Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 110
96
HELGAFELL
að rasa ekki um ráð fram og kveða
ekki upp neinn dóm, fyrr en betur er
vitað.
Iðnadar- Landbúnaðar-
verka- verka-
menn menn
22,9%
8,6—
5,9-
16,9—
5,6—
18,1 —
Atvinnu- Skrifstofu-
rekendur fólb
31,6% 51,0% 31,0% 14,7%
10,0— 3,3— 10,2— 21,7—
9,7— 9,6— 11,5— 14,7—
16,1— 14,2— 20,1— 16,3—
3,2— 2,0— 3,0— 1,8—
18,9— 19,7— 27,0—
1,0— 4,5— 3,8— 22,0—
kennandi, hve algengt er, að landbún-
aðarverkafólk svari ,,ég veit það ekki“,
og hve sú tilhneiging er rík með því
SamúÖin er með
Eigandanum
Verkfallsmönnum
Báðum
Hvorugum
, .Skipti mér ekki af því
,,Það er komið undir....“ 20,5—
,,Veit það ekki“ 8,9—
,,Litlu meira en einn fimmti hluti
iðnverkamannanna sjálfra trúði á þá
baráttuaðferð, sem frá fornu fari hef-
ur verið talin eitthvert beittasta vopn
hinnar stríðandi verkamannastéttar“.
Þetta er athugasemd Fortune við nið-
urstöðuna. Atkvæðagreiðslan bendir
til þess, að hér sé um að ræða hreyf-
ingu, sem vægast sagt gengur ekki
heil til starfa. Sundrung og skortur á
trausti á leiðtogunum er hættulegasti
veikleiki amerískrar verkalýðshreyfing-
ar, eins og samheldni og traust eru
máttarstólpar verkalýðssamtakanna á
Norðurlöndum og í Bretlandi.
En atvinnurekendur eru sannarlega
ekki. samkvæmari sjálfum sér í barátt-
unni milli skoðana sinna og fram-
kvæmda. Enn var það Fortune, sem
gerði nákvæma rannsókn um þetta
efni í nóvember 1941. Atvinnurekend-
ur lýsa yfir því, að 91,5% þeirra mundu
að stríðinu loknu kjósa skipulag, þar
sem ríki frjálst framtak, eins og fyr-
ir stríð, en ekki nema 7,2% trúa því,
að svo verði. Tœpur tíundi hluti af
leiÖtogum attiinnulífsins telur þaÖ fram-
þtiœmanlegt, sem níu tíundu þeirra
ósJ^a. Aðeins 8,3% kjósa hagkerfi, þar
sem slíkir hlutir sem rafmagn, vatn,
gas og sporvagnar (public utilities)
séu undir opinberu eftirliti, en meira
en helmingurinn (52,4%) álítur að svo
muni verða. Og aðeins 0,2% kjósa
hálfsósíalískt þjóðfélag, þar sem gróða
einkafyrirtækja sé haldið mjög í skefj-
um, en 36,7% ætla, að framtíðin verði
á þá lund. Enginn æskir eftir atvinnu-
legu einræði, hvorki að hætti fasista
né kommúnista, en 3,7% álíta, að slíkt
sé í vændum.
Nálega allir fremstu atvinnurekend-
ur og fjármálamenn tóku þátt í þess-
ari atkvæðagreiðslu. Og vitnisburður
þeirra er blátt áfram sá, að valdaskeið
þeirra sé liðið undir lok. Sá, sem hitt-
ir þá að máli, les tímarit þeirra eða
heyrir frásagnir vina þeirra, sem fá að
skyggnast bak við tjöldin, furðar sig
ekki lítið á því, hve óvissir þessir
menn eru, ekki aðeins um framtíðar-
öryggi, heldur einnig um siðferðilegan
tilverurétt þess skipulags, sem kennt
er við frjálst framtak.
Bandaríska þjóðin hefur upp á síð-
kastið reynzt fús til að taka þátt í al-
þjóðlegum samtökum, og lofar það
góðu um, að mannfélag það, sem upp
rís að ófriðnum loknum, verði mjög á
aðra lund en hið gamla. Hinn róttæki
áhugi á skipulagsbundinni samábyrgð
allra þjóða er ekki aðeins hégómatal
fárra ofstækisfullra friðarvina. Al-
menningur hefur þegar breytt skoðun-