Helgafell - 01.01.1943, Side 111

Helgafell - 01.01.1943, Side 111
SKOÐANAKÖNNUN 97 um sínum um þetta efni. Árið 1937 vildi aðeins þriðjungur kjósenda, að Ameríka gengi í Þjóðabandalagið, en í júní 1941 skiptust atkvæði þeirra, sem létu uppi skoðun sína, svo, að 49% sögðu já en 51% nei. Og í febr. 1942 gat Cantril skýrt frá því, að ekki færri en 72% hefðu kveðið já við spurningunni, hvort Ameríka ætti að taka virkari þátt í alþjóðamálum að stríðinu loknu. 24% álitu, að þjóðin ætti „engin afskipti að hafa af heims- stjómmálum“. í apríl 1942 komst For- tune að raun um, að tala þeirra, sem ætluðu sér að styðja einangrunarstefn- una framvegis, hafði lækkað niður í 18%. Af ýmsum kostum, sem um var að velja, átti sá mestu fylgi að fagna, sem gerði ráð fyrir eins konar lýðræð- islegu bandalagi eða almennu heims- bandalagi, eins og það var orðað í könnun Cantrils, sem fyrr var nefnd, og þetta fyrirkomulag kaus um helm- ingur allra kjósenda. (Fortune hafði í þess stað spurt, hvort menn vildu leyfa Ameríku að taka þátt í að halda uppi frið og reglu í heiminum að ófriðnum loknum, og jafnvel þeirri spurningu svaraði helmingur greiddra atkvæða jatandi). Þetta ætti að vera mjög mik- ilvægt fyrir Bandamenn, því að nú er einmitt réttur tími til þess að láta uppi raunhœf og djarfleg styrjaldarmark- rnið. Það er alls ekki víst, að áhugi amerísku þjóðarinnar á alþjóðamálefn- um verði eins vakandi eftir styrjöld- ina. Enda þótt hinar efnislegu niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu mjög at- hyglisverðar, eru þau viðfangsefni ein- nutt nú efst á baugi, sem varða rann- sóknaraðferðina sjálfa og félagsfræði- leg efni. Einu slíku viðfangsefni skaut UPP í beinu sambandi við spurningarn- ar nni alþjóðasamstarfið. Það kom sem sé í ljós, að fésýslumenn voru alþjóðlegast sinnaðir allra stétta, er þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, þeir hinir sömu, er svartsýnastir höfðu ver- ið um sína eigin framtíð. Minnst ber á alþjóðahyggju hjá „blásnauðum mönn- um, negrum og húsmæðrum“. Hér hlýtur sú spurning að vakna, hver áhrif þe\1iing hefur á afstöðu manna til mál- efna. Tæplega verður komizt hjá þeirri niðurstöðu, að alþjóðahyggja sé að miklu leyti komin undir menntun og menningarkynnum. Fortune hefur gert sérrannsókn á þessu sviði. í skoð- anakönnuninni í apríl um alþjóðasam- starf var athuguð samfylgni skoðun- ar og kunnáttu. Spurt var nokkurra ein- faldra prófspurninga um ástand í ýms- um löndum, og voru þeir, sem spurð- ir höfðu verið, síðan dregnir í dilka. í þeim hópnum, sem var vel að sér, voru ekki færri en 47,6% fylgjandi al- þjóðlegri samvinnu, 31,7% í þeim flokki, sem illa var að sér, en aðeins 16,5% í þeim flokkinum, sem ekkert vissi. Yfirleitt hefur skoðanakönnunin ekki beinlínis flokkað svörin eftir þekkingu. í þess stað hefur svo virzt sem hinar skynsamlegu skoðanir, — að mati sænskra sósíaldemókrata og framfaramanna á alþjóðavísu, — sé oftar að finna meðal manna í hærri tekjuflokkum. Ég brann í skinninu af löngun til að deila á svo óljósan og blæbrigðalausan samanburð og spurði því Cantril, sem er nágranni minn og vinur og jafnan búinn í þrotlausar rök- ræður, um hið rétta hlutfall milli skoð- ana og þjóðfélagslegrar stöðu. Hann féllst á, að það sem í rauninni skilur á milli, sé mismunur á menntun, en ekki á tekjum. Þetta er í sjálfu sér mik- ið gleðiefni lýðræðinu. En við þetta bætir hann öðrum vitnisburði, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.