Helgafell - 01.01.1943, Qupperneq 140
126
HELGAFELL
þætti hjartfólgnastar. Og þótt segja megi, að
þeir, sem fyrir gjöfinni stóðu, hafi sýnt virð-
ingarverðan hug <á að villa á sér heimildir með
því að nota nafn Goethes sem „diplomatiskan
passa", munu þeir sjálfir txplega hafa getað
vænzt þess, að það mætti duga þeim til dul-
búnaðar á slíkum „heiðursdcgi" sem 30. jan-
úar, og er hitt enda líklcgra, að þeir hafi þann
dag haft öðru fremur í huga orð þau, sem
Goethe leggur Mefistofeles í munn á einum
stað í Faust:
Zwar bin ich sehr gewohnt, incognito
zu gehn,
doch Idszt am Galatag man seinen
Orden sehn.
Um liitt verður auðvitað engu spáð, hvort
Goethe sjálfur hefði kært sig um að vera bendl-
aður við þessa afmælisgjöf eða talið sér skylt
að friðþægja með nafni sínu fyrir hana. Og þó
hann kunni að hafa haft rómantískari hug-
myndir um einveldi og herfrægð en sú kyn-
slóð, sem nú er fullorðin, og hafi kannske
ekki alltaf litið stórum augum á það, sem
við köllum lýðræði, þá eru samt engar líkur
til þess, að hann hefði nokkurn tíma gerzt
stormsveitarforingi í liði Hitlers, blátt áfram
vegna þess, að honum hefði fundizt maður-
inn alltof uppskafningslegur og ómenntaður.
Hér verður þess einnig að minnast, að þótt
Goethe muni um langan aldur verða heim-
inum stórbrotið tákn tiginborins anda, hefur
áhrifa frá verkum hans gætt minna utan
Þýzkalands en ætla mætti, og miklu minna
en ýmissa annarra, sem engan veginn skipa
jafn fyrirferðarmikið rúm í mcnningarsögunni.
Frá sjónarmiði þeirra, scm mundu kjósa að
geta litið á þessa gjöf sem kvittun fyrir þýzk
menningaráhrif frá þeim tíma, sem um slík
áhrif gat verið að ræða, hefðu einnig önnur
nöfn verið nærtækari og mætti í því sambandi
geta Heinrichs Heine, sem hefur skilið eftir
sig mjög varanleg spor í íslenzkum bókmennt-
um og skáldskap. En þess var þó naumast að
vænta, að til hans yrði gripið, þvf hann er
talinn að hafa verið sama þjóðernis og Jesús
frá Nazareth, og þar af leiðir, að nazistarnir
hafa ekki viljað kannast við hann nema sem
„óþekktan höfund“ að þeim kvæðum sínum,
í ' /X Á<
Lausavisur
Dorothy Parker’s.
Varasamur
heiðindómur \iS'
Hlæja og dufla og drykkju heyja,
unz dögun roSar næturský,
því að á morgun munum viS deyja!
(Því miSur er ekki aS treysta því.)
Hvítur
reynir
Svo má ég aldrei augum líta
undur sumarsins, reyninn hvíta,
aS hvarfli ekki aS mér, hve hreinlegt
aS hanga t þvíltku blómsturtré.
yfir haf, sem hrannaS skin,
hvílist, þegar sær er kyr,
undan ströndum undralands.
Ég viS rokkinn ræ sem fyr,
rís, er grannar berja á dyr,
bregS upp katli og bolla spyr,
breiSi á rekkju lín.
Fræg mun hreysti hans.