Helgafell - 01.12.1943, Síða 53

Helgafell - 01.12.1943, Síða 53
GUNNLAUGUR BLÖNDAL 369 Þar dvaldi hann samfleytt fjögur ár við nám, m. a. hjá André Lhote, hinum fræga listdómara og málara, sem á sínum tíma var einn af fyrstu upphafs- mönnum og ,,dýrkendum“ kúbismans. Síðan hefur hann ýmist átt heimili í Frakklandi eða Danmörku, en þó dvalið flestum sumrum hér heima. Islenzk náttúra hefur jafnan dregið hann til sín með afli, sem hann hefur aldrei kært sig um að standa á móti, og hún hefur meira að segja orðið honum svo ráð- rík, að hann hefur aldrei, svo ég viti til, sótt eitt einasta viðfangsefni í danskt landslag öll þau ár, sem hann hefur ýmist átt heima eða dvalið langdvölum suður við Eyrarsund. Hinsvegar hafa málverk hans frá Islandi farið lengra og eru víðar niður komin en verk nokkurs annars íslenzks listamanns. IV. Gunnlaugur Blöndal hefur haldið sýningar í mörgum löndum og meðal annars oftar en einu sinni í París. Það er heldur ekkert leyndarmál, að þekktir franskir listdómarar hafa talið hann meðal fremstu norrœnna málara. Eg tek þetta einungis fram vegna þess, að oft heyrist því fleygt, að list hans sé ekki íslenzks eðlis, og þeir, sem bezt þykjast vita, fullyrða, að hún sé frönsk. Meðal þeirra, er þannig mæla, eru ýmsir ágætir aðdáendur listamannsins, sem ým- ist hafa mætur á honum vegna þessara eiginleika eða þrátt fyrir þá. Það sannleikskorn er og í þessu, að þegar til þess kemur að gera grein fyrir þeim töfrum, sem list Gunnlaugs Blöndals er ríkust af, verða önnur orð til- tækari en þau, sem mönnum eru tömust í íslenzku máli. Þegar vér stöndum andspænis myndum hans fer tæpast hjá því, að vér verðum fyrst af öllu snortnir af því, sem oss mundi langa til að kalla élégance og charme. Þótt leitt sé til þess að vita eigum vér engin orð í íslenzku máli, er túlka þessi hug- tök til fullnustu, og er þó hitt ef til vill enn leiðara, hversu sjaldan vér finnum þörf fyrir að nota þau í þessu þjóðfélagi. Hinsvegar þarf enginn að halda, að Gunnlaugur Blöndal hefði getið sér slíkan orðstír, sem raun ber vitni, í sjálfri höfuðborg nútímalistarinnar, ef hann hefði ekki haft annað og persónulegra erindi þangað, en að sýna fram á, hvernig gáfuðum og vel menntuðum mál- ara mætti takast að stæla list hennar sjálfrar. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyr- ir allt, sem hann hefur lært af hinum miklu og ágætu frönsku meisturum síðari tíma, hefur hann aldrei verið þeim svo háður, að hann gæti ekki þess- vegna átt undir því að sýna verk sín í föðurlandi þeirra eigin listar, enda er það eftirtektarvert, að í öllum ummælum markverðustu franskra listdómara, þeirra, sem um málverk Gunnlaugs Blöndals hafa fjallað, er megináherzla lögð á hina óbrigðulu norrænu skapgerð, sem í þeim birtist, jafnvel í meðferð þeirra viðfangsefna, sem þó eru mjög rómönsk að uppruna. Hinsvegar þarf enga skarpskyggni til að sjá, að hann hefur orðið fyrir djúptækum áhrifum frá meisturum sínum og lærifeðrum, svo sem Matisse og Renoir, sem áður eru nefndir, en áhrif þeirra hafa öðru fremur orðið til þess að frelsa persónu- HELGAFELL 1943 24

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.