Helgafell - 01.12.1943, Page 41
FÁST Þú hyggur teyg úr bókfells brunni
viS bruna þorstans öruggt róð?
Nei, sjálfstreym lind frá sálarinnar grimni
oss svalar ein í lengd og bráð.
WAGNER Bið forláts, — en að fræðast er þó gaman
um fyrri tíðar anda, og bera saman
við það, sem oss af eldri vizku er tjáð,
hve undralangt vér sjáJfir höfum náð.
FÁST Já, náð og vizka vaxa í gríð!
Æ. væni, svonefnd „fyrri tíð"
er marg-innsigluð morkinskinna!
Og hennar velmetni andi er
það endurskin, er sjáum vér
í andaspeglum yðar hinna!
Og þar er fátt um fína drætti!
Menn finna sjálfsagt öskubing
og ruslaskot, hvar rekast mætti
á rytju af kóngi og lemstrað þing,
sem flokkast efíir fræðikerfi:
Hin „fyrri tíð" í dcgsins gervi!
WAGNER En líf og andi mannsins? Mundi ekki alla
þó muna í þekking noklaa á eðli hans?
FÁST Já, þekking! hvað skal þekking kalla?
Hver þekkir nýju fötin keisarans?
Þeir fáu, er eittlivað þorðu og þekktu
og þráðu að opna ríka sál
þeim lýð, sem fornar lygar blekktu,
að launum hrepptu kross og bál!
En nú er, góður, liðið langt á nótt;
við látum hjalið niður falla.
WAGNER Ég vildi feginn vaka nóttina alla,
er vizkan sprettur fram af slíkri gnótt!
Um fleira á morgun fyrirspurn ég hreyfi,
hinn fyrsta páskadag, með yðar leyfi.
Með leit og striii lærdóm minn ég galt,
veit langt og margt, en kysi að vita um allt!
Fer.