Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 111
SKOÐANAKÖNNUN
97
um sínum um þetta efni. Árið 1937
vildi aðeins þriðjungur kjósenda, að
Ameríka gengi í Þjóðabandalagið, en
í júní 1941 skiptust atkvæði þeirra,
sem létu uppi skoðun sína, svo, að
49% sögðu já en 51% nei. Og í febr.
1942 gat Cantril skýrt frá því, að ekki
færri en 72% hefðu kveðið já við
spurningunni, hvort Ameríka ætti að
taka virkari þátt í alþjóðamálum að
stríðinu loknu. 24% álitu, að þjóðin
ætti „engin afskipti að hafa af heims-
stjómmálum“. í apríl 1942 komst For-
tune að raun um, að tala þeirra, sem
ætluðu sér að styðja einangrunarstefn-
una framvegis, hafði lækkað niður í
18%. Af ýmsum kostum, sem um var
að velja, átti sá mestu fylgi að fagna,
sem gerði ráð fyrir eins konar lýðræð-
islegu bandalagi eða almennu heims-
bandalagi, eins og það var orðað í
könnun Cantrils, sem fyrr var nefnd,
og þetta fyrirkomulag kaus um helm-
ingur allra kjósenda. (Fortune hafði í
þess stað spurt, hvort menn vildu leyfa
Ameríku að taka þátt í að halda uppi
frið og reglu í heiminum að ófriðnum
loknum, og jafnvel þeirri spurningu
svaraði helmingur greiddra atkvæða
jatandi). Þetta ætti að vera mjög mik-
ilvægt fyrir Bandamenn, því að nú er
einmitt réttur tími til þess að láta uppi
raunhœf og djarfleg styrjaldarmark-
rnið. Það er alls ekki víst, að áhugi
amerísku þjóðarinnar á alþjóðamálefn-
um verði eins vakandi eftir styrjöld-
ina.
Enda þótt hinar efnislegu niðurstöður
skoðanakönnunarinnar séu mjög at-
hyglisverðar, eru þau viðfangsefni ein-
nutt nú efst á baugi, sem varða rann-
sóknaraðferðina sjálfa og félagsfræði-
leg efni. Einu slíku viðfangsefni skaut
UPP í beinu sambandi við spurningarn-
ar nni alþjóðasamstarfið. Það kom
sem sé í ljós, að fésýslumenn voru
alþjóðlegast sinnaðir allra stétta, er
þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, þeir
hinir sömu, er svartsýnastir höfðu ver-
ið um sína eigin framtíð. Minnst ber á
alþjóðahyggju hjá „blásnauðum mönn-
um, negrum og húsmæðrum“. Hér
hlýtur sú spurning að vakna, hver áhrif
þe\1iing hefur á afstöðu manna til mál-
efna. Tæplega verður komizt hjá
þeirri niðurstöðu, að alþjóðahyggja sé
að miklu leyti komin undir menntun
og menningarkynnum. Fortune hefur
gert sérrannsókn á þessu sviði. í skoð-
anakönnuninni í apríl um alþjóðasam-
starf var athuguð samfylgni skoðun-
ar og kunnáttu. Spurt var nokkurra ein-
faldra prófspurninga um ástand í ýms-
um löndum, og voru þeir, sem spurð-
ir höfðu verið, síðan dregnir í dilka.
í þeim hópnum, sem var vel að sér,
voru ekki færri en 47,6% fylgjandi al-
þjóðlegri samvinnu, 31,7% í þeim
flokki, sem illa var að sér, en aðeins
16,5% í þeim flokkinum, sem ekkert
vissi.
Yfirleitt hefur skoðanakönnunin
ekki beinlínis flokkað svörin eftir
þekkingu. í þess stað hefur svo virzt
sem hinar skynsamlegu skoðanir, —
að mati sænskra sósíaldemókrata og
framfaramanna á alþjóðavísu, — sé
oftar að finna meðal manna í hærri
tekjuflokkum. Ég brann í skinninu af
löngun til að deila á svo óljósan og
blæbrigðalausan samanburð og spurði
því Cantril, sem er nágranni minn og
vinur og jafnan búinn í þrotlausar rök-
ræður, um hið rétta hlutfall milli skoð-
ana og þjóðfélagslegrar stöðu. Hann
féllst á, að það sem í rauninni skilur
á milli, sé mismunur á menntun, en
ekki á tekjum. Þetta er í sjálfu sér mik-
ið gleðiefni lýðræðinu. En við þetta
bætir hann öðrum vitnisburði, sem