Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 56
42
HELGAFELL
hann góðu um það, og skildum viS aS
svo búnu. Þó mun ég hafa látiS þess
getiS, aS kl. 5 þá um daginn væri ég
á förum úr bænum og mundi ekki
koma aftur, fyrr en um nýár eða laust
fyrir áramót. Gekk ég nú til Eyfells, en
hann var ekki heima, og lagði ég þá
leið mína niður í Safnahús. HúsiS var
opið, en ljós daufleg, og skuggsýnt
nokkuð á göngum og sölum. Gekk ég
upp og alla leið upp í hina hálfauðu
sali Forngripasafnsins, en með því að
ég mundi ekki gjörla, hvar upp skyldi
ganga til Eyfells, og lítt sá fyrir sér,
en mér hins vegar ljósakveikingar hús-
sins ókunnar, sneri ég aftur og hugð-
ist aS finna einhvern, er gæti leiðbeint
mér. NeSarlega í stigum hússins mæti
ég hinum roskna embættismanni, er
fyrir skemmstu hafði sagt lækninum,
vini mínum, frá svo hrapallegri tilraun
minni til sjálfsmorðs, eftir góðum heim-
ildum, — og ósýnt um endalok mín,
eins og þá var sagan. Ekki var myrkara
en svo, að gjörla þekktum viðhvorann-
an. KastaSi ég á hann kveðju, spurði
hann, hvort hann hyggði Eyfells vera
í húsinu og hélt hann það vera. BaS ég
hann þá aS fylgja mér á fund hans.
Ekki sá ég betur, en að leiðsögu-
manni mínum brygði nokkuð við
að sjá mig, og er það ekki á færi
mínu að lýsa því nánar, hvernig
hann var yfirlitum, er hann lagði
með mér í för um stiga og
skuggasali hins mikla húss. Einhvern
tíma hef ég heyrt því fleygt, aS Eyfells
málari væri talinn hafa miSilsgáfu. En
kunnugt er, að menn, sem ráðast af
dögum með sviplegum hætti, þykja
einkum leita á vit slíkra manna. Má
og vera, að maðurinn hafi eitthvaS um
þetta heyrt. En því var hann óneitan-
lega líkastur, er hann gekk með mér,
sem hann hyggði sig vera í för með aft-
urgöngu, enda hvimaði ég drjúgum í
átt þangaS, sem öxin og höggstokkurinn
hafa löngum átt bólstaS sinn. Ekki
lagði hann með mér í síðasta stigann,
enda er hann brattur mjög og þröngur,
en kallaði Eyjólf til viSurtals hárri
röddu, ef hann væri þar fyrir. Kom
hann brátt á vettvang, en leiðsögumaS-
ur minn hvarf snarlega.
Dvaldi ég svo hjá Eyjólfi um stund,
á meðan hann bjó um málverkiS, og
skildumst viS meS virktum á Hverfis-
götunni.
Atvik svipuS þessu hef ég lifaS í
tugatali, síðan rægitungurnar hleyptu
hengingarsögunni af stokkunum, og
sumar enn þá skoplegri. Og viðbrögð
manna í látæði og tilsvörum, einkum
þeirra, er alls óviljandi hafa gerst kvarn-
arþrælar í rógmyllunni, hafa veriS
eitt meS því broslegasta og jafnframt
fróðlegasta frá sálfræðilegu sjónarmiði,
er mér hefur auðnast aS lifa. Hitt þótti
mér ískyggilegra, aS nálega var orSiS
stórslys á Laugaveginum á gamlárs-
dag, af því aS tveir bílstjórar með
vagna sína fulla af fólki, gættu þess
ekki að stýra og höfðu næstum ekizt á,
svo mjög þurftu þeir aS athuga mig,
er mig bar þar fram hjá þeim.
IV.
A aðfangadag jóla kl. fimm síðdeg-
is lagði ég af staS rneS Steindórsbíl
suður í GarS og skyldi dveljast þar
um jólin með vini mínum og skóla-
bróður, Sveinbirni Árnasyni í Kot-
húsum, til 28. desember. ÁSur en ég
færi kom ég snöggvast viS í Háskól-
anum og kvaddi þar nokkra kunningja.
Var þeim vel kunnugt um, að ég var
að fara úr bænum. ÁSur en ég fór,
símaSi ég til kunningja míns, sem er
verkamaður og vinnur við höfnina.
Hann kvað söguna vera komna á