Helgafell - 01.12.1943, Side 31
MYNDLIST OKKAR FORN OG NÝ
353
I herberginu þar sem þessar línur eru skrifaðar hánga tvær myndir, önnur
er gamalt söðulklaeði með ísaumaðri mynd af „rósinni í Saron“, , .hugmynda-
blómi“ einsog gamla fólkið sagði, í moldrauðu, daufbláu og heimulugulu á
svörtum grunni, ættargripur, ég veit ekki hvað gamall; á öðrum vegg er mynd
af fjórum hestum eftir Þorvald Skúlason. Gestir koma í stofuna og segja: Mik-
ið er þetta fallegt blóm. Um mynd Þorvaldar segja þeir í sama orðinu: Þetta
er ekki líkt neinum hestum.
Tjóir nokkuð þó ég reyni að koma gestinum í skilníng um að í mynd
Þorvaldar sé mjög nákvæm skynjun tjáð af útliti hests, hreyfíngu, lífi og
sál — því ef nokkur skepna hefur sál þá er það hestur. Verka ekki slíkar skýr-
íngar eins hlægilega á gestinn og færi ég að útskýra fyrir honum að jurt lík
þeirri sem er á söðulklæðinu hafi aldrei vaxið, sem best megi sjá af því að
hún ber í senn bæði liljur og rósir.
Myndlistarskyn nútíma-Islendíngs er klofiS í tvent. Sá hlutinn sem metur
stílfærðu jurtina á söðulklæðinu er hinn upprunalegi íslenski listasmekkur —
og um leið sá listasmekkur, sem HjörvarSur Árnason sagði í einum fyrirlestra
sinna í fyrravetur, að ráðið hefSi í heiminum í tuttugu og fimm þúsund ár;
hinn sígildi almenni listasmekkur, andstæSur náttúrustælíngu. Hitt er dansk-
ur smekkur, eða réttara sagt íslensk undanrenna af dönskum aldamótasmekk
og krefst þess að hestmynd sé afbrigði spegilmyndar, með , .náttúrlegum hlut-
föllum“ og fjarvídd ljósmyndar.
Nú verð ég sakaður um að rugla saman málaralist og útsaumi eða vefnaði.
En það gerir ekkert til. Allir sem hafa kynt sér útsaum vita, einsog ég sagði
áðan, hve verkan hans er náskyld málverks; það er oft fleira líkt með mál-
verki og útsaumi en tveim málverkum sínámilli. Hvorttveggja eru litmyndir
og línu, gerðar í einum fleti. Otsaumsmyndir Halldóru GuSbrandsdóttur af
GuSbrandi biskupi föður hennar hafa sama gildi og andlitsmálverk, svo ég
nefni alþekt íslenskt dæmi.
Á því er einginn vafi að íslenska hannyrðakonan á meiri hlut í þroska ís-
lensks myndsmekks en nokkur stétt önnur í landinu, enda eru sumir dúkar
útsaumaðir meðal ágætustu verka í myndlist, sem gerð hafa verið á Islandi,
— ég skal aðeins minna hér á íslenska veggtjaldið í Victoria and Albert
Museum í Lundúnum, saumað meS krossspori, myndirnar úr gamlatesta-
mentinu, í mjög fornum stíl, að dómi listfræðínga gert undir austrænum áhrif-
um, arabiskum og byzantinskum.
1 hverri sveit á Islandi hafa á öllum tímum landsbygðarinnar verið til
hannyrðakonur og sumar snillíngar, sem innrættu þjóðinni stílrænan smekk
og rétt skyn á myndlist, þannig að jafnvel rammstíluð mynd getur ekki komið
Islendíngi ókunnuglega fyrir sjónir. Gesturinn heilsar með fögnuði jafn ónátt-
úrlegu og stílfærðu ,,hugmyndablómi“ og Saronsrósinni á gamla söðulklæð-
inu mínu.
HELCAFELL ÍMJ
23