Helgafell - 01.01.1943, Side 133

Helgafell - 01.01.1943, Side 133
BRÉF FRÁ LESENDUM 119 skrifstofustjórans er fólgin í því, a3 hann vill ekki miða stafsetning fornmálsins við fornmálið, en hann vill hins vegar miða stafsetningu ný- málsins við nýmálið. Ég vil hins vegar, að stafsetningin sé þannig úr garði gerð, að hún sýni sem sannasta mynd málsins á hverjum tíma, eftir því sem við verður komið. Ég veit ekki, hvernig því er farið með skrifstofustjór- ann, en ég nýt bóka oft bæði vegna máls og efnis, og mér er vel kunnugt um, að ég er eng- in undantekning að þessu leyti. Sú ánægja, sem bæði ég og aðrir hafa af máli fornsagnanna, er að nokkru leyti frá okkur tekin, ef skoðanir þeirra Stafkræklinga bera sigur úr býtum. Þær breytingar, sem nú eru gerðar á máli fornsagn- anna, eru að vísu smávægilegar, eins og ég hef áður tekið fram, en þær eru aðeins upphafið. Ég er sannfærður um, að í annarri útgáfu yrðu breytingarnar miklu meiri, enda örlar á þeirri skoðun í grein skrifstofustjórans. Ég þykist nú hafa hrakið það, að ég hafi tekið nokkurn guð frá þjóðinni. Hrafnkatla var skráð á íslenzku. Á það hefur enginn borið brigður, nema ef vera skyldi herra Hjörvar. En það er rétt, að djöfulinn hef ég ekki vilj- að frá henni taka, enda muni það hæpinn greiði. Loks kem ég að því atriði í grein skrifstofu- stjórans, sem er alvarlegasts eðlis og sýnir bezt trú hans á kákið. Skrifstofustjórinn kallar það að taka Jesúm frá þjóðinni, að bókmenntafræð- ingar hafa sýnt fram á, að íslendingasögurnar eru ekki nema að nokkru leyti sannsögulegar. Þó að ég hafi að vísu aldrei neitt ritað um þessi efni og beri því enga ábyrgð á þessum skoðunum, er ég þeim þó allvel kunnur, þar eð allir Iærifeður mínir í bókmenntasögu, þeir Sigurður Guðmundsson, Sigurður Nordal og Ein- ar Ólafur Sveinsson, hafa haldið þeim að nem- endum sínum og ritað um þær. Og þessir á- gaetu fræðimenn eru ekki einir um þessa skoðun. Þetta eru almennt viðurkennd sannindi af öll- um, er vit hafa á. En það er misskilningur, að gildi fornbókmennta vorra hafi rýrnað, þótt ljóstað hafi verið upp um, að þáttur höfund- anna í sköpun þeirra hafi verið meiri en tal- ið var. Ég hefði ekki hirt um að minnast á þessa firru skrifstofustjórans, ef ekki lægi að baki henni almenn trú á kákið og andúð á vísindun- um. Ég skal fúslega viðurkenna, að margt af bvíi sem fræðimenn í þessum efnum hafa rit- a<5, er ekki eins merkilegt og æskilegt hefði Verið. En það haggar þó ekki þeirri staðreynd, að starf ýmissa þeirra er þjóðinni ómetanlegt og hefur brugðið Jjósi yfir bókmenntir hennar, trú og menningu. Andúð á nákvæmni, sem ýmsir kalla smásmygli, er andúð á vísindum og list- um, því að þar er nákvæmninnar ekki síður þörf. Þessi tignun káksins og andúð á menntun og menningu gerir nú mjög vart við sig í þjóð- félagi voru og bregður sér í ýmis gervi. Stund- um birtist hún í andúð á stúdentsmenntun, stundum í andúð á íslenzkum fræðum. Sumir nota jafnvel orðið „langskólagenginn" í niðr- andi merkingu. En þetta er allt óvirðing við menntun og menningu og sómir ekki mönnum, sem þykjast vilja vera menntafrömuðir. Akureyri, 30. nóv. 1942. Halldór Halldórsson. Blindur leiddi blindan í jólahefti Helgafells er birt bréf frá Birni Franzsyni, þar sem hann gerir tilraun til gagn- rýni á ritdómi, er ég hef ritað um bókina „Undir ráðstjórn" eftir Hewlett Johnson. Telur hann mig hafa haft dómprófastinn fyrir rangri sök, er ég taldi eftirfarandi ummæli hans bera vott um skilningsskort á viðurkenndu hagrænu lögmáli, kvantitets-lögmálinu: „Það hefur engin sjáanleg áhrif á vöruverð eða starfsmannalaun, hvort mikið eða lítið safn- ast fyrir af gjaldeyri í Ráðstjórnarríkjunum. Vöruverðið er fast, alveg eins og verð á gasi eða vatni £ bæjum á Englandi og getur ekki breytzt eftir upphæð þess gjaldeyris, sem er í umferð". Til þess að málið skýrist, kemst ég ekki hjá þvi að lýsa umræddu lögmáli nokkru nánar en ég gerði í ritdómnum. Það fjallar um, að ákveð- ið samband sé milli vörumagnsins, vöruverðsins, peningamagnsins og umferðahraða peninganna eða tölu viðskipta. Er þetta oft látið í Jjós í lík- ingu: P X U + Pl X Ul = Vm X V, þar sem P táknar peningamagnið allt, U umferðahraða þess eða tölu viðskipta, Pl allt það,. sem nota má sem peninga, svo sem bankainnstæður, og Ul umferðahraða þess, Vm vörumagnið og V meðalverð vörunnar. Líkingin táknar því í raun og veru þá mjög svo einföldu staðreynd, að það peningamagn, sem greitt er fyrir vörumagnið, sem fyrir hendi er á ákveðnu tímabili, hlýtur að vera jafnt summunni af verði allrar þeirrar vöru, sem keypt hefur verið, — og verður ekki á móti þessu mælt af skynsemi. Verði aukning á pen- ingamagninu (P eða Pl), en haldist tala við-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.