Helgafell - 01.01.1943, Side 74
60
HELGAFELL
hjá sér um veturinn, kenndi honum lögspeki og gifti honum Þórdísi, dótt-
ur sína. En það voru ekki Snæfellingar einir, er nutu góðs af Bárði. Sagan
segir, að hann hafi sveimað víða um landið. Bárðarhellir í Brynjudal í
Kjós á að vera kenndur við hann.
Snæfellingar hafa að líkindum verið hættir að heita á Bárð til fulltingis
sér í mannraunum og vanda, löngu fyrr en saga hans var rituð. Mann-
fólkið hafði þá eignazt nýja verndaranda, sem tekið höfðu við hlutverki hinna
fornu, heiðnu hollvætta. Ein af jarteinum Þorláks biskups helga minnir t. d.
mjög á það, er Bárður barg Ingjaldi. Sú jartein gerðist austur í Álftafirði.
Tveir bátar voru á sjó í fiskiróðri, og skall á þá ofsaveður. Á öðrum bátnum
voru sjö menn, og varð hann fyrri að landi, en braut í spón í lendingu,
og týndist þar allur fjárhlutur, en skipverjum var bjargað af mönnum á
landi. Á hinum bátnum voru tveir menn, og er þeir sáu ófarir hinna ,,þá
sló á þá ótta ok hræðslu. Þeir hétu á hinn sæla Þorlák biskup til lífs ok
farargreiða ok sungu pater noster; fóru síðan inn á boðana. En þeir, sem
á landi vóru, sá stundum at eins skipit ok þótti öllum þeir ráðnir til bana.
En er at sótti landinu, sá þeir, er á landi vóru, hinn þriðja mann sitja við
stýri í svartri kápu á skipi þeirra ok stýrði svá at landi, at aldrei skeikaði þó
at yfir félli. Komu þeir með heilu skipi at landi ok héldu öllum farmi sínum
ok öllu gagni því, er á skipinu var“. Var það Þorlákur biskup, er við stýrið
sat, þó að mennirnir á bátnum sæju hann ekki.
En þótt Bárður væri eigi lengur heitguð, er saga hans var skráð, þá bera
sagnirnar, sem hún hefur að geyma, enn nokkurt mót þess tíma, er menn
enn trúðu á Snæfellsásinn og hétu á hann af alhug. Nýjar sagnir um hann
hafa skapazt, eftir að sagan var skráð, og gengið í munnmælum og ganga enn,
en mót hinnar fornu trúar á sögnunum hefur orðið óljósara, eftir því sem ald-
irnar hafa liðið, og sagnirnar færzt nær og nær bábiljum. Yngstu og síðustu
eftirstöðvarnar af heitunum fornu á landvættina í Snæfellsjökli er sennilega
þófaraþulan alkunna:
BárSur minn á JökJi
leggstu á þófið mitt o. s. frv.
Þulu þessa átti þófari að hafa yfir iðulega í hálfum hljóðum, meðan hann
var að þæfa, svo að honum gengi vel þófið. Þulan er eins konar barnagæl-
ur til Snæfellsássins og eflaust æði fjarlæg heitum þeirra manna, er trúðu því,
að hann væri til og máttugur til bjargráða í hvers kyns vanda.
Mörg örnefni á Snæfellsnesi minna á Bárð. Eins þeirra er getið í sögunni,
Bárðarlaugar, en svo heitir enn sporöskjulöguð tjörn í svonefndu Laugar-
holti fyrir ofan og vestan túnin á Hellnum. Hin örnefnin eru ekki nefnd í
sögunni og eru líklega yngri en hún, því að ella myndi hinn örnefnafróði
höfundur hennar væntanlega hafa getið þeirra. Bárðarskip er klettur í Drit-
vík nefndur, og þar eru minni klettar eða steinar, sem kallaðir eru Bárðar-