Helgafell - 01.01.1943, Page 80
66
HELGAFELL
Nú er margs konar framburður til í landinu. Er því nauðsynlegt að
ókveða fyrst, hvaða mállýzku á að miða við í þessu sýnishorni. Eftir
atvikum þykir mér vel fara á því að velja í öllum aðalatriðum fram-
burð þann, sem Helgi Hjörvar hefur. Fer þar tvennt saman: Lands-
menn kannast vel við framburð Helga, því að oft hefur hann hevrzt í
iitvarpi, en auk þess, — og það skiptir auðvitað mestu máli —, er hann
algengasti framhurður í málinu. Ég vil þó taka það skýrt fram, að eklci
er það skoðun mín, að höfðatölureglan eigi að vera aðalsjónarmið við
val framburðar, ef horfið yrði að því ráði að samræma framburð á öllu
landinu. Þar kemur margt annað til greina, sem verður ekki rakið hér.
Kaflinn, sem ég vel að sýnishorni, er úr fyrrnefndri grein Helga
Hjörvars í septemberhefti Helgafells.
I. Stafsetning frá 1929:
Sjá, ég hef útvalið þig sérstaldega! Far þú og spá þú hjá lýð mín-
um! Seg þú þeim, sem þverskallast, og seg þú allri þjóð þinni: Ilrafn-
kelssaga, hún er ekki rituð á íslenzka tungu, eins og falsspámennirnir
hafa kennt. Og þú skalt segja þeim, til sannindamerkis, að þær breyt-
ingar, sem Kiljan hefur nú gert á þessari bók, það eru „ekki stafsetn-
ingarbreytingar, heldur málbreytingar“. „H. K. L. hefur þannig breytt
máli bókarinnar“. Og þú skalt enn endurtaka það, „að máli bókarinnar
hefur verið breytt“. Allt þetta skaltu segja þeim orðrétt, eins og ég
legg þér i munn, svo að þeir trúi þér og láti af því að þverslcallast
gegn sannleikanum. Þennan boðskap vil ég láta út ganga af munni
þínum, í nafni hinna fáu útvöldu.
11. Stafsetning, miðuð við framburð:
Sjá, jeq hev udvalið þiq sjehrsdagleqa. Far þú oq sbá þú hjá líð
mínum. Seq þú þeim, sem þvehrsgadlast, oq seq þú adlri þjóð þinni:
Hrabhnkjelssaqa (Hrahkjelsaqa), hún er ehgji riduð á íslensga túrjgu,
eins oq falssbámennirdnir (falsbámennidnir) hava kjehnt. Oq þú sgahlt
seija þeim, til sannindamehrgjis, að þær breidíijgar, sem Kjiljan hevur
nú gjehrt á þessari bók, það eru „ehgji sdafsehdnírjgarbreidír)gar“. „H.
K. L. hevur þanniq breiht rnáli bógarinnar“. Oq þú sgahlt enn enduhr-
taga það, „að máli bógarinnar hevur verið breiht“. Ahlt þehda sgahldu
seija þeim orðrjeht, eins oq jeq legg þjer í munn, svo að þeir trúi þjer