Helgafell - 01.01.1943, Page 97

Helgafell - 01.01.1943, Page 97
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ 83 III. Gísli Konráðsson hinn fróði skrifaði fyrstur manna drög að ævisögu Sig- urðar Breiðfjörð, og hafa þeir, sem síðan hafa skrifað um Sigurð, byggt á þeim, enda vorkunn, því að alkunnugt er, að þeir Sigurður voru vinir, þó að alltaf byggju þeir nálega sinn á hvoru landshorni. Þeir kynntust fyrst árið 1822, að því er talið er, og átti Sigurður þá heima í Reykjavík, en Gísli var við sjóróðra á Álftanesi. Gísli var 11 árum eldri en Sigurður, og lifði hann lengi. Hefði mátt ætla, að Gísli hefði haft tök á að skrifa sanna ævisögu Sigurðar, en honum var margt betur gefið en skilja hismið frá korninu. Um Sigurð hafa síðan skrifað samfellt mál þeir Jón Borgfirðingur árið 1878, Einar Benediktsson skáld árið 1894, Sighvatur Grímsson Borgfirð- ingur árið 1912 og Sveinbjörn Sigurjónsson magister árið 1937. Frásögn þeirra af fyrra hjónabandi Sigurðar og tildrögum þess, að hann fluttist til Vestmannaeyja, er að efni til á þessa lund: Veturinn 1825 var svo komið fyrir Sigurði, að honum var ekki lengur vært í Reykjavík vegna skulda. Leitaði hann þá til Petreusar kaupmanns í Vestmannaeyjum og gerðist beykir hjá honum. Vorið 1825 fór hann út í Vestmannaeyjar. Varð hann að beita ýmsum brögðum til þess að komast undan skuldheimtumönnum sínum, svo að hann slyppi burtu. í Vestmanna- eyjum kynntist hann Sigríði nokkurri Nikulásdóttur, þernu Petreusar kaup- manns, og kvæntist henni 1826 fyrir áeggjan húsbónda síns. Sigurði hafði víst oft boðizt álitlegri ráðahagur, enda er mælt, að hún væri þá þunguð af völdum kaupmanns og gæfi hann Sigurði tunnu af brennivíni og gott rúm til þess að taka hana að sér. Talið er, að Páll Jónsson skáldi, prestur að Kirkjubæ, gæfi þau saman í hjónaband. Samfarir þeirra urðu skammar, því að Sigurður þóttist véltur í kaupunum, og konan reyndist honum ótrú. Otti Jónsson, búðarmaður þar í Eyjum, varð friðill hennar. Samt fór vel á með þeim Sigurði og Otta, og samdist svo með þeim, að hann heimilaði Otta konuna, en fekk í staðinn danskan hund, sem Otti átti. Þóttust báðir vel keypt hafa, og fór Sigurður burt úr Eyjum haustið 1828 með sinn danska hund, en konulaus. Skömmu eftir að Sigurður fór úr Eyjum, ól Sigríður barn, sem hún kenndj Otta. Uppistaðan í frásögn þessari er frá Gísla Konráðssyni. Er frásögn hans um viðskipti þeirra Sigurðar og Otta orðrétt á þessa leið: ,,Ekki hafði Breiðfjörð þar (þ. e. í Vestmannaeyjum) lengi verið, áður hann kvæntist þernu Petreusar, Sigríði Nikulásdóttur.... En gefið var hon- um til þess gott rúm og brennivínstunna. Vígði Páll prestur (skáldi) þau saman. Er sagt( að Breiðfjörð drykki þá sVo fast, að b'era yrði hann til sæng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.