Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 43
TVÆR KVENLÝSINGAR
29
uð dám af honum. Þór skýrist vegna andstæðu sinnar við hann, fær meiri
og meiri einstaklingssvip. Ennþá dælla gerir ímyndunaraflið sér þó við hinn
gamla félaga Óðins, Loka, sem verður að fádæma eftirminnilegri persónu,
gæddri fjölbreyttum og sundurleitum eiginleikum.
Elða skáldin hverfa niður til mannheima og taka að segja sögur af
óskasonum Óðins. Af Geirröði fóstra hans, sem nam að honum slægð og
tvöfeldni, en blindaðist síðan, svo að hann þekkti ekki förumanninn Grímni,
og varð það honum til glötunar. Af Haraldi hilditönn, sem fylgir næsta
vandlega kenningum herguðsins, en er að lokum svikinn: Óðinn kennir
óvini hans að fylkja hamalt. Af Starkaði, sem verður fyrir þeim álögum af
Þór, að hann skuli vinna níðingsverk, en hlýtur hylli Öðins — en hún verð-
ur á þá leið, að Óð inn vélar hann til að fórnfæra tryggðavini sínum, Vikari
konungi, móti vilja sínum.
í fullu dagsljósi eru skipti Egils Skalla-Grímssonar og Óðins. Egill átti
gott við hann, gerðist tryggur að trúa honum, en svo brást Óðinn honum
líka, tók sonu hans. Egill er fúsastur að gera uppreisn móti honum, en hann
öðlast þó þá yfirsýn, að hann metur að verðleikum gjafir Óðins: hina vamm-
lausu, dýrlegu skáldskaparíþrótt og hermannlegt skaplyndi, og hann sættir
sig við brigðlyndi Óðins, svik tilverunnar.
Hjá tveimur hinum síðastnefndu, Starkaði, sem ber merkin eftir átta
hendur tröllsins afa síns, með ferlega ásýndina og níðingsverkin, sem hann
vinnur móti vilja sínum, og hjá Agli, með sinn ljóta úlfgráa haus og með
eðli, sem stappar nærri' hamremmi — hjá þeim báðum getur að líta nýja
tegund hetju, sem er alveg ólík Sigurði Fáfnisbana og öðrum söguhetjum,
sem allur lýður skilur og elskar jafnótt og þeir heyra um. Dökkhærðu hetj-
urnar gera í senn að draga að sér og hrinda frá sér, þær hafa veilur, sem
vekja blandnar tilfinningar, ráðgátu í svipnum, sem vekur í senn forvitni og
raunsæishug.
IX.
En nú gerist það, að heiðinn siður verður að víkja fyrir kristninni, menn
hætta að trúa á Óðin, svo að sögurnar af honum verða að ævintýrum. Klerk-
arnir reyna að halda lífi í honum með því að gera hann að djöfli, en leik-
menn beita ýmsum ráðum til að halda heiðinni goðafræði utan við kenn-
ingakerfi kristninnar, og þannig festist mynd Óðins og verður líkust smurl-
ingi. En óskasynir hans lifa áfram í sögnum, ókristnum og veraldlegum,
og það sem áður var trúarlegt og guðlegt og varðaði allan heiminn, verður nú
að goðlausu mannviti og list. Þetta á sér margar hliðstæður, og skal ég t. d.
nefna hina fornu nornatrú, er verður að goðlausri forlagatrú íslendingasagna.
Meðal annarra þjóða er þetta einhvert vanalegasta menningarfyrirbrigði,