Helgafell - 01.01.1943, Page 57
HENGINGIN í HÁSKÓLAKAPELLUNNI
43
gang þar og barða fram, sem óyggj-
andi sannleika með miklu harðfylgi,
af vissum mönnum, og því líkast sem
um baráttu fyrir hugsjón væri að ræða.
Eg bað hann að gamni að fá nokkra
glögga menn, sem ég tiltók, og kunn-
ingjar voru okkar beggja, til þess
að gefa því gætur, hverjir yrðu einkum
til þess að útbreiða söguna á vinnu-
stöðvum hingað og þangað um bæ-
inn og krefja sögumenn heimildar-
manna eftir föngum. Hét hann góðu
um það. Fór ég síðan úr bænum og
kom ekki aftur fyrr en 28. desember,
eins og áður segir.
Ekki löngu síðar hitti ég nokkra
kunningja mína og samherja úr Al-
þýðuflokknum. Kunnu þeir mér það að
segja, að mjög hefði sagan dafnað vel
um jólin. Bersýnilegt var, að brottför
mín úr bænum hafði orðið til þess að
styrkja fólk í þeirri trú, að ég lægi í
sjúkrahúsi. Einn af helztu virðinga-
mönnum Alþýðufl. og nokkrir aðrir
sögðu mér það, að þeir hefðu gagn-
gert spurzt fyrir um það í sjúkrahúsum,
hvort ég hefði verið þangað fluttur. Má
nærri geta, hvílík svör þeir hafa feng-
ið. Fór svo að vonum, að í engu
sjúkrahúsi hafði mín orðið vart. Há-
skólaritari tók og drjúgum að verða
fyrir upphringingum af hálfu þeirra
manna, sem með réttu töldu sig það
nokkru varða, hvort svo válegir hlutir
hefðu hent einn af starfsmönnum
stofnunarinnar. Ekki veit ég, hver
svör hann kann að hafa gefið, en geng
að því vísu, að hann, sem var í lófa
lagið að vita hið sanna í þessu máli,
hafi aflað sér réttra upplýsinga og hag-
að svörum sínum eftir þeim, og það
því fremur, sem nokkrir sögumanna úti
um borgina, báru hann fyrir sem heim-
ildarmann, ef þeim þótti dauflega tek-
ið í hina mikilsverðu fregn. Fleiri
voru og tilnefndir sem heimildarmenn,
t. d. húsvörður Háskólans og jafnvel
einstakir prófessorar. Er helzt svo að
sjá, að við engan hafi verið hlífzt,
þegar um var að ræða að berja róg-
söguna inn í vantrúaða áheyrendur.
Leitað var og drjúgum upplýsinga
hjá einstökum starfsmönnum Háskól-
ans, og varð af öllu þessu ekki lítill
erill og orðavafstur.
V.
En úti í bænum fór hið dulbúna
sögulið hamförum og háði hið glæsi-
legasta leifturstríð, á meðan ég sat í
náðum að jólafagnaði suður með
sjó. Forustufólk og útgerðarmenn
rógsins gátu nú átt tiltölulega náð-
uga daga, þurftu aðeins að grípa
leiðréttandi og örfandi inn í starf-
semi rógmyllunnar, ef eitthvert hik
sýndist ætla að verða á sókninni eða
óþægilegum staðreyndum skaut ein-
hvers staðar upp, t. d. vitnisburði
manna, sem höfðu verið með mér, séð
mig eða átt tal við mig, um þær
mundir, er hinir herfilegu atburðir áttu
að hafa gerst. Og hér áttu frum-
kvöðlar rógsins hægan leik. Sagan var
sem hneykslissaga og slefburður með
öllum þeim útbúnaði, sem hún smám
saman hlóð utan á sig, of mikið ljúf-
meti til þess, að hið alþýðlega ímynd-
unarafl gæti látið hana afskiptalausa.
Saga, sem hefur þekkta persónu að
uppistöðu og dauðann að þungamiðju,
heldur áfram að s\apa sig sjálf, eftir
að hún er einu sinni \omin af staS,
samfytíœmt áþtíeÓnum lögmálum, sem
eru al\unn úr þjóðsagnafrœðum, helgi-
sögum og bóþmenntum. Hún verður
ekki hamin, hún hlítir sínum eigin lög-
um. Hún sækir með ómótstæðilegu afli
í átt hins dramatíska, ægilega, til hins
leyndardómsfulla og óhugnanlega. Og