Helgafell - 01.01.1943, Page 115
SKOÐANAKÖNNUN
101
byggðist á styrkleika í túl\un skoðan-
anna, en skoðanakönnunin kveður hins
vegar á um, htíers eðlis þær eru, með
því aS skýra frá því, hverjir aðhyllist
þær.
Á þingmaðurinn þá aS laga sig eft-
ir raunverulegri skiptingu almennings-
álitsins eða á skoSanakönnunin að
breytast á þá lund, að hún hafi hlið-
sjón af styrkleika skoðananna ? Svar-
ið heyrir undir stjórnmál, en ekki vís-
indi. Til þess að viðfangsefnið skýr-
ist, er það án efa mikilsvert, að vinnu-
aðferðum skoðanakönnunarinnar verði
einnig beitt við rannsókn á styrkleika
sundurleitra skoðana. ÞaS er þetta,
sem sálfræðingurinn DavÍS Katz reyn-
ir aS gera í samvinnu við Cantril. Þeir
gera tilraun til þess að meta styrkleik-
ann í skoðunum manna með öllum
þeim aðferSum, sem félagssálfræðin
hefur fundið upp á síðustu tímum.
Þótt þaS sé broslegt, þá er álitið, að sú
aðferðin fari einna næst því rétta, þeg-
ar spurningar eru lagðar fyrir fjölda
manna, sem óvanir eru slíkum tilraun-
um, að þeir fái að tilgreina styrkleika-
stig skoðana sinna með því að sýna
það meS vísi á stóru mælitæki,
sem spyrjandinn hefur meðferðis. Þetta
virðist vera svo einfalt, að stappi nærri
hégóma. En málið er töluvert marg-
brotnara. Mælirinn er mesta völundar-
smíði. Mörgum sundurleitum aðferð-
um er beitt til þess að sannprófa á-
reiðanleik hans. VerSi hægt að útbúa
slíkt verkfæri til almenningsnota, yrði
æ erfiðara fyrir örfáa hávaðaseggi aS
balda því fram, að þeir séu oddvitar
þjóðarviljans. Ef svo yrði, mundi vera
bægt að rannsaka bæði skiptingu
skoðana og skiptingu þeirra á hlut-
lægum grundvelli.
MeSan stóð á þessum rannsóknum,
komu margar athyglisverðar vísbend-
ingar fram. ÞaS varð t. d. bert í fyrra
haust, að einangrunarsinnar voru miklu
jafnlyndari í skoðunum en íhlutunar-
sinnar, sem reikuðu meir milli mikils
og lítils styrkleika. Er nokkuð á þessu
að græða ? Má af þessu draga þá á-
lyktun, að tilfinningarnar séu ákafari
með þeim, sem vilja athafnir, en hin-
um, sem vilja komast hjá því aS hefj-
ast handa ? — Þess má vænta, aS síðar
verði hægar að svara slíkum pólitísk-
um og sálfræðilegum spurningum. Sér-
staklega verður fróðlegt að komast að
raun um, hvernig menn skiptast í ó-
líka skapgerðarflokka, þá, sem yfir-
leitt eru gæddir miklum eða litlum
skoðanastyrkleik, og þá, hina einhæfu,
sem láta í ljós mikinn skoðanastyrk-
leik í sumum málum samfara afskipta-
leysi í öðrum. Smám saman verður
beinlínis hægt aS vænta þess, aS takast
muni aS komast aS nokkurri niður-
stöðu um pólitishjt s\apjerl\ manna, en
slíkt væri án efa mjög mikilvægt atriði
í viðleitni vorri aS lifa þjóSfélagslífi.
Þá er enn eitt atriði, sem var áður
fyrr notað eingöngu til gagnrýni á skoS-
anakönnuninni, en hefur nú verið tek-
ið til rannsóknar. ÞaS er ósamkvæmnin
í skoðunum manna. Enginn vafi er á
því, að slíku er til að dreifa. AS sumu
leyti endurspeglast þarna vald áróðurs-
sins. Menn láta orka á sig í ákveðna
átt, án þess að skeyta því aS neinu,
hvað þeir hafa áður sagt eða skrifaS,
þegar viðfangsefnið var fyrir þá lagt
á annan hátt. En aS sömu leyti er
ósamkvæmnin vísbending um djúp-
tækara vandamál skoðanakönnunar-
innar. AS hverju marki eiga skoðanir
manna aS vera sjálfum sér samkvæm-
ar ? Auðsætt er, að þær eiga fyrst og
fremst aS vera sjálfum sér samkvæm-
ar, á meðan forsendurnar eru hinar
sömu. En eru auk þess nokkrar hneigS-