Helgafell - 01.12.1943, Síða 26
352
HELGAFELL
Ef maður kynnir sér danska og reyndar skandinaviska málaralist frá alda-
mótatímabilinu rekur maður sig á kynlegt fyrirbrigði. Flestir meiriháttar mál-
arar Dana um þessar mundir, einsog t. d. Kröyer, Tuxen, Viggo Johansen,
höfðu lært í París. Þessir menn unnu það ótrúlega kraftaverk að dveljast svo
árum saman í heimsborg listanna sér til mentunar í málaralist að þeir urðu
ekki einu sinni varir við þá lærifeður og höfuðmeistara nútímans í málaralist,
sem lifðu og störfuðu þar samtíða þeim, jötnar, skaparar nýrrar heimssýnar,
einsog Cezanne, van Gogh og Gauguin. Ekki aðeins Danir, heldur Skandínav-
arnir flestir léku það að læra list í París, án þess að taka eftir nokkru sem var
að gerast í list á þessum árum, varla einusinni að þeir kæmu auga á impres-
sjónismann, undanfara hinna þriggja höfuðmeistara, sem þó var laungu ,,við-
urkendur“. T. d. uppgötvaði norski málarinn Krog ekki impressjónismann fyr
en nokkrum áratugum eftir að hann kom heim frá París. Þessir dönsku mál-
arar, og Skandínavamir yfirleitt, þorðu ekki að líta í áttina til nokkurs annars
en hinnar ,,opinberu“ og borgaralegu viðurkendu skólalistar, „salóns-
ins“, sem bygði heimspeki sína á laungu innantómum kjörorðum
liðinnar aldar um ,,náttúruna“ (Jean-Jacques Rousseau) og grund-
vallaði tæknina á blendíngi ófrjórrar náttúrustefnu og úrættaðs smekks frá
írumtímum lýðveldisins (David). Þessa ,,viðurkenndu“, flötu, lússpöku ogúr-
eltu myndlist fluttu hinir fæddu utanbæarmenn listarinnar heim með sér
til Skandínavíu, flöttu hana enn meira út, og bættu ofan í alt saman
sérstakri tegund af tilfinníngasemi, sem flestum öðrum mönnum er óþolandi,
en mér er sagt að hægt sé að venjast ef maður dvelst mjög leingi í dönsku
andrúmslofti, og er hún þó ef til vill ekki beint dönsk, heldur fyrst og fremst
smáborgaraleg. Þessi skandinaviska smáborgaralega tilfinníngasemi var um
aldamótin flutt inn í íslenskar bókmentir, íslenska myndlist og íslenska tón-
list. Óíslenskari framleiðsla en þessi danska undanrenna af franskri undan-
rennu hefur aldrei sést í íslenskri list. Flestum hinum gáfaðri listamönnum
okkar tókst að vísu að sigrast á náttúrustælíngunni að mestu er heim kom,
nokkrum tókst að frelsa bæði litróf sitt og línu frá þessu ólistræna sjónarmiði.
sumum annað tveggja. En hinir ýngri listamenn vorir, sem hafa annaðhvort
sigrast á smáborgaralega, skandinaviska aldamótasmekknum, eða aldrei kom-
ist í tæri við hann, en leitað til lífsbrunna myndlistarinnar, hafa aftur teingst
þeim smekk andstæðum náttúrustælíngu, sem Íslendíngar hafa frá öndverðu
haft á myndum og altaf stundað í list. Sýning þeirra Þorvaldar Skúlasonar
og Gunnlaugs Schevings á dögunum var gott dæmi hins endurvakta sambands
við þá listrænu heimssýn sem var frá öndverðu íslenskt aðal; hér gat að líta
myndlist sem fyrst og fremst birtir hug og hjarta málarans gagnvart hlutun-
um, skapar á léreftinu sérstakan heim, sem er að vísu hvergi annarsstaðar til
þó inntak hans sé heimur allra annara manna; en er ekki tilraun til eftirlík-
íngar einhvers ytra veruleika sem vegarvill hugsun ímyndar sér að sé algildur.