Helgafell - 01.01.1943, Side 156

Helgafell - 01.01.1943, Side 156
142 HELGAFELL síðan út og kallaði gömul munnmœli eða til- færði jafnvel einhverja óákveðna sögumenn. Ég býst við, að okkur Símoni komi saman um, að slíkt væri heldur léleg iðja og varla meinlaus. Slíkar sögur bera með réttu nafnið gerviþjóðsög- ur, þ. e. tilbúnar, uppspunnar eða falsaðar þjóð- sögur. Að minnsta kosti hefi ég notað orðið í þeirri merkingu, síðan mér varð kunnugt, að slíkar sögur væru til, og ég vona, að flestir geti orðið sammála um, að slíkri sagnagerð hæfi vel það nafn. Ég skal aðeins nefna eitt dæmi af þessu tagi, en það er sagan af Valtý á grænni treyju í Þjóðsögum og munnmælum Jóns Þor- kelssonar, enda þótt mér sé kunnugt um ýmis fleiri. Vel má og í þessu sambandi minna á orð próf. Sigurðar Nordals í formála hans fyrir Gráskinnu: ,,Ymsar sögur hafa slæðzt inn í eldri og yngri söfn, sem eru að miklu eða jafn- vel öllu leyti tilbúningur skrásetjara. Slíkar sög- ur eru ekki einungis lítils virði sem alþýðleg fræði, heldur líka venjulega mjög bágborinn skáldskapur**. Þetta eru gerviþjóðsögurnar. Símon minnist á, að betur færi á því að flokka sögurnar eftir efni. Það er álitamál og allra helzt, þegar söfnun er ekki lokið, áður en farið er að prenta, og sagnasöfnin koma út í áfram haldandi heftum. Það væri Jítið unnið við slíka flokkun innan einstakra hefta. Hitt er annað mál, að sjálfsagt væri að hafa við flokkun eftir efni, ef til þess kæmi, að gefið væri út myndarlegt úrval úr öllum íslenzkum þjóðsagnasöfnum, sem komið hafa út eftir daga Jóns Árnasonar. Væri það hið mesta nytsemdarverk, og ætti einhver ötull bókaútgefandi að beita sér fyrir því. 27. janúar 1943. Guðni Jónsson. Árbækur Reykjavíkur Dr. theol. Jón Helgason: ÁRBÆKUR REYKJAVÍKUR 1786—1936. — 424 bls. Verð innb. kr. 100.00. Dr. Jón Helgason biskup var áhugasamur fræðimaður og mikilvirkur rithöfundur, og eink- um var honum saga Reykjavíkur hugleikið við- fangsefni. Hefur hann bjargað frá gleymsku mörgum fróðleik um þau efni, sem hana varða, fyrst og fremst með því, sem hann tók saman og skrásetti, og í öðru lagi með teikningum sín- um, sem margar eru gerðar af stakri nákvæmni og hagleik. En hann lagði bæði ást og alúð í þessa viðleitni sína, enda unni hann fæðingarbæ 8Ínum af heilum hug og var honum mjög sam- gróinn, eins og rit hans bera með sér. Á rhœ\ur Reyhjavík.ur 1986—1936, sem nú eru komnar í annari útgáfu, var síðasta ritið, «em hinn látni biskup lagði hönd á, og vann hann að endurskoðun þess alla síðustu mánuðina, sem hann lifði. Honum entust þó ekki kraftar til að Ijúka því verki til fulls, og var þá dr. Jón ]6- hannesson fenginn til þess að taka við því. — Hefur hann gengið endanlega frá ritinu til prent- unar, bætt ýmsu inn í textann og auk þess sam- ið skrá yfir nöfn þeirra manna, sem getið er f ritinu, en eins og að líkindum lætur, koma hér margir við sögu, sem bezt sést á því, að nafna- skráin tekur yfir fimmtán blaðsíður, með smá- letri. Fer ekki hjá því, að þessi útgáfa taki hinni fyrri að ýmsu fram. Dr. J6n Helgason bar gæfu til að vinna þjóð sinni mikið og nýtilegt starf sem kennimaður, embættismaður og fræðimaður. En þótt vitað sé, að hann gegndi biskupsstarfi sínu með hinum mesta dugnaði og samvizkusemi, fer ekki hjá því, að betur hefði mátt notast að hæfileikum hans, ef hann hefði ekki þurft að slíta sér út við þreytandi embættisannir. Segi ég þetta ekki vegna þess, að ég telji litlu varða, hvernig bisk- upsembættið er rækt, heldur af hinu, sem hefur sýnt sig bæði fyrr og síðar, að það þarf enga óvenjulega hæfileika til þess, að hægt sé að leysa það sómasamlega af hendi. T. G. Dæmisögur Esóps DÆMISÖGUR ESÓPS I—II. H.f. Leift- ur. — Prentverk Odds Björnssonar, Ak- ureyri. 144 -f- 136 bls. Verð ib. kr. 20.00. í Lestrar\veri handa heldri manna börnum, sem Rasmus Ras\ tók saman að tilhlutun Bók- menntafélagsins og út kom í Kaupmannahöfn árið 1830, eru í fyrsta sinn prentaðar þrjátíu dæmisögur Esóps, sem Páll lögmaður Vídalin hefur snúið á íslenzku í rímað mál. Hefur hann komið einni dæmisögu fyrir í hvert erindi, en öll eru þau með sama bragarhætti, og er þetta fyrst þeirra: Haninn rótar haugi í og hittir perlu i sorpi því: »byggkom“, segir hann, ,,betra' er mér en birtan sú, er stendr af þér“. Heims\um lukkan hnossið oft i hendur ber. Löngu síðar, árið 1895, komu svo 168 af dæmi- sögum Esóps út í þýðingu Steingríms Thorsteins- son og náðu brátt vinsældum. Eru þýðingar þess- ar prentaðar á nýjan leik í fyrra bindi útgáfu þeirrar, er að ofan getur, en síðara hlutann hef-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.