Helgafell - 01.01.1943, Side 118

Helgafell - 01.01.1943, Side 118
Greinar og greinakjarnar úr bókum og tímaritum. Framfarir í lyflækningum ta N. HOWARD JONES Hér segir frá nýju lyfi, pencillin, sem visindamenn vcenta sér mikils af. — Úr tima- ritinu BRITAIN TO DAY. Þegar prontosil var fyrst uppgötvað, opnaðist nýr heimur fyrir læknavísindunum, því að þá var fyrsta skrefið stigið til að ráða niðurlögum margra sýkla, sem valda sóttum og drepsótt- um, er allt fram til þessa hafa verið óvið- ráðanlegar. Þýzkur læknir, Domagk að nafni, hafði um nokkurt áraskeið unnið að því í rannsóknar- stofum I. G. Farbenindustrie í Elberfekl að reyna áhrif ýmissa tilbúinna efna á sýkt dýr. Ekki er unnt að segja, að þessar tilraunir hafi haft við neinn traustan frxðilegan grundvöll að styðjast, nema að því leyti að vitað var, að ýmis tilbúin litarefni geta gengið í náið samband við voðarþræði og hænast meira að þeim en öðrum efnum. Sá möguleiki var því hugsanlegur, að svipuð eða sams konar cfni hefðu svipuð áhrif á sýkla og gætu þannig haft skaðleg áhrif á þá. Þegar það kom í ljós, að sum af tilbúnu Iitarefnunum í Elberfeld gátu haldið lífinu f músum, sem fengið höfðu banvænan skammt af sýklum, var það efnið, sem bezta raun hafði gefið, látið úti til reynslu fyrir lækna, og það var seinna sett á markaðinn og þá gefið nafnið „prontosil". Það var samt ekki fyrr en lyfið hafði gengið undir prófun að tilhlutun lyfjarannsóknanefnd- arinnar brezku, í spítala Karlottu drottningar í London, þar sem það var prófað rækilega á sjúklingum, að sannanir fengust fyrir mætti þess til að lækna sóttir manna. Þcgar þcssar fyrstu prófanir voru birtar, fengu amerískir vísindamenn mikinn hug á að prófa prontosil, og þetta ýtti undir frekari rannsóknir á eigin- leikum lyfsins í Bretlandi og Frakklandi. Und- arlegur eiginlciki hins nýja lyfs var sá, að það verkaði á sýkla, þegar því var dælt í sýkta menn eða dýr, en hafði engin áhrif á sömu sýkla, þegar þeir voru ræktaðir utan líkamans. Þessi athugun sannfærði Domagk um, að prontosil verkaði með einhverju móti, á hinar náttúrlegu varnir líkamans frekar en á sýkl- ana sjálfa. Franskir og brezkir vísindamenn sýndu brátt fram á, að sulfanilamid, sem er brot af efniseind prontosils, var jafnmáttugt til að lækna sóttir og upprunalega efnið, og þessi þáttur þess naut sín fyllilega á mód sýkla- gróðri utan líkamans. Það virtist því líklegt, að prontosil ætti lækningamátt sinn því að þakka, að það klofnaði í líkamanum þannig, að sulfanilamid losnaði frá því. Þessi skýring, sem síðan hefur vcrið marg- faldlega staðfest, var engan veginn vel séð af þcim, sem sett höfðu prontosil á markaðinn, þar sem sulfanilamid var ekki verndað með einkaréttindum. Dogmagk hélt fast við þá skoð- un sína og lét hana hvað eftir annað í ljós á prenti, hvað sem allir aðrir sögðu, að prontosil hefði sérstaka verkun, sem ekki væri unnt að skýra á þann hátt, að það væri ekki annað en farkostur fyrir sulfanilamid, sem losnaði frá því í líkamanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.