Helgafell - 01.01.1943, Page 62

Helgafell - 01.01.1943, Page 62
48 HELGAFELL um til þess að kveða söguna niður. Hún Var uppspuni jrá rótum. Sumum mönnum kann að virðast, að svona lagað sé aðeins meinlaust gaman. En það er það ekki, þegar alls er gáð. Það samfélag manna auð- virðir sig ótrúlega, sem gerir sig á þennan hátt að klakstöð fyrir Gróu- sagnagerilinn. Og það gerir meindýr- um rógsiðjunnar í opinberu lífi óþarf- lega hægt fyrir. Við eigum, íslending- ar, atvika að minnast úr fortíðinni, og það ekki næsta langt aftur í tímanum, sem eru þess eðlis, að við höfum á- stæðu til að vera ekki sérlega hreykn- ir af frammistöðunni. Hvað segja menn til dæmis um það, þegar sköpulag manna og andlits- fa.ll, það sem þeim er sennilega ósjálf- ráðast af öllu ósjálfráðu, er haft að á- tyllu til þess að dreifa út um þá rógi og ófrægingum landshornanna á milli ? Eru það sæmileg vinnubrögð ? Þess er skammt að minnast, að atkvæða- mikill stjórnmálamaður og hættuleg- ur andstæðingum sínum, var borinn þeim rógi, að hann tíœri yjirhpminn eiturlyfjaneytandi, og þess vegna ekki alltaf sjálfrátt. Og hver var ástæðan ? Hann þótti ekki vera nógu stríður og hafinn í andlitsdráttum. Sönnunin var viss ,,slapandi“, sem eiturbyrlararnir þóttust hafa séð. Þetta þótti ljótur leik- ur þá, og var það sannarlega. En þann- ig mætti telja fleiri dæmi. Það kom t. d. fyrir í kosningum ekki alls fyrir löngu, að hreppstjóra einum var mjög illa við frambjóðanda, sem búsettur var í hreppi hans. Að loknum funda- höldum gerði hann sér ferð á ýmsa bæi í sveit sinni og las upp fyrir mönn- um skeyti, er hann kvaðst hafa feng- ið úr Reykjavík. Þar er þessi frambjóð- andi borinn þeim sökum, að hann hafi falsað víxil. Menn setti að vonum mjög hljóða, og það var svo sem ekki lengur að spyrja um hið hugsanlega kjörfylgi frambjóðandans. Sagan fór víða í hvíslingum og gerði sjálfsagt sitt gagn, en hún var tilbúningur frá upphafi til enda. Það eru þessi vinnubrögð, sem við verðum að gera upp við okkur, hvort við ætlum að þola, hvort við ætl- um að auðvirðast svo almennt, að ljá þessari tegund opinberrar iðju það færi, sem hún því miður hefur notið og virðist njóta í vaxandi mæli. Ég vil, eins og áður segir, að svo stöddu ekki leiða neinum getum að því, hverjir hafi verið frumkvöðlar hengingarsögunnar, þó að ég sé hins vegar ekki svo áttaviltur, að ég viti ekki fullgerla hvaðan óvildarskeyti hafa einkum borizt til mín utan úr myrkrinu undanfarin ár. Það skiptir ekki svo miklu máli. En ég hverf aftur að fyrri spurningu minni, þeirri, sem er miklu meira alvörumál, enda grun- ar mig, að þeir, sem stóðu að þessari ófrægingarsögu um mig, séu nú búnir að hafa af henni hér um bil alla þá fróun, sem þeir geta af henni vænzt. Er það unnt að ljúga á menn helgi- spjöllum, geðsturlun og voðaverk- um, ljúga af mönnum heilbrigði, vit og æru án verulegrar ábyrgðar ? Er þetta hægt á íslandi ? Það virðist því miður, að svo sé. Það er kunnugt mál, að fyrir nálega aldarfjórðungi hugkvæmdist metorðagjörnum íslendingi að nota skipulagðan róg til þess að koma and- stæðingum sínum á kné. Fyrirbrigðið var þá að mestu óþekkt í íslenzkri stjórnmálasögu, og verkanir þess á- þekkar því, er menn grípa til leyni- vopna í hernaði. Síðan hefur rógurinn og mannspjallastarfsemin orðið, ef ekki viðurkenndur, þá eigi að síður einhver hinn virkasti þáttur í íslenzkri stjórn- málastarfsemi. Hengingarsagan í Há-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.