Helgafell - 01.01.1943, Page 90

Helgafell - 01.01.1943, Page 90
76 HELGAFELL maður. Oft var þrem eða fjórum bjöllum hringt í senn, og kallaði ég þá upp stigann með þrumandi röddu: ,,Irma, sendið tvo smjörskammta upp í her- bergi nr. 35 !“ Ef litið er á þetta starf sem undirbúning undir Rómarförina, verður það naumast kallað veigamikið. En milli þess, er ég greiddi bakara- reikninga og ritaði viðskiptamönnum kvittanir, var ég þó að skrifa orðsend- ingu til Ítalíukonungs og athuga kortið af Tyrrenahafinu. Annar undirbúning- ur, sem ég sýslaði við, er skemmtilegasti þáttur þessarar sögu, en því miður er hann og verður leyndarmál. í maímánuði flaug ég í fyrsta sinni einn í Farmans flugvél nálægt Versai- lles. En þegar ég þá heyrði, að fasistar hefðu komizt að leyndarmáli mínu, hvarf ég, og mér skaut upp aftur í Englandi undir öðru nafni. Þrettánda júlí fór ég frá Cannes í enskri tveggja manna flugvél og hafði með mér 80 kíló af bæklingum. Nú hafði ég ekki flogið einn meira en sem svaraði fimm klukku- stundum, og því fór ég einn, til þess að hætta ekki lífi neins af vinum mín- um. En til allrar óhamingju vildi mér slys til á Korsíkuströnd, og þar með lauk fyrirtækinu, en ég varð að leita undankomu og skilja flugvélina eftir á vellinum. Nú var leyndarmál mitt komið upp. Á Ítalíu varð þeim lítið fyrir að komast að því, hver hinn dularfulli flugmaður hefði verið. Enska og franska lögreglan tók að leita að mér með svo mikilli ástundan, að ég er upp með mér af því. Þeir deildu jafnvel um myndirnar af mér. Ég vona, að þeir afsaki ónæði það, sem þeir urðu fyrir af mínum völdum. Verst af öllu var, að nú gat ég ekki framar reitt mig á að koma ó- vænt, en á því var sigurvon mín reist að mestu leyti. En engu að síður varð Rómaborg mér eins og Hornhöfði varð Hollendingnum fljúgandi, og ég heitstrengdi að komast þangað eða liggja dauður ella. Þótt ég æski þess ekki sjálfur að deyja, því að ég á svo margt ósýslað, þá hlyti dauði minn að auka árangur flugsins. Af því að allur háskinn bíður heimflugsins, þá dey ég ekki, fyrr en ég hef afhent bréfin mín, fjögur hundruð þúsund talsins, og verður hann þá enn öflugri meðmæli með þeim. Þegar á allt er litið, er hér ekki um að ræða annað né meira en að gefa lítils háttar fordæmi um rétt borgarahugarfar. Ég er sannfærður um, að fasistastefnan hverfur ekki, fyrr en tuttugu manns eða meira hafa fórnað lífi sínu til þess að vekja ítali. Á endurreisnartímunum (Ítalíu á 19. öld) voru ungir menn þúsundum saman fúsir til þess að fórna lífi sínu, en nú eru þess háttar menn fáir. Og af hverju er það ? Það er ekki af því, að þeir séu lítilsigldari og veikari í trúnni en for- feður þeirra voru. Það er af hinu, að enginn trúir því, að alvara fylgi fas- istastefnunni. Menn líta á forsprakkana, og allir halda, að stefnan falli brátt um sjálfa sig. Þess vegna virðist það hófi fjarri að gefa líf sitt til þess að lúka því, sem fellur um koll af sjálfu sér. En þetta er misskilningur. Það er nauðsynlegt að deyja. Ég vona, að margir fylgi mínu dæmi og takist að lok- um að vekja almenningsálitið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.