Helgafell - 01.01.1943, Síða 66
52
HELGAFELL
miklu víðar eru örnefni við hana kennd um ísland“. Annars segir sagan
aðeins frá einu sérstöku atriði úr lífi hennar á þessum hrakningum. Hún
þáði veturvist að Hjalla í Olfusi hjá þeim feðgum, Þóroddi goða og Skafta
lögsögumanni. Var hún þar sem annars staðar með dul og lá í yztu sæng í
skála og hafði fortjald fyrir. Hún sló þar hörpu nær allar nætur, því að
henni varð ekki svefnsamt. HeimafólkiS leiddi getum að, hver kona þessi
myndi vera. AustmaSur var þar á vist, er Hrafn hét. Hann forvitnaðist eina
nótt undir tjaldið og sá, að Helga sat uppi í einum serk, og sýndist honum
konan fríS mjög. Vildi hann upp í sængina til hennar, en hún varnaði þess,
og tókust þau á, og urðu þær lyktir, að annar fótleggur og annar handlegg-
ur austmannsins gengu sundur, en Helga hvarf þaðan litlu síðar.
Fleira segir höfundur Bárðarsögu oss ekki frá Helgu. En sá, sem jók
þætti Gests BárSarsonar viS söguna, leiðir Helgu aftur snöggvast fram á
sjónarsviðið. Hann segir frá því, hversu BárSur hefndi dóttur sinnar á
Skeggja. Hann kom að Reykjum haustkveld eitt, í dulargervi, og nefndist
Gestur. FalaSi hann veturvist þar og fékk hana fyrir atbeina Eiðs Skeggja-
sonar. Um veturinn tældi hann Þórdísi, dóttur Skeggja, fimmtán vetra
gamla. Ó1 hún sveinbarn um haustið eftir í seli föSur síns og nefndi dreng-
inn Gest, eftir hinum horfna föður hans. Næsta dag kom ókunnug kona í sel-
iS og bauð að taka við sveininum og fóstra hann, og lét Þórdís þaS eftir.
Tólf árum síðar kom hin sama kona meS drenginn til Þórdísar, sagði henni,
að hún væri Helga BárSardóttir Snæfellsáss, og BárSur, faðir sinn, væri
einnig faðir drengsins. HafSi Helga alið hann upp, ,,en víða höfum vit
Gestr verit, því at heimili mitt er eigi í einum stað“. Hvarf hún síðan á
brott, og er þess eigi getið, aS Þórdís sæi hana síSar. AS öðru sinni getur höf-
undur þáttarins Helgu, er hann telur hana meðal boðsgestanna í trölla-
veizlunni miklu, er Hít tröllkona í Hítardal hélt, en ekki er Helgu að öðru
neitt getið við þá atburði, er gerðust í veizlu þessari.
Höfundur BárSarsögu segir sögu Helgu aðeins í stórum dráttum. Er það
sönnun þess, að sú saga er ekki skáldskapur hans sjálfs. Ef hann hefði sjálfur
búiS sögu þessa til, myndi hann hafa sagt hana miklu nákvæmar og greint
fleiri einstaka atburði úr ævi hennar. Hann hefði þá eigi látiS sér nægja að
segja, að hún hefði ,,náliga ‘ gefið Skeggja líf í viðureign hans við tröllin í
EiríksfirSi. Hann hefði sagt, með hvaða hætti hún hefði hjálpað honum.
Hann myndi hafa sagt frá fleiri atburðum úr ferSum hennar um landiS en
viðureign hennar við austmanninn á Hjalla einni saman. Hann myndi hafa
greint fleiri örnefni, sem við hana væru kennd, en Helguhelli einn, úr því
að hann á annað borð fór að geta þess, að örnefni væru viS hana kennd
víðar um landiS en á Snæfellsnesi. Allt bendir til þess, að það, sem sagan seg-
ir oss af Helgu, sé aðeins ágrip af ítarlegri sagnaþætti, sem af henni hefur
gengið og höfundurinn hefur þekkt. En einhverra hluta vegna hefur hann ann-