Helgafell - 01.01.1943, Page 138

Helgafell - 01.01.1943, Page 138
124 HELGAFELL mjög hœpiS, aS peir fari aS lesa hana á eftir. Bókin er annars hinn hollasti lestur, eins og hlöSin hafa veriS sammála um, og eiga útgef- endurnir pakkir skildar fyrir skilning sinn og áhuga á viSfangsefnum bókarinnar, en hún fjallar aS verulegu leyti um paS, hvernig menn geti hezt komiS ár sinni fyrir borS meS flátt- skap og undirhyggju og er aS pessu leyti ó- missandi handbók fyrir hvern pann mann, sem hefur hug á aS pretta meSbræSur sina, en veit ekki ennpá, hvernig hann á aS fara aS pví. Er skemmtilegt til pess aS vita, aS höf- undurinn virSist hafa sniSiS UfsskoSun stna mjög eftir hinni fornu kenningu Hávamála, aS „fagurt skal mæla en flátt hyggja", og minnir petta mig á paS, sem ég hef raun- ar .oft drepiS á áSur hér i Utvarpinu, aS allt of lítiS hefur veriS gert aS pví hingaS til aS gefa út forn kvæSi og sögur meS alpýSlegum hugleiSingum vísindamanna og myndum í biblíustil. AS visu hefur ísafoldarprentsmiSja hafizt mjög myndarlega handa um petta á siS- astliSnu hausti, og á ég par viS útgáfu pá af Gylfaginningu, sem ég hef áSur getiS um hér í vetur, en sú bók er nú löngu upp- seld. í GuSs friSi!" Síðan Helgafell kom út seinast, hafa nokk- ur ný tímarit íslenzk bætzt í hóp þeirra, er fyrir voru, þó ekki verði nema eins þeirra get- ið hér, en það er tímaririð Frón, sem gefið er út í Kaupmannahöfn fyrir forgöngu og at- TÍMARITIÐ FRÓN bema tveggja í KAUPMANNAHÖFN merkra,, fræðl' manna íslenzkra, sem þar eru búsettir, þeirra Jóns Helgasonar prófessors og Jakobs Benediktssonar magisters. Hefur tímarit þetta sett sér það verkefni að treysta samtök og þjóðrækni þeirra íslcndinga á meginlandi Evrópu, sem nú eru að mestu eða öllu leyti sviptir sambandinu við þjóð sína og ættjörð, og hefur það þannig merki- legu menningarhlutverki að gegna, sem það telur vonandi ekki vera lokið, þó friður komizt á aftur í heiminum. Það er alkunna, að þjóð- rækni og ættjarðarást festir eigi hvað sízt ræt- ur meðal þcirra, er dvelja fjarri fósturjörð sinni og hefur það löngum sannast á íslendingum í Kaupmannahöfn. Saga íslenzkrar sjálfstæðis- og menningarbaráttu gerist þar að verulegu leyti meðal áhugasamra stúdenta og mennta- manna, og er það of kunnugt til að verða rak- ið hér. En þetta hefur enn rifjast upp fyrir mönnum við hina nýju þjóðræknishreyfingu, sem þar hefur hafizt, og ennfremur við það, að Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahófn átti í byrjun þessa árs hálfrar aldar afmæli og var þess minnst af ungum og gömlum Hafn- arstúdentum í Reykjavík, en margir þeirra hafa á ungum aldri hafið þjóðmálastarfsemi sina í þeim félagsskap og raunar ekki öllum farið mikið fram síðan. Til minningar um af- mælið gáfu stúdentarnir andvirði eins herberg- is á Garði, sem ætlað er dönskum stúdentum, sem nám kunna að stunda hér við Háskólann, og var það ve! ril fundið og gert af maklegri ræktarsemi. Það mæltist einnig vel fyrir, er nýja stúdentagarðinum bættist um líkt leyti sænskt herbergi og norskt, auk nokkurs fjár upp í andvirði finnsks herbergis, og munu flest- NORÐURLANDA- ir hafa fagnað ÞV1 og HERBERGIN Á tallð vel fanð’ að hin' NÝJA GARÐI ar Norðurlandaþjóð- irnar mættu, að stríð- inu loknu, draga nokkra ályktun af þessu um þann hug, er íslendingar bera til þeirra. En til voru þeir, sem áttu bágt með að sætta sig við þessar ráðstafanir og það hugarþel, sem þær vottuðu. Nokkrir piitar, sem höfðu leit- að sér menntunar undir handarjaðri Hitlers í ÞriSja rikinu og líklega reynzt heppilegir nemendur, mundu vel efrir því, að á Norður- löndum bjuggu þjóðir, sem sjálfur foringinn átti sökótt við, og skyldi þess nú freistað, að refsa þeim fyrir það með nokkrum hætti. Þá var þessum piltum eigi síður ríkt í huga, að um sama leyti og Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn varð fimmtíu ára, eins og fyrr getur, stóð fyrir dyrum annað afmæli, sem þeim var næsta hjartfólgið, og skyldi þess einnig minnzt, þótt ekki yrði því við komið að hafa hátt um þann fagnað, eins og sakir stóðu. Lögðu nú hinir þýzklærðu menntamenn höfuð sín í bleyti og varð það að ráði, að þeir gerðust forgöngumenn að fjársöfnun til greiðslu fyrir nazistaherbergi á Garði handa þeim þegnum Hitlers, sem kynnu að eiga er- indi ril Háskóla íslands í framtíðinni. Var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.