Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 118
Greinar og greinakjarnar úr bókum og tímaritum.
Framfarir í lyflækningum
ta N. HOWARD JONES
Hér segir frá nýju lyfi, pencillin, sem visindamenn vcenta sér mikils af. — Úr tima-
ritinu BRITAIN TO DAY.
Þegar prontosil var fyrst uppgötvað, opnaðist
nýr heimur fyrir læknavísindunum, því að þá
var fyrsta skrefið stigið til að ráða niðurlögum
margra sýkla, sem valda sóttum og drepsótt-
um, er allt fram til þessa hafa verið óvið-
ráðanlegar.
Þýzkur læknir, Domagk að nafni, hafði um
nokkurt áraskeið unnið að því í rannsóknar-
stofum I. G. Farbenindustrie í Elberfekl að
reyna áhrif ýmissa tilbúinna efna á sýkt dýr.
Ekki er unnt að segja, að þessar tilraunir hafi
haft við neinn traustan frxðilegan grundvöll
að styðjast, nema að því leyti að vitað var,
að ýmis tilbúin litarefni geta gengið í náið
samband við voðarþræði og hænast meira að
þeim en öðrum efnum. Sá möguleiki var því
hugsanlegur, að svipuð eða sams konar cfni
hefðu svipuð áhrif á sýkla og gætu þannig
haft skaðleg áhrif á þá. Þegar það kom í ljós,
að sum af tilbúnu Iitarefnunum í Elberfeld
gátu haldið lífinu f músum, sem fengið höfðu
banvænan skammt af sýklum, var það efnið,
sem bezta raun hafði gefið, látið úti til reynslu
fyrir lækna, og það var seinna sett á markaðinn
og þá gefið nafnið „prontosil".
Það var samt ekki fyrr en lyfið hafði gengið
undir prófun að tilhlutun lyfjarannsóknanefnd-
arinnar brezku, í spítala Karlottu drottningar
í London, þar sem það var prófað rækilega
á sjúklingum, að sannanir fengust fyrir mætti
þess til að lækna sóttir manna. Þcgar þcssar
fyrstu prófanir voru birtar, fengu amerískir
vísindamenn mikinn hug á að prófa prontosil,
og þetta ýtti undir frekari rannsóknir á eigin-
leikum lyfsins í Bretlandi og Frakklandi. Und-
arlegur eiginlciki hins nýja lyfs var sá, að það
verkaði á sýkla, þegar því var dælt í sýkta
menn eða dýr, en hafði engin áhrif á sömu
sýkla, þegar þeir voru ræktaðir utan líkamans.
Þessi athugun sannfærði Domagk um, að
prontosil verkaði með einhverju móti, á hinar
náttúrlegu varnir líkamans frekar en á sýkl-
ana sjálfa. Franskir og brezkir vísindamenn
sýndu brátt fram á, að sulfanilamid, sem er
brot af efniseind prontosils, var jafnmáttugt
til að lækna sóttir og upprunalega efnið, og
þessi þáttur þess naut sín fyllilega á mód sýkla-
gróðri utan líkamans. Það virtist því líklegt,
að prontosil ætti lækningamátt sinn því að
þakka, að það klofnaði í líkamanum þannig,
að sulfanilamid losnaði frá því.
Þessi skýring, sem síðan hefur vcrið marg-
faldlega staðfest, var engan veginn vel séð af
þcim, sem sett höfðu prontosil á markaðinn,
þar sem sulfanilamid var ekki verndað með
einkaréttindum. Dogmagk hélt fast við þá skoð-
un sína og lét hana hvað eftir annað í ljós á
prenti, hvað sem allir aðrir sögðu, að prontosil
hefði sérstaka verkun, sem ekki væri unnt að
skýra á þann hátt, að það væri ekki annað en
farkostur fyrir sulfanilamid, sem losnaði frá
því í líkamanum.