld hefur séð hina blíðu ásýnd Óðins. Umhverfis Óðin eru aðrir æsir, og geta þeir ekki annað en dregið nokk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.