Helgafell - 01.01.1943, Side 57

Helgafell - 01.01.1943, Side 57
HENGINGIN í HÁSKÓLAKAPELLUNNI 43 gang þar og barða fram, sem óyggj- andi sannleika með miklu harðfylgi, af vissum mönnum, og því líkast sem um baráttu fyrir hugsjón væri að ræða. Eg bað hann að gamni að fá nokkra glögga menn, sem ég tiltók, og kunn- ingjar voru okkar beggja, til þess að gefa því gætur, hverjir yrðu einkum til þess að útbreiða söguna á vinnu- stöðvum hingað og þangað um bæ- inn og krefja sögumenn heimildar- manna eftir föngum. Hét hann góðu um það. Fór ég síðan úr bænum og kom ekki aftur fyrr en 28. desember, eins og áður segir. Ekki löngu síðar hitti ég nokkra kunningja mína og samherja úr Al- þýðuflokknum. Kunnu þeir mér það að segja, að mjög hefði sagan dafnað vel um jólin. Bersýnilegt var, að brottför mín úr bænum hafði orðið til þess að styrkja fólk í þeirri trú, að ég lægi í sjúkrahúsi. Einn af helztu virðinga- mönnum Alþýðufl. og nokkrir aðrir sögðu mér það, að þeir hefðu gagn- gert spurzt fyrir um það í sjúkrahúsum, hvort ég hefði verið þangað fluttur. Má nærri geta, hvílík svör þeir hafa feng- ið. Fór svo að vonum, að í engu sjúkrahúsi hafði mín orðið vart. Há- skólaritari tók og drjúgum að verða fyrir upphringingum af hálfu þeirra manna, sem með réttu töldu sig það nokkru varða, hvort svo válegir hlutir hefðu hent einn af starfsmönnum stofnunarinnar. Ekki veit ég, hver svör hann kann að hafa gefið, en geng að því vísu, að hann, sem var í lófa lagið að vita hið sanna í þessu máli, hafi aflað sér réttra upplýsinga og hag- að svörum sínum eftir þeim, og það því fremur, sem nokkrir sögumanna úti um borgina, báru hann fyrir sem heim- ildarmann, ef þeim þótti dauflega tek- ið í hina mikilsverðu fregn. Fleiri voru og tilnefndir sem heimildarmenn, t. d. húsvörður Háskólans og jafnvel einstakir prófessorar. Er helzt svo að sjá, að við engan hafi verið hlífzt, þegar um var að ræða að berja róg- söguna inn í vantrúaða áheyrendur. Leitað var og drjúgum upplýsinga hjá einstökum starfsmönnum Háskól- ans, og varð af öllu þessu ekki lítill erill og orðavafstur. V. En úti í bænum fór hið dulbúna sögulið hamförum og háði hið glæsi- legasta leifturstríð, á meðan ég sat í náðum að jólafagnaði suður með sjó. Forustufólk og útgerðarmenn rógsins gátu nú átt tiltölulega náð- uga daga, þurftu aðeins að grípa leiðréttandi og örfandi inn í starf- semi rógmyllunnar, ef eitthvert hik sýndist ætla að verða á sókninni eða óþægilegum staðreyndum skaut ein- hvers staðar upp, t. d. vitnisburði manna, sem höfðu verið með mér, séð mig eða átt tal við mig, um þær mundir, er hinir herfilegu atburðir áttu að hafa gerst. Og hér áttu frum- kvöðlar rógsins hægan leik. Sagan var sem hneykslissaga og slefburður með öllum þeim útbúnaði, sem hún smám saman hlóð utan á sig, of mikið ljúf- meti til þess, að hið alþýðlega ímynd- unarafl gæti látið hana afskiptalausa. Saga, sem hefur þekkta persónu að uppistöðu og dauðann að þungamiðju, heldur áfram að s\apa sig sjálf, eftir að hún er einu sinni \omin af staS, samfytíœmt áþtíeÓnum lögmálum, sem eru al\unn úr þjóðsagnafrœðum, helgi- sögum og bóþmenntum. Hún verður ekki hamin, hún hlítir sínum eigin lög- um. Hún sækir með ómótstæðilegu afli í átt hins dramatíska, ægilega, til hins leyndardómsfulla og óhugnanlega. Og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.