Helgafell - 01.01.1943, Page 54

Helgafell - 01.01.1943, Page 54
40 HELGAFELL eða venjuleg fleipurmælgi, sem annað veifið gýs upp í bænum. Það var ber- sýnilega unnið svo kappsamlega og skipulega að útbreiðslu þessarar lyga- sögu, að hér hlaut að vera um skipu- lagða rógsherferð í ákveðnum tilgangi að ræða. Hefur margt, sem síðan hefur komið í ljós staðfest þenna fyrsta grun minn. Til dæmis þótti þessi saga dag þann, er hér um ræðir, allmikill fengur í gullsmíðaverkstofu einni á Laugaveg- inum. Sögumaðurinn stóðst ekki reið- ari, en ef einhver viðstaddra leyfði sér að bera brigður á sannleiksgildi sög- unnar. Heimildir hans voru óyggjandi. Þær voru beint úr Háskólanum. Hann hafði söguna frá tiginni sómakonu, sem vinnur á Alþingi og býr í grennd við hann, og hún hafði feng- ið fregnina í símtali við skrifstofu Há- skólans, að því er honum sagðist.1) Hver vildi svo leyfa sér að efast um, að hér væri um gullvægan sannleika að ræða ? Hitt var annað mál, að svo hrapalleg örlög mátti í sannleika aumka, því að vart mundi þetta geta orðið afleiðingalaust fyrir aumingja manninn. Fyrir utan þá geð- sturlun, sem jafnan mátti gera ráð fyrir, þar sem um sjálfsmorðstilraun er að ræða, mátti og gera ráð fyrir öðrum ískyggilegum orsökum. Ofan á þetta bættist svo það, að samkvæmt síðustu I) í skriflegri játningu, dagsettri 7. febrúar 1943, er hlutaðeigandi sómakona hefur látið mér í té persónulega, að vísu heima hjá sér, en ekki í húsakynnum Alþingis, lýsti hún yfir því að við- lögðum drengskap, að hún hefði ásamt tveim lausastarfsmönnum Alþingis, verið stödd í bíl 19. desember síðastliðinn á leið í heimsókn til nafngreinds alþingismanns, og hafi hún þá heyrt samferðamann sinn segja þessa sögu, eins og hún sagði hana síðan, sama dag, baeði gestum á heimili þessa alþingismanns og síðar ,,ón þess aS rangfœra hana eða aa\a“. Skáletursorðin merkt af mér, tekin orðrétt úr játningunnil Höf. fregnum var allsendis ósýnt um, hvernig reiddi af um heilsu sjúklings- ins framvegis, — og loks, — hvernig átti svo aumingja maðurinn að fara að því að gegna embætti sínu, þó að hann kynni að tóra af ? Þetta eru þau leiktjöld, sem hinir skipulögðu sögumenn hafa um hinn dramatíska atburð á Þorláksmessu, hvar sem til þeirra spyrst. Aðferðin er alls staðar hin sama. Harðvítug út- breiðsla lygasögunnar ásamt snarpri baráttu fyrir sanngildi hennar, hvar sem bólar á efa, drjúgar dylgjur um tilefnin og meðaumkvunarfull litmál- un þeirra sorglegu afleiðinga, sem þetta sturlaða vandræðatiltæki hljóti að hafa í för með sér fyrir mig, — og kom embættismissir eða að minnsta kosti lausnarbeiðni frá embætti í fyrstu röð. Þar með höfuðhristur og andvörp: Já, þeim er mein, sem í myrkur rata! III. Kemur nú aðfangadagur jóla. Enn er mér svo farið, að ég geri nánast að hlæja að þessari afkáralegu lygasögu. En þó eru mér smátt og smátt að ber- ast fregnir, sem eru í aðra röndina þess eðlis, að þær eru ekki eingöngu bros- legar. Skal ég til fróðleiks greina eina af mörgum: Vel metinn læknir hér í bænum, sem er góður vinur minn, kemur til kunn- ingjafólks míns hér og er mjög dapur í bragði. Honum er það ljóst, að þessu fólki hlýtur að vera kunnugt um það, ef nokkuð illt eða óvanalegt hefur hent mig. Hann veit naumlega, hverju trúa skal; hefur orðið bilt við sög- una, en spyr nú umsvifalaust, hvað hæft kunni að vera í þessari sögu. Þetta fólk, sem ég umgengst svo að segja daglega, hefur þá ekki heyrt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.