Helgafell - 01.01.1943, Síða 109
SKOÐANAKÖNNUN
95
unarráÖstöfunum gegn kommúnistum
heima fyrir.
Umskipti þau, sem orðið hafa á af-
stöðu manna, eru þó svo mikil, að þau
þurfa skýringar við. Það væri of einfalt
að útskýra þessa breytingu sem ein-
skært tækifærissjónarmið tilfinning-
anna Ég mundi vilja halda því fram,
að hún eigi að verulegu leyti, þótt
ósagt skuli látið, hve miklu, rót sína
að rekja til betri upplýsinga um rúss-
nesk málefni. Áður fyrr var samúðinni
haldið að nokkru leyti í skefjum með
því að ala á röngum skoðunum um
Rússland. Það eru því ekki fyrst og
fremst tilfinningarnar, sem hafa
breytzt, heldur skoðanir manna á stað-
reyndum, þegar blöðin opnuðu allt í
einu allar gáttir fyrir Rússlandsfregn-
um, sem áður var haldið vendilega
leyndum. Hér er í rauninni komið að
einu athyglisverðasta atriðinu á hinu
fræðilega sviði skoðanarannsókna:
hversu mikill munur yrði á skoðunum
manna, ef forsendur allra væru hinar
sömu ? Að hve miklu leyti orkar þekk-
mg eða þekkingarskortur á pólitískar
»,skoðanir“ vorar og að hve miklu leyti
markast þær af einhverju, sem kalla
mætti ,,hreint“ mat ?
,,Fólkið“ ætti því fremur skilið upp-
mist en ávítur fyrir að mynda sér skoð-
anir í svo góðu samræmi við þær stað-
reyndir, sem því eru fluttar. En þessi
breyting gefur mönnum þungvæga
ástæðu til að furða sig á stjórnmála-
mönnum ogblöðum, höfundum almenn-
mgsálitsins, sem áður bægðu frá þeim
fréttum, er þeir nú veita brautargengi.
Ároðursvald þeirra hlýtur að vera
geysileg hætta í sérhverju lýðræðis-
landi.
Þá er önnur stórfróðleg greinargerð
um málefni vinnumarkaðsins. Valda-
jafnvægið mdli verkamanna og auð-
manna hlýtur að vera mjög óstöðugt,
þar sem báðir aðiljar eru jafn ótraust-
ir á svellinu í skoðunum sínum og
könnun hefur leitt í ljós. Byrjum á
verkamönnum. í Ameríku eru ekki
lengur bornar brigður á réttmæti og
gildi samtaka þeirra. Verkalýðsfélög-
in hefðu getað skipað slíkan sess í al-
menningsálitinu, að á betra yrði ekki
kosið. í júni í fyrra tók Fortune sér
fyrir hendur að spyrja almenning,
hvert álit hans væri á verkalýðsleið-
togunum, og fékk þau svör, að aðeins
14,9% töldu þá að mestu heiðarlega
menn, 28,5% álitu helming þeirra eða
meira óheiðarlega, og 59,6% færðust
undan að svara. Við annarri spurn-
ingu, hvort menn teldu þá vinna nytja-
verk (doing a good job), voru svörin
um það bil hin sömu, eða 15,3%,
33,4% og 51,3%. En hlustum nú á
dóm iðnaðarverkamannanna sjálfra:
23,5% álitu flesta leiðtogana dugandi
menn, 50,9% töldu helming þeirra eða
meira duglausa, en 25,6% færðust
undan að svara. Meðal framkvæmda-
stjóranna hölluðust 55,6% á þá sveif-
ina, sem rýrði hlut verkalýðsforingj-
anna. Svörin um heiðarleika þeirra
voru um það bil hin sömu. En hvað
getur orðið úr verkalýðshreyfingu, ef
helmingur tíerþamanna telur leiStog-
ana óheiSarlega og duglausa ?
Svipaðar efasemdir komu fram í
samtímisatkvæðagreiðslu um viðskipta-
bann gegn fyrirtækjum, þegar sérstak-
ir verðir skora á fólkið að sneiða hjá
öllum viðskiptum við þau. Spurningin
var orðuð á þessa lund: ,,Þegar þér
sjái<5 fyrirtœþi í tíiðsþiptabanni, htíort
beinist þá samúð yðar að eigandanum,
tíerþfallsmönnum, báðum eða htíorug-
um ?“ Svörin eru svo lærdómsrík í
hverju smáatriði, að þau eiga skilið að
birtast í heild. Séretaklega er það ein-.