Helgafell - 01.01.1943, Síða 78
64
HELGAFELL
greinar í Fjölni um efni, sem þá var ekki mikið sinnt hér á landi. Er
i þeim að finna ýmiss konar fróðleik um íslenzkan framburð á fyrri
hluta 19. aldar. Og þó að mörgum væri lítið um þessar greinar gefið,
er víst, að málfræðingar mundu nú ekki kjósa þær úr Fjölni.
Konráð var gáfaður maður og lærður málfræðingur. Iiann ritaði af
skilningi og þekkingu og varði „skoðun sína með Ijósum og skarpvitr-
um rökum“.
Á síðasta þriðjungi 19. aldar gerði Björn M. Ólsen aðra tilraun til
þess að hrúa bilið milli stafsetningar og framburðar, en sú lilraun mis-
tókst einnig. Björn heitti svipuðum rökum og Konráð. Hann var flug-
gáfaður maður og hálærður. Fyrirlestrar hans um stafsetningu og eink-
um ritgerð lians í Germaniu XXVII. (Zur neuislándischen Grannnatik),
þar sem liann ræðir allmikið um íslenzlcan framburð, hafa varanlegt
gildi í íslenzkri málssögu og eru hollur lestur þeim, sem fræðast vilja
um framhurð og stafsetningu.
Á þeim rúmlega fjórum áratugum, sem liðnir eru af 20. öldinni,
hefur ríkt liinn mesti glundroði i íslenzlcri stafsetningu. Stórbreytingar
hafa þó engar orðið.
Árið 1929 var gefin út auglýsing um stafsetningu þá, er við nú höf-
um. Var hún gerð samkvæmt tillögum þeirra Alexanders Jóhannesson-
ar prófessors, Einars Jónssonar mag. art. og Jakohs Smára mag. art.
Er stafsetning þessi um flesta liluti hin sama og stafsetning Halldórs
Friðrikssonar, skólastafsetningin svo nefnda.
Ekki verður annað sagt en stafsetningu þessari liafi verið tekið
sæmilega. Eina verulega andstaðan gegn henni hefur komið fram í því,
að eitt stærsta og víðlesnasta hiað landsins, Morgunhlaðið, hefur ekki
fengizt til þess að taka hana upp.
Enginn málfræðingur liefur nú hreyft andmælum. Með því er auð-
vitað ekki sagt, að málfræðingar séu almennt ánægðir með hana.
Hins vegar liefur einn leikmaður, Helgi IJjörvar, látið óánægju sina
í ljós (Samtíðin 1934, Helgafell 1942), svo sem áður var að vikið. Á
liann því samleið með Morgunblaðinu.
Greinar Helga bera ekki með sér, að hann liafi lært mikið af þeim
Konráði og Birni. Þeir rituðu af þekkingu. Iljá Helga verður meir
vart yfirborðsliáttar. Þeir beittu fræðilegum rökum. Helga eru tamari
stóryrði. Þeir litu á málið i heild. Helgi fitlar við smámuni. Þeir (sér-
staklega Konráð) vildu byggja þannig upp, að standa mætti um langan
aldur. Helgi vill tjalda til einnar nætur.