Helgafell - 01.01.1943, Page 43

Helgafell - 01.01.1943, Page 43
TVÆR KVENLÝSINGAR 29 uð dám af honum. Þór skýrist vegna andstæðu sinnar við hann, fær meiri og meiri einstaklingssvip. Ennþá dælla gerir ímyndunaraflið sér þó við hinn gamla félaga Óðins, Loka, sem verður að fádæma eftirminnilegri persónu, gæddri fjölbreyttum og sundurleitum eiginleikum. Elða skáldin hverfa niður til mannheima og taka að segja sögur af óskasonum Óðins. Af Geirröði fóstra hans, sem nam að honum slægð og tvöfeldni, en blindaðist síðan, svo að hann þekkti ekki förumanninn Grímni, og varð það honum til glötunar. Af Haraldi hilditönn, sem fylgir næsta vandlega kenningum herguðsins, en er að lokum svikinn: Óðinn kennir óvini hans að fylkja hamalt. Af Starkaði, sem verður fyrir þeim álögum af Þór, að hann skuli vinna níðingsverk, en hlýtur hylli Öðins — en hún verð- ur á þá leið, að Óð inn vélar hann til að fórnfæra tryggðavini sínum, Vikari konungi, móti vilja sínum. í fullu dagsljósi eru skipti Egils Skalla-Grímssonar og Óðins. Egill átti gott við hann, gerðist tryggur að trúa honum, en svo brást Óðinn honum líka, tók sonu hans. Egill er fúsastur að gera uppreisn móti honum, en hann öðlast þó þá yfirsýn, að hann metur að verðleikum gjafir Óðins: hina vamm- lausu, dýrlegu skáldskaparíþrótt og hermannlegt skaplyndi, og hann sættir sig við brigðlyndi Óðins, svik tilverunnar. Hjá tveimur hinum síðastnefndu, Starkaði, sem ber merkin eftir átta hendur tröllsins afa síns, með ferlega ásýndina og níðingsverkin, sem hann vinnur móti vilja sínum, og hjá Agli, með sinn ljóta úlfgráa haus og með eðli, sem stappar nærri' hamremmi — hjá þeim báðum getur að líta nýja tegund hetju, sem er alveg ólík Sigurði Fáfnisbana og öðrum söguhetjum, sem allur lýður skilur og elskar jafnótt og þeir heyra um. Dökkhærðu hetj- urnar gera í senn að draga að sér og hrinda frá sér, þær hafa veilur, sem vekja blandnar tilfinningar, ráðgátu í svipnum, sem vekur í senn forvitni og raunsæishug. IX. En nú gerist það, að heiðinn siður verður að víkja fyrir kristninni, menn hætta að trúa á Óðin, svo að sögurnar af honum verða að ævintýrum. Klerk- arnir reyna að halda lífi í honum með því að gera hann að djöfli, en leik- menn beita ýmsum ráðum til að halda heiðinni goðafræði utan við kenn- ingakerfi kristninnar, og þannig festist mynd Óðins og verður líkust smurl- ingi. En óskasynir hans lifa áfram í sögnum, ókristnum og veraldlegum, og það sem áður var trúarlegt og guðlegt og varðaði allan heiminn, verður nú að goðlausu mannviti og list. Þetta á sér margar hliðstæður, og skal ég t. d. nefna hina fornu nornatrú, er verður að goðlausri forlagatrú íslendingasagna. Meðal annarra þjóða er þetta einhvert vanalegasta menningarfyrirbrigði,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.