Helgafell - 01.01.1943, Side 51
TIL HÖFUÐS ÖRBIRGÐINNI
37
aflað frá hverjum þessara aðilja, sést
á töflu í lok greinarinnar.
Á annarri töflu hér að neðan sjást
utgjöldin samkvæmt tillögunum.
Beveridge getur þess, að æskilegt
væri, að framkvæmd tillagnanna hæf-
ist á miðju ári 1944. Greiðsla ellilaun-
anna kemur þó ekki til framkvæmda
til fulls fyrr en eftir 20 ár. 1945 yrði
kostnaðurinn við tryggingarnar 697
milljónir £ eða 282 millj. £ meiri en
hann er nú, og á mestur hluti aukn-
ingarinnar rót sína að rekja til barna-
styrksins og hinnar opinberu heilsu-
gæzlu. 1965, þegar tillögurnar yrðu
komnar til fullra framkvæmda, yrði
kostnaðurinn 858 millj. £ eða meira
en helmingi meiri en hann er nú.
I tillögunum er gert ráð fyrir rúm-
lega 100 millj. £ atvinnuleysisstyrk.
Áætlunin mundi standast, þótt 1 /2
milljón manna yrði atvinnulaus um
stundarsakir. Þó er gert ráð fyrir minna
atvinnuleysi en var í Bretlandi fyrir
styrjöldina. En tækist hins vegar að
koma í veg fyrir atvinnuleysi að miklu
leyti, mundu miklar fjárhæðir losna
til annarra ráðstafana. Hins vegar
verður að taka tillit til þess, að aldurs-
skipting þjóðarinnar mun taka veru-
legum breytingum á næstunni. I byrj-
un aldarinnar var 1 á móti hverjum
1 7 landsmanna á ellilaunaaldri, 1931 1
á móti 10, en 1961 verða 1 á móti 6
á þeim aldri. Á hinn bóginn mun hin
lága tala fæðinga hafa í för með sér
beina fólksfækkun eftir 1971, ef ekki
er gripið í taumana. 1901 voru 5 börn
yngri en 15 ára á móti hverju gamal-
menn á ellilaunaaldri, 1961 verður 1
barn á móti hverju gamalmenni, en
1971 verða börnin orðin mun færri en
gamalmennin.
Eitt höfuðeinkenni tillagna Beveridge
er það, að greiðsluskyldan er jöfn fyrir
alla án tillits til tekna. Um réttmæti
þessa má vafalaust deila nokkuð, en
því verður að sjálfsögðu ekki neitað,
að framkvæmd öll verður mun auð-
veldari en vera mundi, ef iðgjöld væru
mishá eftir tekjuflokkum. Iðgjaldið
virðist og mjög hátt. Þó er þess að
gæta, að talið er, að brezkir laun-
þegar, jafnvel í lægstu launaflokkum,
greiði nú allt að 2 s 3 d á viku fyrir
fjölskyldu sína í tryggingariðgjöld.
Hæð iðgjaldanna virðist þó miðuð við
nokkuð hækkuð laun frá því, er var
fyrir styrjöldina.
Tillögum Beveridge verður ekki
betur lýst en með þessum orðum hans
sjálfs í lokakafla skýrslunnar:
,,Þessi áætlun um félagslegt öryggi
er samin sem liður í allsherjar félags-
málaaðgerðum. Hún er aðeins þáttur
í allsherjar sókn gegn fimm höfuð-
fjendum: Líkamlegum skprti, — en
það er einmitt
höfuðviðfangs-
efni hennar, —
sjúJ^dómum,
sem oft valda
þessum skorti
og ýmsum öðr-
um erfiðleik-
um, fáfrceði,
sem ekkert lýðríki hefur efni á að láta
þegna sína búa við, armóði, sem á
fyrst og fremst rót sína að rekja til
handahófsdreifingar atvinnureksturs
og fólksfjölda, og iðjuleysi, sem eyðir
auði og spillir mönnum, hvort sem þeir
hafa mikið eða lítið að bíta og brenna,
meðan þeir eru iðjulausir“. — ,,Til-
lögurnar miða ekki að því að auka
auð brezku þjóðarinnar, heldur að
skipta tekjum hennar þannig, að þær
fullnægi fyrst þeim þörfum, sem brýn-
astar eru, beinum lífsnauðsynjum borg-